Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 4
332 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS „LÆKNIR ALLRA— ---------ÞJÓÐ A“. Dr. Victor Heizer heitir ame- rískur læknir, sem um langt skeið hefir verið í þjónustu Roekefeller-sjóðsins, en alla sína æfi hefir staðið í ströngu í bar- áttunni gegn illkvnjuðustu og skæðustu sjúkdómum mannkyns- ins. Hann hefir farið víða um helm og lagt margt á gjörfa hönd. Hann hefir nú skrifað end- urminningar sínar, sem bæði eru fróðlegar og skemtilegar og hafa . vakið mikla og verðskuldaða at- hygli. Mikill liluti af hók hans er fræðileg frásögn um baráttu hans gegn pest og malaríu, holdsATeiki, kóleru og fleiri skaðræðis sjúk- dómum. Hann var um skeið á Fil- ipseyjum. Þar var mikil holds- A'eiki. Hann vann bug á útbreiðslu hennar. Það var þrekvirki, sem margt annað, er þessi atorkumað- ur heíir komið í verk. En þó viðfangsefni hans hafi verið hin ahTarlegustu, er frásögn hans tilvalin til skemtilestrar, enda hefir hann komist í kvnni við margskonar fólk, eins og eft- irfarandi frásögn bendir tdl. Á einum stað kemst hann þannig að orði: * Sumir álíta að mannætur sjeu úr sögunni á Suðurhafseyjum. En meðal Papúa, og vafalaust víðar. kemur það fyrir við og við, að ungir menn hverfa frá ekrunum. Sá sem þekkir siðvenjur eyjar- skeggja er í engum efa um, að þeir hafi verið jetnir . . . Á afskektri eyju einni hitti jeg einu sinni gamlan eykonung. Son- ur hans var á læknaskólanum í Suva. Það orð lá á. að hann hefði verið mannæta „á hinum góðu. gömlu dögum“. En hann virtist ekki minnast þess með sjerlegri ánægju. Hann sagði mjer alveg hrein- skilnislega, að þegar hermenn hefðu í ungdæmi hans sigrast, á einhverjum ættflokk og ættflokk- ur þessi hefði svo risið upp og reynt að koma fram hefndum, þá liefðu þeir verið alveg neyddir til að taka einhvern suáðann höndum og jeta hann. Ekki vegna þess að hann hefði verið neitt hnossgæti. Heldur beinlínis vegna þess, að þetta hefði verið hin mesta refs- ing. Og svo komu trúboðar til eyj- arinnar. Hann hefði ekki boðið þeim til veislu, og ekkert hirt um hvað þeir höfðu að færa. En trú- boðarnir vildu ekki hverfa á brott, þó hann hvað eftir annað gaefi þeim í skyn, að hann ósk- aði að þeir færu. Til þess að taka af allan vafa um það, að þeir væru óvelkomnir gestir hefði hann verið nauðbeygður til að taka nokkra þeirra og jeta þá. En öldungurinn fullvissaði mig \im það með miklum alvörusvip, að það væri ekki varið í að jeta trúboða, þeir væru svo frámunalega seigir. * f einum kapítulanum í bók sinni talar dr. Heiser um Rocke- feller-sjóðinn, störf hans og fyrir- komulag, svo og Rockefeller yngri, er hann starfaði mikið með. Hann segir m. a.: Þegar jeg fór að vinna fyrir Rockefeller-sjóðinn, hafði John D. Rockefeller yngri yfirgefið stöðuna sem forstjóri fyrir firm- anu. og helgaði sig nú styrktar- og mannúðarstarfsemi, undir stjórn þeirra manna, sem faðir hans hafði valið til þess. En eigi leið á löngu áður en hann hafði tekið við formenskunni þarna. Ekki vegna þess að hann var „sonur föður síns“. Heldur bein- línis fyrir dugnað sinn og hæfi- leika. Nákvæmur og alvörngefinn með ríka ábyrgðartilfinningu, sem hann hefir alist unn við á hinu guðrækna heimili föður síns, stjórnar hann miljónum þeim, sem honum hefir verið trúað fvr- ir. En auk þess hefir Rock.efeller yngri aðra hlið, sem almenning- ur verður ekki var við. Hann er kíminn í tali, hefir gaman af skemtisögum og ánægju af að segja frá þeim. * Mjög skemtilegt var að ferðast með Roekefeller yngra. Hann var afskaplega nákvæmur í öllum við- skiftum sínum við tollmenn, og borgaði oft meira í toll en nauð- svnlegt var. Jafn umburðarlyndur var hann við allan þann urmul blaðamanna og myndasmiða, sem beið hans á liverri stöð. Þegar við samferðamenn hans notuðum tímann til þess að hreyfa okkur og hressa meðan lestin stóð við, þá Ijet hann sjer lynda að láta blaðamenn spyrja sig spjörunum úr. Hin skefjalausa forvitni fólks gagnvart Roekefeller-fólkinu var alveg ótrúleg. Á skipum gat Rockefeller aldrei losnað AÚð að fólk træði sjer utanum hann. Þegar hann ljek tennis á þilfar- inu var altaf fjöldi fólks að horfa á hann. Og þegar við að aflokn- um miðdegisverði sátum í far- þegasölum þeim, sem Rockefeller voru ætlaðir, voru oft gluggarn- ir út á þilfarið opnaðir með hægð og fólk tróð sjer þar að til þess að gægjast inn á hann. Daglega bárust Rockefeller brjef í tugatali frá farþegum á skipinu, og voru allir að biðja hann um hjálp. Þegat við komum til Filipseyja flugu flugvjelar yf- ir skipinu og flugmenn vörpuðu bænaskrám niður á þilfarið. 011 voru brjefin opnuð, því hann heimtaði að fá að vita um, hvað hvert einasta þeirra hefði að geyma, ef vera kynni, að í einhverju þeirra væri farið fram á eitthvað það, er hann taidi skyldu sína að sinna. Alt þetta umstang tók mjög mikinn tima fvrir honum Jeg hafði altaf á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.