Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Page 1
JfHorðímMaSsÍiws 40. tölublað. Sunnudag'inn 17. október 1937. XII. árgangur. Jivemig Þegar söguritarinn dvlst þann- ig að tjaldabaki, er persónunum niestmegnis lýst með því, að sagt er frá orðuin og verkum, svip og hreyfingum: Oft er þá aðferðin eiuskonar mannjöfnuður, tvær persónur leikast við, eða sagan veitir færi á að sjá, hvernig tveir eða fleiri menn bregðast við sama atburði; með þessu kemur fram einkennileg „afstæð“ persónulýs- ing. Það er eins og höfundurinn bregði birtu á persónurnar með varpljósum úr öllum áttum. í sögunum er. ekki fengist við að rekja upp sálarástand manna, en margir af höfundunum eru gæddir mikilli mannþekkingu, og með því að bregða upp myiuium af einstökum atburðum, sem sýna, hvað í persónunum býr, veita þeir lesandanum færi á að skygnast niður í hyldýpi sálarinnar. .Teg skal nú leyfa mjer að nefna dæmi úr Njáls sögu, þar sein þessi „afstæða“ mannlýsing kemur fram eins skýrt og verið getur. Það er sagan af fjandskap Bergþóru og Hallgerðar. Berg- þóra hefir móðgað Hallgerði í boðinu á Bergþólshvoli, þær fara að senna, og endar með því, að Gunnar og Hallgerður fara heim. Hallgerður hyggur á hefnd, oa þegar Gunnar og Njáll eru á al- þingi, lætur hún drepa einn af húskörlum Bergþóru og sendir Gunnari síðau orð um það, iivað gerst hafi. Gunnar fer til búðar Njáls, segir honum vígið og sætt- ist við hann. Næsta sumar fer á á að íesa fornsögurnar? Síðari kafli af grein dr. Einars Ól. Sveinssonar ! ❖ ! sömu leið, nema að það er þá Bergþóra, sem veldur víginu, en sættir verða á alþingi eins og áður. Svo fer um stund. Söguþráðurinn fylgir hjer, eins og víða í Njálu, fastri skipun með endurtekningu líkra atburða. Það er grindin. En eins og ella í þe>sari siigu er fylt út í þá grimd *með grúa smáatvika úr daglegu lífi, svo að frásögnin ber - hin greinilegustu lífs-merki. En það er mest um vert hjer, að við fá- um að sjá hvernig fjöldamargar persónur bregðast við svipuðum atburðum, höfundurinn fer að líkt og efnafræðiugur, og liann lield- ur þessu áfram, þangað til við þekkjúm þær allar saman. Og þá veitum við einu athygli: Jiessar persónur eru einstaklingar, ekki tegundarmyndir, hver hefir sinn andlitssvip. Það er vert að gefa þessu gætur. .Teg gat hjer að framan um hi, a klassisku eðlis- þætti í sögunum: ró, skýrleik, hófsemi, mætur á því, sem er miðja vega milli öfganna — hjer má sjá, til að vega upp á móti þessu, skilning á einstaklings- eðli og sjerkennum og mikla gáfu til að lýsa þessu. Fornritin eru sköpuð við samstarf margra and- stæðra afla, samleik sem varð samræmur. Sá sem vTII skíTja þau, má ekki einblína á eitt þessara afla, því að það sem mest veltur á eru ekki þessi öfl í sjálfum sjer, heldur hi-ð giftusamlega sam-tarf þeirra. Það er auðvelt að nefna mörg dæmi þess, hvernig lítilsháttar vangá í lestri getur spilt heilum þáttum í sögum. Jeg skal nefna eitt, tekið úr þýðingunum á Njálu. Et'tir stuld Hallgerðar í Kirkjubæ býður Gunnar fyrst Ot- keli margskonar góð boð, en Skammkell spillir fyrir með svik- ráðum sínum, svo að Otkell stefn- ir Gunnari. Gunnari og vinuni hans tekst þó með harðfylgi að ná sáttum á alþingi. Nokkru síð- ar fer Otkell austur að Dal. Þeir fjelagar ríða austur með Fljóts- hlíð og fóru mikinn. Gunnar er þá að sá á akri sínum, og lýtur hann niður. Leið Otkels liggur þar hjá, fara nú meira en Ot- kell vildi. Hann hefir spora á fótum sjer og hleypir neðan um sáðlandið og sjer hvorugur ann- an, Gunnar og Otkell. Og í því er Gunnar stendur upp, ríður Ot-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.