Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 4
324 LISBÖK MORGTTNBLAÐSINS Framtíðarskáldið H. G. Wells og framtíðin. i. Fyrir niiirgum áruni — það var íUinarið 1!*08 — heimsótti ,je}r einu sinni skáldið H. G. Wells, sem var þá þefjar orðinn einn at' frægustu rithöfundum á enska tungu. Yar heimili hans eitt af þeim fe»urstu sem jejr hefi sjeð. ríkmaunle<rt var það o>r vel greinilegt, að árs- tekjur húsbóndaus mundu skifta tugum þúsunda eigi allfáum, en ]>að sem mjer fanst meira ttm, var þó sá svipur yfir öllu, sein auð- urinn einn nægir ekki til að skapa. Var það auðsjeð, að Mr. Wells mundi vera maður vel kveæntur, því að það er, eins og kunnugt er, einkum konan sem jvipinn setur á lieimilið. Einnig úti við var fag- urt um að lítast. Wells átti þá heima >uður við Erinarsund; var þar víðsýnt mjög yfir eina af fjölförnustu skipaleiðum lieims, og fanst mjer vel við eiga. að hið mikla víðsæisskáld ætti heima á slíkum stað. II. II. G. Wells varð sjötugur í •haust sem leið og var hans þá minst í blöðum og útvarpi um alla jörð sem eins af mestu rit- snillingum samtíðarinnar. Eru það ótrúleg ósköp sem hann hefir rit- að, og mun þar koma nokkuð til greina hið góða heimili, en einnig það hvernig hann er ættaður; bæði faðir hans og afi höfðu verið útiverumenn miklir, hafði annar þeirra knattspyrnu að atvinnu, en hinn garðyrkju. Mjer varð, þegar jeg sá við hvernig ástæður Ijið enska skáld lifði, hugsað til tveggja annara ágætra snillinga, I. P. .Tacobsens, sem er einn sá maður er af mestri snild hefir rit- að danska tungu, og Jónasar Hall- grímssonar. Edvard Brandes hefir í merkilegri bók um .Jacobsen lýst íbúð hins mikla fegurðardýrk- anda, og væri það oflof, að segja, að hún hefði verið skrautlaus. En á Jónas, sem ef til vill átti ekki iiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Ettir Helga Péturss iiimimimnmiiimmmmimiimiiiiiiiiiiiiiiimimmimiimii sinn líka meðal samtíðarmanna sinna, þarf varla að minnast í sambandi við heimili; og af brjefi hans til Jóns Sigurðssonar má sjá, að haim átti stundum ekki fyrir einföldustu máltíð matar. Ensk- ar ástæður eru ekki alllítið ríf- legri lieldur en þær sem hinn íslenski og jafnvel hinn danski snillingur áttu við að búa, en því verður heldur ekki neitað, að Wells hefir í besta lagi notfært sjer hina betri aðstöðu sína. Wells er náttúrufræðingur og skáld, eins og þessir tveir snillingar sem jeg nefndi, og var kennari hans hinn ágæti dýrafræðingur og ritsnill- ingur T. H. Huxley, afi þeirra Aldous og Leonards Huxlev, sem nú eru frægir. Er hinn síðarnefndi dýrafræðingnr og liefir ásamt skáldinu og svni hans G. P. Wells, ritað mikla bók um líffræði, sem heitir The Outline of Biology. III. Það sem laðqði mig að H. G. Wells, var hversu víðsýnn hann var og langsýnu., skáld gott og orðsnjall ineð ágætum; neytti hann og hið besta hinnar miklu þekkingar sinnar í náttúrufræði. Bókin sem fyrst gerði hann fræg- an. Tímavjelin, liefði aldri rituð verið, ef jarðfræðin liefði ekki kent höfundinum að líta mjög langt aftur í tímanu og skilja hversu stórkostlegar breytingar höfðu á hundruðum áraþúsunda og miljónum orðið á lífinu á jörð- inni. Nú reyndi hann á svo gáfu- legan hátt, að athygli vakti víða um lönd, að líta fram, og að vísu er það helstefnuframvinda og hún af mjög ferlegri tegund, sem hann lýsir. Jeg ætla ekki að fara að telja upp hin fjölmörgu rit Wells, aðeins geta þeirra, sem helst hafa ^haft þýðingu fyrir mig. Er þar H. G. Wells. fvrst að nefna stutta ritgerð um framtíð maimkynsins, sem kom í náttúrufræðitímaritiuux ,,Nature“, og jeg tel með því besta sem Wells hefir ritað, lýkur hann þar ináli sínu eitthvað á þá leið, að maðurinn muni standa á jörðinni eins og fótstalla og teygja sig upp í stjörnuriiar, eða út á meðal stjarnanna; en þó sýna hin önnur rit höfundarins, að þarna er frem- ur um að ræða skáldlegt orðtæki. en að því liafi fylgt nokkur hugs- ivn uin samband mannkyns vors við íbúa stjarnanna. Annað rit, sem mjer fanst s-jerstök ástæða til að vera höfundinum þakklátur fvrir, er framtíðarlýsing lians sú er hann nefnir A modern Utop^a og þar sein hann segir frá jarð- stjörnu e.r sje í einhverju öðru sólhverfi, en þó gagnlík vorri jörð að öðru en því, að mannkynið þar sje miklu lengra komið. Er sú bók snildarverk mikið þó að hvergi nærri jafnist hún að stórkostleg- um og nýstárlegum hugsunum á við framtíðarlýsingu mins virðu- lega vinar próf. Macmillans Browns, þá er hann nefnir Lim- anora eða Framfaraeyjuna. Er Wells skáld meira, en heimspek- íngur ekki eins mikill og höfund- ur Framfaraeyjunnar. Þá er skáld- sagan Halkstjörnudagar, In the days ot' the ('omet. þar sem jeg hygg að Wells hafi náð hámarki sínu og líklega er óhætt að telja eina af allra bestu skáldsögum sein til eru í bókmentum jarðar vorrar. Y’irðist mjer ?að frásagn- arvertr, að þó að jeg hafi eigi allfáar ritgerðir um Wells lesið, á ýmsum málum, þá hefi jeg í FRAMH. Á BLS. 326.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.