Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 3
um, sem liami kýs í þeirri röð sem honum sjálfum sýnist. Þarna ern livorki hnífar nje gafflar á borðuin, heldur aðeins liinir marguintöluðu matteinar* sem auðkennandi eru fyrir Kín- verjana, og svo skeið, til þess að borða súpuna með. Það þarf töl'U- verða æfingu í því að kunna að fara með matteinana svo vel !-je, og það þykir. skortur á góðu uppeldi að vera klaufalegur. Dúfnaegg eru talin einn erfiðasti rjetturinn viðureignar. Það er ekki þægilegt að ,,klófesta“ hál eggin með mjóum teinum. Skeið íná þar ekki koma nálægt, og bannfært er að snerta matinn með höndunum. Það þvkir Kínverjum mesti ómenningarvottur. Kínverjar halda fast við æfa- gamlar venjur og kreddur og eru stoltir af. Það er heldur ekki laust við, að þeir líti niður á útlend- inga. En þeir fara vel með það, og sýna þeim. mikið umburðar- lyndi, er þeir reyna að venja sig við þeirra siði. Það er míii revnsla. Jeg verð að játa það, að jeg greip stundum til skeiðarinnar fjrrst í stað. Jeg held, að mjer sje óhætt að segja, að jeg hafi ekki verið fyrirlitin, heldur af- sökuð með því að jeg væri ,.bara útlendingur". I þessu sambandi dettur mjer í hug, að það liggur við, að maður skammist sín stundum fvrir að vera útlendingur innan um þessa fíngerðu menn. Þegar kvikmvnd- in Hiurik VIII. var sýnd á Amoy, vakti hún mikið hneyksli. Menn voru hreint og beint þrumu lostnir yfir því, hve ruddalegur einvald- urinn gat verið, er liann greip heilan kjúkling í hendurnar og nagaði! Eins ofbauð þeim, hve lirottalegi'i' livm var við kven- fólkið. Kínverjar eru vanir að hrósa sjer af því, að hjá þeim hafi matteinar verið til frá alda öðli, en Bretar hafi ekki þekt gaffla og hnífa fvr en á dögum Elísabetar drotningar! Það þvkir dónalegt að ljiika al- gerlega af fatinu, eða drekka til botns úr tebollanum. Vilji maður ekki aftur í bollann. iná maður ekki drekka úr honum, nema til LESBÓK MORGTTNBLAÐSINS hálfs, annars er altaf haldið áfram að bæta í hann. Þetta var eitt af því, sem jeg áttaði mig ekki á fyrst í stað. Það mætti bæta því við, er minst er á mataræði í Kína, að það hlýtur að vera liolt. T. d. hefir allur almenningur góðar tennur, börn sjást varla með skemdar tennur og gerfitennur eru afar sjaldsjeðai'. Tók jeg glögglega eftir þeim mismun sem er á þessu í Kína og víða í Ev- rópu strax á heimleiðinni. Fanst mjer sem önnur hver manneskja, er jeg átti tal við, t. d. í Leith, væri með gerfitennur. Og hjer finst mjer töluvert bera á skemd- um tönnum hjá börnum. Fólk lætur sjer líka ant um að hirða vel tennur sínar, og flestir hafa það fyrir sitt fyrsta verk á morgnana að bursta tennurnar. — Hvernig er samkvæmislífið? — Samkvæmi, eða te- og kaffi- boð, eins og hjer tíðkast, þekkjast ekki í Kína. Það þykir ekki við- eigandi að bjóða fólki nema í stærri veislur, þar sem 16—20 rjettir eru á borðum. I veislu er setið við kringlótt borð, en aldrei fleiri en 10 við hvert. Hrísgrjón eru ekki borin með veislumat. Hver rjettur er borinn inn, einn og einn í einu. En við disk hvers gests er lítil skál með þurkuðum og söltuðum kjörnum úr melónu. Þessa kjarna muðlar maður á milli rjettanna. Vín er horið með mat, sem búið er 330 til úr grjónum. Er drukkið á und- an hverjum rjetti. Kínverjar eru yfirleitt ræðnir, en undir borðum, meðan matarius er neytt, er heldur lítið talað. — Hafa Kínverjar enn skömm á því að vinna? — Það vill enn brenna við lijá sumuni, að óvirðing þvki að því að vinna. Eins og jeg mintist á áðan, mega liúsmæður t. d. helst ekki snerta neitt sjálfar. En nú er þetta að breytast. T. d. er börn- unum innrætt það í skólunum, að það sje engin skömm að því að vinna. Og þau eru látin þvo gólf, vinna í görðum og margt fleira, til þess að uppræta þá hugsun hjá þeim, að finnast sjer vera mis- boðið með því að hafa eitthvað fyrir stafni. — Er ekki meira dálæti á son- um en dætrum? — Það kann að vera. Feður láta sjer mjög umhugað um, að eignast svni, er geti haldið við nafni ættarinnar á jörðinni, því að það má með engu móti deyja út. í sambandi við það er for- feðradýrkuniii, sem útlendingum í Kína kemur mjög einkennilega fvrir sjónir. En nú orðið er dætrum og sonum gert jafn hátt undir höfði á flestum sviðum. — Tíðkast hjónaskilnaðir í Kína? — Já, í seinni tíð eru hjóna- skilnaðir orðnir tíðir í Kína. En FRAMH. Á BLS. 343. Frá Amoy. Á myndinni er hof, sem er skamt frá háskólanum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.