Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1937, Blaðsíða 2
LteSBÖK MORGUNBLAÐSINB ÍU ala.Jtw arinn gat beitt, þegar hann vildi brevta um hraða eðu stvrk eða litblæ, svo sem röð frumlags og umsagnar (hann gekk þá inn — gekk hann þá inn o. þ. h.), setn- ing orðs á ákveðinn stað til áherslu o. s. frv.' Snorri lætur Hrólf kraka segja við Aðils: „Svínbeygt hefi ek nú þann, er ríkastr er með Svíum“; og ein- hvern veginn veitir það, að orðið svínbeygt er sett fremst, fyrir- litningu Hrólfs margfalt afl: setn- ingin er eins og svipuhögg. Þegar stendur: „Engi var hann jafnað- armaðr“, með þunga á fyrsta og síðasta orði, þá er setningin vit- aniega rniklu áherslumeiri en ef sagt væri: „Hann var engi jafn- aðarinaðr“. Yfirleitt ber mikið á því, að orðstef bvrji á þungri áherslu, þetta veitir stílnum ein- kennilegan svip. Samtöl með þess- um hætti minna mig á orðskvið- inn: „Ondverðir skulu ernir kló- ast“. En þegar Snorri skrifar um deilurnar á Uppsalaþingi: „Þá stóð upp Þorgnýr“ —. með frum- lagið aftast í setningunni, þá speglast í þessu orðalagi hin langa bið: menn höfðu allan tím- ann verið að bíða eftir þessu, að Þorgnýr tæki til máls. Þessu líkar setningar eru ekki aðeins torveldar þýðandanum, heldur einnig hættulegar, þær freista hans að dæla orðalag frumritsins, og þýðingin getur orðið óþolandi tilgerðarleg. Það mætti nefna mörg önnitr atriði í stíl sagnanna, sem reyn- ast þýðendum erfið viðfangs, t. d. lögfræðilegir formálar, orð og orðtæki úr hinu forna hermanna- máli, svo sem víg, vega, bani, sem einhvern veginn eru lýst upp af karlmenskuhugsjónum þeirra tíma. Alt þetta fer vel og liðlega í frumritunum, þó að það A’erði vanalega stirt og ókunnuglegt í þýðingum, oft með bókmálsblæ. Eða tiikum einhverja ættartölu: í lestri eru þær eins og rennandí vatn. Þegar ættir eru raktar í Njálu er í því bæði viðhöfn og fimi: „Hallr hét maðr, er kall- aðr var Síðu-Hallr. Hann var Þor- steinsson, Böðvarssonar. Móðir Halls hét Þórdís ok var Özurar- áéttir, Hróðlaugssonar, Rögn- valdssonar jarls á Mæri, Eysteins- sonar glumru. Hallr átti Jóreiði Þiðrandadóttur hins spaka, Ketils sonar þryms, Þórissonar þiðranda ór V'eradal“*) Þetta leika þýðendurnir ekki eftir, sem ekki er vou, ættartölur eru ógn óásjálegar hjá þeim. Efni, sem síst af öllu getur tal- ist listrænt, jafnvel það sætir slíkri meðferð, að það verður lip- urt í framsögu. Sögustíllinn á rætur að rekja til munnlegrar frásagnar, og eftir að fornsögurn- ar voru orðnar bókmentir, voru þær þó ætlaðar til upplesturs, framsagnar, á líkan hátt og rit í óbundnu máli á grísku eða lat- ínu. Þetta er vert að hafa í huga, það skýrir margt í sögunum pg stíllist þeirra. Megineinkenni sögustílsins er það, að hann er eðlilegur, einfald- ur. En við það blandast karl- mannleg hófseini, hvort sem und- ir hiuu sljetta yfirborði býr ró- leg ánægja af því að segja frá eða ólganda ástríða. I sögustíln- um býr óbeit á öllu óhóflegu, íburðarmiklu, líka á tilfinninga- semi, viðkvæmnishneigð. Þe.tta er sofrosyne fornsagnanna. Þær sýna óbeit á samblöndun bundius máls og óbundins. Forníslenskur kveðskapur var oftast fullur af orðskrauti og flúri dýrra hátta, en óbundna málið átti að vera óbundið mál. Nú á tímum er vant að blanda óbundna málið með lýrik og skáldlegum orðatiltækj- um, það hefði höfundum fornsagn- anna að líkindum þótt tilgerðar- legt og óeðlilegt. Þeir hneigjast ennfremtir að því, setn er sam- mannlegt, á alstaðar við, forðast *) I bók minni um Njálu hefi jeg bent á, að mætur á viðhöfn eigi engu minni þátt í ættartölum Njálu en yndi af fróðleik; höf- undurinn hefði haft gaman af hinum löngu nöfnum sumra spanskra aðalsmanna á fyrri öld- um. Jeg hefi heyrt, að þegar Lud- vig Holstein þýddi Njálu á dönsku hjer um árið og einhver af samverkamönnum hans varð til að hnjáta í ættartölurnar, hafi hann varið þær: Þær eru svo við- hafnarmiklar! það sem er hlálegt, khirt, skríls- legt — eða það sem er kunnugum best að bjóða. Þegar Grundtvig blandar þýðingu sína af Heims- kringlu ineð almúgalegri kýmni, liefði Snorra þótt maðurinn furðu ósiðaður. í forusögunum birtist óendanleg ást á skýrleik og heið- ríkju, þær hafa mikið af eðli dags- ljóssins. Þær minna á íslensku fjöllin með sínum skörpu drátt- um, með skóglausum hlíðum, nöktum hömrum og gljúfrum, á loftið, hið óendanlega lieiða loft á björtum íslenskum sumardegi. Þetta er mynd —- og kaunske líka fyrirmynd — eins eðlisþáttarins í íslenskum sögum. En ef fjöllin eru athuguð bet- ur, tökum við ef til vill eftir öðru, sem vel má hafa í huga, þegar um þetta efni er rætt. Horfið á fjöllin, horfið aftur á þau eftir klukkustund, og þau eru orðin öll önnur. Litblærinn er breyttur. Yið höfum aldrei sjeð þau svona áður, og munum aldrei sjá þau svona aftur! Það kann að þykja fjarstæða: í máli fornsagnanna er líka eitthvað breytilegt, orðin hafa allskonar litblæ eftir því, hvernig á stendur. Þessi orð, sem virtust fyrst svo þunglamaleg og nakin og dauð, rejuiast vera gædd kvnlegu lífi. Þegar við sökkum okkur ofan í þessa einföldu og stillilegu frásögn, förum við brátt að eygja gletnina í augum sögu- mannsins eða alvöru hans og sorg, finnum, hve sárt hann tekur það, sem hann er að segja frá, veit- um því athygli, með hve mikilli nærfærni hann hagar orðum sín- um. Og smám saman skilst, að sögurnar eru hver annari ólíkar, með margvíslegum skapsmunum og frásagnarlist. Hingað til höfum við fyrst og fremst beitt athyglinni að stílnum, þar sem andi fornsagnanna birt- ist þar í svo ríkum mæli. Hugs- Um okknr að við höldum lestrin- um áfram. Við höfum nú þegar lagt svo mikinn hug á list sagn- anna, að við förum úr þessu ekki að hafa textann fyrir lopa til að spinna úr samanburðarmálfræði eða hljóðfræði, til þess eru þessi rit of góð, enda eru til aðrir text- ar miklu betur fallnir til þe«»,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.