Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 5
LESBÖK MORSUNBLAÐSINS 309 STEINS DOFRA. stæði til netabætiiifra ogr annaAr heiniaiðju — og fyrir mig voru kofarnir niínir líka bókalierbergi og skrifstofa. .Jeg liafði mikinn trafala af bókum mínum, sem jeg flutti altaf með mjer og er nú loks búinn að tosa hingað heim. flestum. Fyrir þær varð jeg að reisa mjer stærri kofa en jeg hefði ella þurft, og stundum þiljaði jeg af sjerstaka skrifstofu í kofanum mínum. Dvelji maður árlangt, eða leng- ur, í sama stað koma margir sjer upp kartöflugarði — og reykinga- kofa fyrir fiskinn. egar jeg kom fvrst uorð'ur í óbygðina voru fiskikaup- meun við vötnin, sem kevptu af okkur aflann jafnóðum og við lögum hann á land. En er fór að draga úr vatnaveiðinni, og sjáv- arútvegurinn jókst, fanst þeim ekki borga sig að liggja yfir okk- ur, og fóru. Eftir það urðum við sjálfir að koma afla okkar til markaðsstöðvanna og bera hann til næstu járnbrautarstöðvar, sem oft var langur vegur og erfiður. Einstöku menn áttu hest eða huuda til slíkra flutninga, en það var sjaldgæft. Vatnafiskurinn er aðallega veiddur í lagnet og nokkuð á færi. Á veturna er lagt undir ís-,| inn, og er þá betra að vera vel? búinn, svo að manni verði eltki ’ hættulega kalt — eða frjósi í hel — því dögum og vikum saman er frostið frá 80—100 gráður á Fareuheit. Það er bölvaður bruni. Á vorin og sumrin verður hit- inn að sama skapi eins mikill og þá er vandinn verri að verja afl- ann fyrir flugunum, sem gína yfir öllu, er getur úldnað og fúlnað. Þessar fl'o’gur, sem eiga aðal- heimkynni sín í skógarfenjum og mýraflákum, köllum við landarnir þar vestra einu nafni Jens. Og ef við þurfum að aðgreina þær, eft- ir ‘tærð og eðli, nefnum við þær pottjens, tuniiujens o. s. frv. Þá vita allir við hvað er átt. Algengustu tegundir vatna- fiskjar eru : hvítfiskur, nál- fiskur, pike og silungur, sem er einna líkastur sjóbirtingnum hjer. Allar þessar fiskitegundir eru nú óðum að ganga til þurð- ar, í vötnum, sem næst eru sam- göngum. Og saina gildir um skógana. Áður voru þeir kvikir af músdýrum, hjerum,. stökkdýr- im, rauðdýrum og elgum — og norður í Klettafjöllunuin var há- lendið alt morandi í hreiiram, viltu sauðfje og geitum. En nú fer skógardýrunum stöðugt fækk- andi. Svo fyrirhyggjulaust hafa þau verið skotin niður nú á síð- ustu árum til að fullnægja loð- skirinadutlungum heimsins. Eftir að Indíánaruir fengu bys-- . r hafa þeir revnst stórtækar skyttur og aðsópsmiklar — enda er dýraveiði þeirra aðalatvinnu- vegur. Og eftir því, sem menn vita best hafast við um 100 þús- und Indíánar í kanadisku skógun- um og gera ekki annað en skjóta og skjóta árið um kring. Það er drjúgur viðbætir við allar „hvítu“ skytturnar. Jeg sótti nokkrum sinnum heim Indíána og gisti hjá þeim í nokk- ur skipti, og geðjaðist vel að þeim. En mörgum Indíánum er þó énn lítið um hvíta menu gefið, Iog geta jafnvel verið þeim skeinu- hættir, ekki síst ef þeir eru ölvað- ir. Og Indíánum þykir gott í staupinu. Jeg var dálítil skytta — en að- allega skaut jeg rjúpur. Þær eru líkar íslensk'um rjúpum. En það er betra að fara varlega á veiðum í skógunum, því að ramir skotmenn eru þeir skelfilegir glannar, sem skjóta og skjóta, hvar sem þeir sjá braka í limi eða þjóta í runna. Utilegumanninum lærist smátt og smátt að vera var um sig í eimi og öðru — og mín reynsla er sú, að það sje bæði verkdrýgst og ábyrgðarminst að vera einbúi. En einbúanum er nauðsynlegt að byrgja sig vel upp með bækur til að hafa altaf eitthvað að sýsla við og sefa liugann á í tómstund- um sínum — því það kemur ekki allsjaldan fyrir, að menn brjálast af* leiðindum í óbygðinni. Skemtiferðaskip á Reykjavíkurhöfn. FRAMH. AF BLS. 306. I dyrunum stcndur einn af vfir- mönnum skipsins. Farþegarnir brosa til hans í því skyni að benda honum á, að nú sjeu þeir aftur konrair undir hans verndar- væng. En enginn þeirra gefur sig að honum, veitir honum verulega eftirtekt, tekur það eins og það er, að fyrir honum eru þeir ekki annað en flutningur, sem hann er skyldugur að taka við og skila á sinn stað aftur, eftir ákveðinn fjölda viðljomustaða, á leiðinni til þess staðar, sem fyrir honum er eitt og alt — heimili hans. Örfáum af farþegum þessum tekst að forðast það írafár og læti sem þeir voru að flýja, er þeir lögðu í þessa ferð Enginn af þessum farfuglum hefir komist inn að hinni leyndardómsfullu, endurnærandi allæknandi hátíð- legu ltyrð, sem þrátt fyrir alt og alt er insta sál og aðalsmerki ís- lenskrar fjallanáttúru. F. Nyborg Christensen. (Lauslega þýtt). — Þarna getur þú sjálfur sjeð — nei, jeg er alveg á móti því að kvenfólk sje látið gera það sem okkur karlmönnunum er ætlað.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.