Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1937, Blaðsíða 8
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hjón ein fóru í sumar í hundakerrum alla leið frá Hazleton í Britisli Columbia til Halifax í Nova Scotia, og er sú vegaleugd 4700 enskar mílur. Kerrurnar voru með gúmmíhjólum, og hund- arnir með hlífðarsokka úr leðri á fótunum. Lest þessi vakti mikla eftirtekt hvar sem hún kom. — Móðurást. Svo segir í gömlu æfintýri: Ungur maður fór út í heiminn að leita ,sjer fjár og fraina. Með eldmóði æskunnar hjelt hann leið sína og miðaði vel áfram. En alt í einu óx upp stórt trje í götu hans. Þetta ætlaði að verða honum að fótakefli, og hefta för hans, það skygði á sólina fyrir honum. Hann greip því exi og hjó trjeð af stofni. Síðan hjelt hann leiðar sinnar og hraðaði sjer nú ennþá meira en áður. Sólin helti brennheitum geislum sínum á leið hans. Nú var hann kominn út í sandauðn og eyðimörk. Hann var að verða ör- magna, yfirkominn af þreytu og þorsta. En alt í einu óx trje í götu hans, er breiddi limkrónu sína yfir höfuð honum, svo hann fekk svalan skugga sjer til hressingar. En við rætur trjesins rann lind, þar sem hann gat slökt þorsta sinn. Hugur hflns fyltist þakklæti og hann spurði trjeð: Rakarinn: Hvernig stendur á því að þú ert svona óhreinn um hendurnar ? Lærlingurinn: Yegna þess að jeg hefi ekki þurft að þvo nein- um um höfuðið í dag. Hver ert þú? Jeg er móðurástin, sagði trjeð. Þannig birtist móðurástin, þeg- ar æskan þarf hennar með. Hún fylgir æskumanninum út í lífið. I ákafanum fyrst í stað vill hann ekkert af henni vita. En þegar þreyta sækir að, þá er hún til taks að veita honum styrk og hugsvölun. Mamma, af hverju eru ekki lagðir hærri tollar á hafragraut? * Um þessar mundir dvelur í London ríkur náungi, sem eyðir tímanum í það að safna allskon- ar morðvopnum, og kunnugir fullyrða, að hann eigi „hræðilegt“ safn af slíkum verkfærum. T. d. er fnllyrt, að hann eigi skamm- byssu þá, sem Dillinger drap síð- ast mann með, og einnig byssu þá, sem þessi stórglæpamaður var drepinn með. Stúlka ók í bíl um krossgötu og var svo óheppin að aka á lög- regluþjón. —- Hvernig getið þjer búist við Öðru, þegar þjer stillið yður út á miðja götu, sagði hún móðguð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.