Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1937, Blaðsíða 4
316 IÆSBÓK MORGUNBLAÐSINS Jón alþm. Ólafsson frá Sumarliðabæ. Eg sat á tali við sæ-unni í kveld otí samtalið snerist um horfinn granna, er fór að heiman í fátæklings kufl’ og freistaði gæfunnar meðal hranna. Hann sagðist ungur í sækonungs ætt; þau sitjabönd treysti í orði og verki. En litaðist einnig um lendur Fróns, var ljúft að hefja þau bæði merki. Um sveininn við ræddum, er Ijóshárr ljek við lítinn bæ — dugandi feðra og mæðra. Og sæmdinni manndómur samneytti þar og systra hersing og fylking bræðra. VTið leiðsögn foreldra lagt var af stað að leita frama, er kjörin bætti með áhuga, forsjálni, iðni, dug, og ekki var bandað við nýmóðins hætti. Frá torfbæ, er stóð út í tómlegri sveit, var torsótt brekka að húsinu hvíta. En hann, sem þar bjó, var hugrakkur æ og háreista brimskafla þorði líta. Hann ljek við fingur á löðrandi sæ, er lögð var nót fyrir síld og spröku. Og knerrinum ekki í lægi lagt, nema liðsmannasveit hefði endað vöku. Á þessum Jóni var bakið breitt oe brjóstið rúmgott oe skin í augum. í sliðrum átti hann brand sem beit, því brýnsla var gerð með st.yrkum taugum. En hinsvegar bókvísi honum var kær, var hændur jafnan að Ása miði. Hann bergði í tómi á brunnlindum þeim, er býður Norræna sínu liði. í samkvæmi Unna — en „sjálft bersk þar öl“, — er súngið um Jón eins og best má verða, — um dreng, er var háseti, dugði vel, er Dröfn krafði bátverja svaðilferða, — um stýrimann djarfan, sem stillingar naut, er stórsjóum varð í roki mæta, — um þingmann, fjárafla- og þegnskaparhöld, er þjóðfjelagsmein vildi gjarnan bæta. Á úrlausna-manninn, sem drýgt hefir dáð, vér dreypum nú saknaðartárum að kveldi. Þann forkólf, er vjek inn í fjarlæga nánd, vjer felum gvðju í náttmála veldi. Á aftanstund hljóðbærri upp skulu töld þau afrek, sem drengurinn fallni gerði, er heitstrengdi ungur, og hjelt þann eið: að hojia hvergi og standa á verði. * í kveld falla málefni í ljúfa löð, sem landsfólki skifta og misklíð valda, er maður vinsæll er borinn á braut í blæjum úr efni’ hinna hvítu tjalda. í kveld rignir blómum að kumbli Jóns; og klukkurnar titra og viðkvæmt óma. En eftirsiá verður í einrúmi spurn um örlagagreinar og helga dóma. Guðmundur Friðjónsson. nOetaviana“. ylírismenn hertogaus af Wind- sor í Enjrlandi hafa stofnað íneð s.jer fjelajrsskap o/r nefna fjelajrar si«r ,,Octaviana“ (Ed- ward áttundi). T fjelagsskap jienna <reta allir fvljrismenn her- tojrans <ren!*ið. Fjelajrar .eru trúir núveraudi konunjri o<r hafa ekki í hyggju að stuðla að því, að honum verði stevpt af stóli. Tilgangur fjelags- ins er m. a. að verja lieiður her togans við hvert tækifæri sem gefst. George Whirt heitir formaður „OcJaviananna“. Akveðið hefir verið að lialda hátíðlegan afmæl- isdag hertogans, 23. júní, og 22. janúar, en þann dag tók hertog- inn við konungdómi. Gömul hjön. Hjón ein í -Jugoslafíu hjeldu um daginn mikla hátíð í tilefni af því, að þau höfðu þá verið gift í 90 ár. Maðurinn var 107 ára að aldri, en kohan 104, og hafa þau því gift sig er hann var 17 ára og *hún aðeins 14. Bæði hjónin eru af Hfseigum attuin. Bróðir brúðgumans var í veislunni. Hann er 103 ára. Einn- ic sátu hófið tveir synir jieirra li.jóna. 87 og 89 ára. Pessi gömlu hjón eiga ekki marga afkomeiulur. Þeim varð 6 barna auðið og eiga 14 barna- börn, fimtán barna-barnabörn og 1 barna-barna-barna-barn. * Hjer á dögunum komst Musso- lini að orði á þessa leið: — Jeg er ekki aðeins dauðlegur maður, jeg er heimsviðburður!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.