Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 2
330 LfiSBÓK MORGUNBLAÐSÍNS liðnir vorn fimm Stumlarfjórð- un<rar frá því hverinn byrjaði og við hættum að rífast, var gosinu lokið, Stóri Gevsir dottinn í dúna- logn. Aður en hvítir menii námu þarna land, álitu Indíánar þetta svæði helgan stað. lljer töldu þeir vera bústað guðanna. Undir goshvernum stærsta var liátíða- ketill æðsta guðsins. En þegar hann gaus vatni' og gufu var það talið inerki þess, að guðinn væri að elda mat lianda hátíðagestum sínum. Svo mikil var lotning Indíána • fyrir svæði þessu, að niargir kyn- flokkar þeirra þorðu ekki að koma þangað. Það þurfti hugaða menn til, að þeir þyrðu að stíga þar fæti. Skamt frá hvernum er stöðu- vatn. Ur því rennur Yellow- stone-á. Hún er ein mesta gljúfur- á í Ameríku. Þar sem hún fellur úr vatninu, fellur hún niður í tveim fossum. Er annar 32 metra, en hinn 100 metrar á hæð. En þegar fjær dreg Ur er gljúfrið 800—- 1100 metrar á dýpt, Gljúfrið er snarbratt, svo það er víðast hvar illkleift eða ó- kleift með öll'u. Eru hamravegg- iniir hinir fegurstu, bergið alla vega litt, rautt, grænt, gylt. Þar eru allir litir nema blár. Veðursæld er mikil í Yellow- stone Park, þegar þess er gætt, hve hann er hátt yfir sjávarmál. Af öllum dögum árs eru 56% sólskinsdagar að meðaltali. A hverju ári korna skemtiferðamenn til Yellowstone Park í þúsunda- tali, til þess að leita sjer hvíld- ar og íkemtunar við að skoða náttúrunnar furðuverk og dýralíf skóganna í þessum mikla friðaða fjallafaðmi. Þegar menn koma til Yellow- stone Park í bílum sínum, gera varðmenn leit í bílunum. Leitað er hvort menn hafi skotvopn meðferðis. Ef svo er, þá eru þau tekin. Því enginn má skjóta þar dýr, særa, meiða eða hrekkja. Vegna friðunarlaganna hefir dýrum fjölgað þar ört. Þar eru birnir og elgsdýr, vísundar, bifr- Roosevelt forseti í Yellowstone Park. „Sníkju-björn“ mætir vagni hans. ar o. m. fl. Hvar sem maður fer þar um verður maður var við þessi skógardýr. Þar eru líka antilópar. Þeir eru þar styggast- ir dvra. Þeirra verður maður hekt var með því að bíða við árnar á morgnana eða kvöldin, og fela sig þar, þegar dýr þessi koma á þessum tíma sólarhrings að fá sjer að drekka. Eftir að þeir hafa svalað þorsta sínum gæða þeir sjer um stund á góð- gresi árbakkanna, en leita síðan aftur til fjalls. Einu sinni elti jeg hóp af þess- um fallegu ljónstyggu dýrum, alt frá á einni upp eftir hlíðunum upp undir jökulmörk. Aldrei gat jeg komist í gott færi til þess að ná ljósmynd af þeim. Jeg skreið yfir urðir og læddist eftir gjót- um til ( þess að komast nálægt þeim. En áður en jeg var kominn að þeim hætti alt af einn hafur- inn að bíta, hristi eyrun, fitjaði upp á trýnið, frísaði og tók til fótanna. Og þá hljóp allur hópur- inn á eftir, án þess að skeyta nokkuð hvað um var að vera, stiklaði yfir stokk og steina, tylti rjett tánum við jörðina og þaut áfram eins ljettilega og máf- ar, sem fljiiga upp á móti vindi. Af dýrunum þarna vekja birn- irnir mesta eftirtekt. Þeim hefir fjölgað svo mikið á síð- ustu árum, að menn geta varla verið svo klukkustundum skiftir í Yellowstone Park, að þeir verði ekki varir við bjarndýr. tíirnir eru skynsöm dýr. Þeir virðast vita vel, að þeir sjeu frið- aðir og hafi ekkert að óttast frá hendi mannanna. Þegar menn gista í tjöldum geta þeir átt von á því, að birnir heimsæki þá, er fraín á nóttina kemur, til að að- gæta hvort ekki sjeu neinar mat- arleiíar uppi við, sein hægt sje að gæða sjer á. En á daginn halda þeir sig oft við alfaravegi, þar sem þeir beinlínis sníkja á ferðamenn, eins og heimavanir seppar. Skammt frá aðalhótelinu í Yellowstone Park eru skógar- birnir fóðraðir einu sinni á dag, klukkan 7 að kvöldi. Þá fjölmenna gestirnir út á stóra velli, til þess að vera viðstaddir þegar bjarnarhóparnir koma. Litlu bjarndýrin koma venju- lega fyrst á vettvang. Flestar birnurnar sem þarna koma hafa með sjer tvo húna. Sumar hafa þrjá, en það er fremur sjaldgæft. Húnarnir eru ákaflega spaugileg- ir í hreyfingum. Þeir puðast þetta áfram og velta sjer yfir trjáboli sein á vegi þeirra verða, líkt og litlir feitir hvolpar. Bjarndýrin jeta allskonar matarleifar, brauð og reykt svínak^jöt. En öll sæt- indi eru þeirra uppáhald. Ef bjarndýr finnur t. d. sultu- tauskrús, rekur það upp óp af ánægju. Síððan hoppar það ögn í kring af kæti, og tekur þvínæst að gleikja krúsina að innan. Einu sinni hefi jeg sjeð björn reka höfuðið ofan í ketil til þess að sleikja hann innan. En þá fór illa fvrir bangsa. Ketillinn festist á haus honum. Þó hann reyndi að losa sig, gat hann það ekki. Hann varð hamslaus af hræðslu. Fyrst tók hann undir sig stökk og þaut um öskrandi og urrandi. En þá fór ver fyrir hon- um. Blindaður af katlinum gat hann ekki sjeð fótum sínum for- ráð. Hann rakst á trje, á viðar- búta, á fjelaga sína hina birnina, datt og kútveltist. Hin dýrin horfðu á hann og litu hvort til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.