Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1937, Blaðsíða 8
328 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS Erlendir blaðamenn í Kína, með stálhjálma á liöfði, á leið til vígstöðvanna við Shanghai. — Starf blaðamannsins er oft hættulegt. SÝNING ÞJÓÐA- BANDALAGSINS. Þjóðabandalagið hefir sinn sjer staka skála á Parísarsýn- ingunni. Þar geta menn fengið margan fróðleik um stjórnmál, at- vinnuhætti og hagfræði þjóðanna. En margskonar óhöpp hafa steðjað að þessari sýningu banda- lagsins. Ymsir sýningarmunir voru flutt- ir á bílum frá Genf til Parísar. Á leiðinni rakst einn flutningabíll- inn á hergagnavagn þýskan, og brotnaði bandalagsbíllinn. Rjett áður en opna átti þenna sýningarskála kviknaði í honum, svo ekki var hægt að opna hann fvrri en nokkru síðar. Yfir aðaldyrum skálans var mynd ein úr gibsi, sem átti að tákna friðarengilinn. Fyrir nokkru fjell friðarengillinn af stalli sín- um og fór í þiisund mola. En sem betur fór var svo fátt manna á ferð þarna þegar þetta vildi til, að ekkert slys varð að. Ung eiginkona: Ætlarðu út aft- ur í kvöld — það er ekki meira 8> > ""'A en tvö ár síðan að þii sagðir að jeg væri þjer meira virði en allur heimurinn. Eiginmaðurinn: Já, það er ein- kennilegt hvað maður getur lært mikið í landafræði á tveimur ár- um. * í amerísku blaði er komist að orðið á þessa leið: í New Mexico liefir fundist ætt- flokkur sem hefir lifað alveg utan við öll menningaráhrif. Sumar þjóðir í Evrópu eru á sama stigiA Liðsforinginn: Þjer þarna lengst til vinstri. Viljið þjer ekki lineppa efsta hnappnum á jakk- anum. Haldið þjer að þjer eigið að vera í sólbaði við æfingarnar? * Altaf heyra menn eitthvað nýtt frá indversku töframönnun- um. Nú flytja blöð þær fregnir, að 67 ára gamall fakír hafi fyrst fallið í dá, og síðan hafi hann verið settur í pott með s.jóðandi vatni, og verið þar í eina mínútu án þess að verða meint af.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.