Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 Uugsjónir þær og siðaskoðanir, sem birtast í sögunum, eru líkfi iprottnar beint upp ur veruleik- anoin, íiáttúriiiini, og kannske er rjett að minnast þess nm leið, að gildi þeirra er meira fyrir bragð- ið: g'ildj dygðarinnar er sem sje mjög undir því komið, hvort hún sje framkvæmanleg eða ekki. Meginhugsjónir fornsagnanna, }>ær sem þeim eni sameiginlegar, eni ekki nýjar, þær eru frá vík- ingaöid, svo sem drengskaparhug- myndirnar, forlagatrú, hetjuskap- ur, hin ríka Og um leið viðkvæma tilfinning fyrir því, hvað manni sæmi. (Hjer eins og áður ræði jeg um ]iað, sem er fornsögtnum sam- eiginlegt, ef litið væri hverja ein- staka sögu, mundi margt merki- legt koma fram við það.*) En það er nóg til af sjerkennilegum túlk- unum slíkra hugsjóna í sögunum. Jeg skal nefna sem dæmi afstöð- una til dauðans. I mörgum ger- mönskum hetjukvæðum kemur fyr ir ógleymanleg nvynd: hetjan, sem er að deyja; f jandmennirnir hafa horið hærra hlut, hann hefir einskis góðs að vænta, ekki sig- urs, ekki hefndar, öllu er hann sviptur, jafnvel lífinu. Nei, ekki öllu, enn getur hann yfirstigið •óvinina, forlögin, dauðann. Það er með því að deyja eins og karl- manni sæmir, án æðru, án böl- bæna, hafa vald á sjálfum sjer og þjáningu sinni og harmi. Það er hægt að taka dauðanum á margan hátt¦; annarstaðar hafa skáldin fjallað um söguhetjur, sem tóku honum öðruvísi: hörm- uðu örlög sín, eða bölvuðu óvin- um sínum, eða gengu í guðmóði í dauðann — með von um annað líf. Germönsk hetjukvæði, íslensk- ar sögur horfa til lífsins hjerna *) Hjer er komið að miklu efni, sem ekki var rúm í þetta sinn að fjalla um: hugsjónir og stefnu einstakra sagna. Þetta er lítt rannsakað, en jeg er sannfærður um, að rflftrgt merkilesrt mundi koma í ljós, ef þetta mál væri skynsamlejra upp tekið. En hjer er mjóg villugjarnt, mestur vand- inn er, eins opr forðum fyrir Perce- val, að kunna að spyrja rjett í hvert sinn. Frá Madridvígstöðvuuuni. Kallari rauðliða kallar yfir í skotgrafir óvinanna ofr skorar á þá að gefast upp. tnegin grafar, andinn í þeim er eins og í orðum Voltaires: ,.marehe vers ta fin sans crainte et sans espoir"; án ótta og án vonar. I hetjukvæðunum er sagt frá þessum efmxm með hrifningu, en í sögunum oftast á karlmannleg- an, stillilegan, látlausan hátt. Þeg- ar Atli, bróðir Grettis, fjekk banasár sitt, mælti hann: ,,Þau tíðkast, hin breiðu spjótin" — ^íðan fjell hann. Sturlunga segir f rá Hermundi Hermundarsyni; hann var tekinn af lífi eftir Ör- lygsstaðabardaga. Hann var manna best hærður og mælti, að hann vildi hneppa hári sínu, svo að það yrði ekki blóðugt, og svo gerði hann. Þórir jökull'kvað vísu þessa, þegar hann var högginn: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu huginn at herða, hér skaltu lífit A'írða. Skafl beygjattu, skalli. þó at skiir á þik falli; ást hafðir þii meyja, eitt sinn skal hverr deyja. Vísan segir meira en hann hefði gert í óbundnu máli, við fáum að sjá inn í huga hans. Við sjá- um, hvernig hann herðir hugann, sigrast á öllu veiklyndi. Þetta er mikilmannlegt, hrífandi. Af því að það er satt og svikalaust. Þór- ir setur sig ekki í stellingar eins og leikari, orð hans eru ekki stór, en þau eru heil. Víða í heimsbók- mentunum eru verk, þar sem lýst er baráttu mannsins, hinni þungu baráttu hans til að rísa upp frá moldinni og verða maSur, verk sem menn meta að maklegleikum mikils. Gleymum eigi, að fornsög- urnar eru í þeirra tölu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.