Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 5
John Rockefeller junior. hyggjur af því, hve stuttai. hvíltl- artíma hann fjekk. * Nœstum því allir, er sneru sjer til hans, ætluðu sjer að hafa eitt- hvert gagn af því. í Peiping var okkur lialdin stór veisla í tiiefni af því, að opnaður var læknis- fræðisháskóli í borginni. Er við stóðum upp frá borðum ætlaði jeg að segja fáein orð við hann um það, hvað við ættum að starfa næsta dag. A hinum stutta spöl frá borðinu og út að dyrunum á veislusalnum stöðvuðu þrír menn hann, allir. í þeim erindum að biðja hann um peninga. Fjölda- mörgum sinnum hefir fólk reynt að fá mig til að verða milligöngu- mann með slík erindi. Sægur af umsóknum berast sjóðnum úr öllum áttum, og eru ýmsar æði skringilegar. T. d.: „Jeg er ekkja og á veðskulda- brjef, sem jeg fæ leyst út í næstu viku. Þangað til vantar mig þús- und dollara. Vinsamlegast sendið mjer þá strax“. Eða: „Óska eft- ir að fá sendar allar bækur um skaðsemi tóbaksreykinga. Sonur minn er 21 árs og reykir eina sígarettu á hverjum degi“. Móð- ir biður um hjálp til þess að lækna ungbarn sitt, sem hefir fengið útslátt. Kona ein vill fá læknisráð handa systur sinni, sem hefir beinhimnubólgu í kjálkan- um. Gamall maður kvartar yfir augnveiki o. s. frv. Faðir óskar eftir 40 dollara styrk til þess að Framh. á bls. 335. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 / fyveífingu kaíinámanna. Ferðamaður, sem verið hefir í Þýskalandi segir frá. i Ferðamaður, sem verið liefir í Þýskalaudi, segir svo frá: kammt frá Magdeburg er bærinu Stassfurt með 22 þúsund íbúa. Umhverfið er þar marflatt og er því næsta ótrúlegt að þetta sje námubær. En þarna er elsta og inesta kalináma lands- ins. Þegar við komurn út að nám- unni tók leiðsögumaður á móti okkur, er hjelt heilmikinn fyrir- lestur um námuna. Arið 1839, sagði hann, var hjer gerð fyrsta tilraunin til að bora eftir matarsalti. Þá fóru menn að veita því athygli, hvort magnesi- umsöltin og önnur svonefnd úr- gangssölt, sem iiggja ofan á mat- arsaltslö'gunum, gætu ekki kom- ið að notum. Með tilraunum kom í ljós, að „kainitið“, sem þar er, var hægt að nota til áburð- ar. f því er 12% af kali. Flutningskostnaður á kainiti reyndist vera of mikill, þegar átti að senda það langar leiðir. Því var árið 1861 stofnuð fyrsta kali- verksmiðjan, til þess að framleiða kalisalt, sem hefði meira kali- innihald en kainit, ¥ Er leiðsögumaðurinn hafði skýrt frá þessu bar þar að flokk bænda, sem kominn var til þess að skoða nárnuna. Fengum við nú allir grænar námu-yfirhafnir, hvítar húfur og hver sína gat- lukt. Síðan fórum við að námu- opinu og stigum í lyftu, sem var í tveim hólfum og rúm fyrir tólf í hverju/ Seig lyftan síðan niður í námuna, en að eyrum okkar barst stöðugur hávaði og læti frá rafknúnum vögnum, sem þutu fram og aftur um uámugöngin með ógurlegum glumrugangi. Áð- ur en varir erum við komnir 406 metra niður í jörðina. Þegar lyftan staðnæmist og við stígum út, erum við komn- ir á járnbrautarstöð þarna niðri í jörðinni, með fjölda brautar- teiua, skiftisporum og öllu því, sem menn alment sjá á járnbraut- arstöðvum. Vekur þetta undrun okkar. En alt verður þetta þó eðlilegra er við heyrum, að námu- gangarnir sjeu samtals 120 kíló- metrar á lengd og í námunni vinni 1200 manns. Nú rennur lítil fólksflutninga- lest eftir teinum til okkar. Vagn- arnir eru lágir. Éftir endilöngum hverjum vagn.i, er einn bekkur. Setjumst við uú á bekkina klof- vega og sniium okkur áfram, en leiðsögumaður situr fremst og snýr sjer á móti okkur. Nú er kveikt á gasluktum okkar, • og lestin rennur af stað. Meðan lestin fer um námugang- ana bendir leiðsögumaðurinn okk- ur á litbrigði saltlagauna í veggj- um og hvelfingum ganganna. Þar glampar og glitrar á allavega lit lögin, rauð og blá, hvít og svört- Að stundarkorni liðnu stígum við af vögnum þessurn og göng- um nú gegirum stóra hvelfingu. Staðnæmumst við í gíinaldi einu, sem er 20 metra hátt. 70 metra langt og 35 metra breitt. Hvert orð sem talað er þarua bergmál- ar í þessum miklu neðanjarðar- salarkynnum. Minnimáttarkend gagntekur huga okkar. Það verð- ur eitthvað svo lítið úr okkur í þessari hvelfingu. Við finnum til þess, hve hörmulega námumenn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.