Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 2
338 LÉSBÓK MORGUNBLAÐSÍNS — Hvernig er veðráttufar á Amoy? — Yndislegt. Mjer fellur ljóm- andi vel við það. Þar er t. d. ekki nærri eins heitt og í Shanghai á sumrin, og ekki eins kalt á vetr- um. Sumarrhiti er að meðaltali 30 st. í skugganum en á vetrum er meðalhiti 7—8 stig. — Hvað er að segja um heimil- isháttu í Kína? — Heimilis- og f jölskyldulíf er þar mjög ólíkt og hjer heima. Aður fyr var það svo, að heilar fjölskyldur, feður og mæður, með dætur og syni, og þeirra konur og börn, bjuggu saman í gríðar- stórum húsum. En nú er þetta að breytast, þannig, að synirnir flytja að heiman að sið Evrópu- manna, er þeir giftast. En annars er fjölskyldulífið mjög sterkur liður í lífi Kínverja, og ættartilfinningin afar sterk. 011 ættin er svo að segja eitt. Það þekkist ekki í Kína, að menn þiggi fátækrastyrk eða fari á sveit. Fátækur ættingi getur alt- af leitað til skyldmenna sinna, og það þykir sjálfsagður hlutur, að þau hjálpi honum og fjölskyldu hans, sjái henni fyrir lífsviður- væri. — Hver er aðstaða húsmóður- innar á heimilinu? — Húsmóðirin er drotning í sínu ríki, gerir ekkert jiema stjórna heimilinu og hefir margt þjónustufólk. Það eru aðallega kai'lmenn, vinnumenn, sem matreiða, vinna í görð'unum og ræsta húsin, stúlk- urnar hugsa um börnin og eru húsmóðurinni til aðstoðar. Hella t. d. te í bolla fyrir hana, ef einhver kemur í heimsókn o. s. frv., því að hún má ekkert snerta sjálf. Það er fvrir neðan hennar virð- ingu. — Er ekki dýrt að halda svona margt þjónustufólk? — Ónei, vinnukraftur er ódýr í Kína. Vinnufólk býr algerlega út af fyrir sig í húsinu, karlmenn og stúlkur sjer, og hafa mat út af fyrir sig. Meðalkaup á mánuði er kringum 15 krónur fyrir stúlkur, en eitthvað meira fyrir karlmenn. ■ Frú Oddný Sen í gullsaumuðum kínverskum kjól. Auk þess sjá húsbændur fólkinu fyrir húsnæði og það fær vissa fjárhæð fyrir mat sínum. Ilúsakynni eru yfirleitt stærri en tíðkast hjer heima — stofur stærri og hærra til lofts — og húsaleiga mun ódýrari. T. d. er hægt að fá sæmilega 4 herbergja íbúð fvrir 35 kr. á mánuði. — Eins og jeg sagði áðan, segir frú Sen ennfremur, — er hús- móðirin einvöld í luisinu. og hefir yfirleitt æðstu ráð, næst húsbónd- anum. En falli hann frá, er hún einráð. Börn sýna foreldrum sínum af- ar mikla virðingu og blinda hlýðni. Ungt fólk ber yfirleitt mikla virðingu fyrir eldra fólki, og það þykir eitt það ljótasta sem til er, að sýna gömlu fólki óvirð- ingu, af hvaða stjett sem það er. — Er alþýðufræðsla góð í Kína? — Hún hefir komist í miklu betra horf á seinni árum, og fer mjög batnandi. Og þar sem fólk hefir ekki notið neinnar ment- unar, gangast stúdentar fyrir því að kenna því að lesa og skrifa. Þá er það og annað, sem börnUm er innrætt í skólum — og það er föðurlandsást, að elska og virða föðurlandið. Ekki svo að skilja, að Kínverjar hafi ekki elskað land sitt. En þeir liafa ekkert annað haft til samanburðar. Kína hefir verið þeirra heimur. Á Amoy er háskólinn. Þar stunda um 800 stúdentar nám og þar búa prófessorar, docentar, forstöðumenn deildanna og eftir- litsmenn aðrir, með fjölskyldur sínar. Við höfum búið í háskólaliverf- inu þessi 14 ár, sem við höfum átt heima á Amoy. Maðurinn minn er deildarstjóri einnar háskóla- deildarinnar og jafnframt kenn- ari í sálar- og uppeldisfræði. — Hvernig er mataræði í Kína? — Matur er mjög margbreyti- legur og góður í Kína. Það er misskilningur, að lítið beri þar á fæðutegundum öðrum en hrís- grjónum, eins og sumir halda. Að vísu eru hrísgrjón algengasti mat- urinn og daglega á borð borin með öðrum rjettum, en þau eru höfð í staðinn fyrir kartöflur og brauð. Kínverjar borða lítið af branði, og ekki smjör eða mjólk, kjöt, eða annað af nautpening. Þeim finst það of gróft til matar, að borða kjöt af áburðardýrum. Þeí-s í stað borða þeir svínsflesk, alskonar fuglakjöt, kjúklinga, fisk margskonar og grænmeti. Bamb- ushnetur með kjötmat er líka fyrirtaksrjettur, og margir ljúf- fengir rjettir eru búnir til og framreiddir úr krabba, sveppum og ýmiskonar skelfiski. En hákarlauggar þykja þó mesta sælgætið. Það þykir ekki boðlegur veislumatur, ef hákarla- uggar eru ekki á borðum, enda eru þeir einn fínasti og dýrasti rjetturinn, sem völ er á þar í landi. — Kínverjar hafa skrítna mat- arsiði? — Þeir koma að minsta kosti Evrópumönnum nýstárlega fyrir. Venjulega er setið við kringl- ótt borð. Súpan er sett á mitt borð, og eru í henni alskonar jurt- ir, kjöt o. fl., eftir því hverrar tegundar hún er. Kringum súpu- skálina er svo raðað fjórum til sex rjettum á smádiskum. Hver maður hefir sinn disk og litla skál með soðnum hrísgrjónum, og hver tekur fyrir sig af þeim rjett-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.