Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 341 leyfið tekið aftur, er það koni í ljós, að hann var svertingi af þrælakyni. En hann ljet það ekki á sig fá heldur fór að leita sjer atvinnu og byrjaði áður en langt um leið starfrækslu lítils þvotta- liúss. Næsta ár komst hann að í Simp- son College (Indianapolis). Þegar hann var búinn að borga innritun- argjaldið, átti liann nákvæmlega 10 skildinga, það var aleigan, og í heila viku varð liann að lifa á maísgrjónum einum saman. I þrjú ár vann hann fyrir brauði síuu jafnhliða því sem hann stund- aði námið. Árið 1890 fluttist hann í há- skólann í Iowa, og lauk þar bú- fræðiprófi fjórum árum síðar, án þess að hafa fengið eyris styrk til námsins. Þótti svo mikið til um þetta afrek hans, að honum var boðið að taka við dósentsembætti við háskólann, strax að afloknu ]>rófi. itlu síðar var hann kallaðui' til Tuskegee af Booker T. Washington, og Carver hlýddi kallinu'. Hann sá, að þar voru mikil möguleikar fyrir hendi, til að hjálpa kynflokki sínum. Ilafði hann sjerstaklega, og sjer til mikillar sorgar, veitt því eftir- tekt, að bómullarekrurnar voru að eyðileggjast og verða að engu af óviturlegri meðferð. Og bændurn- ir að komast á vonarvöl, ofþjak- aðir af skuldabyrðum. Fyrst og fremst isetti hann sjer það markmið, að fá bændurna til þess að hefja ræktun á ný.jum af- urðum, sjerstaklega jarðhnetum og jarðeplum. Eftir að hann hafði fengið marga til þess, kom í ljós, að hann hafði ekki að sama skapi sjeð um eftirspurn eftir vörunni. IJppskeran eyðilagðist, og bænd- urnir komust í enn meiri örbyrgð en áður. Með brennandi áhuga fór hann nú að rannsaka, hvað hægt væri að búa til af útgengilegri vöru úr uppskerunni. Dag og nótt sást liann önnum kafimi á rannsóknar- stofu sinni. Og jafnskjótt og hann hafði gert einhverja uppfinningu, gaf hann hana frá sjer, til frjálsra afnota fyrir mannkynið, án þess að láta sjer detta í hug, að krefj- ast sjerleyfis sjálfum sjer til handa. Hvað eftir annað var hann hvattur til þess að taka þátt í víð- tækari vísindastarfsemi, en hann ljet aldrei tilleiðast, var aldrei fáanlegur til þess að yfirgefa Tuskegee. Tvær Ijósmyndir hengu í stofu lians, sem Thomas Edison hafði sent honum í virðingarskyni. ,,Aðra“, var hann vanur að segja, „sendi Edison mjer, þegar hann bauð mjer að vinna með sjer á vinnustofu sinni, en hina, þá stærri, gaf hann mjer, er jeg sagði honum að örlögin hefðu sett mig í Suðurfylkin og jeg gæti ekki for- svaraði það fyrir drottni mínum. að fara til Norðurfylkjanna“. I annað sinn kom það fyrir, að liann hafnaði, af sömu ástæðum, tilboði um 100 þúsund dollara. ITuskegee gekk það litla, sem hann vann sjer inn, fljótt til þurðar, þar sem hann kostaði marga, bæði „hvíta“ og „svarta“ stúdenta, svo að þeir gætu haldið áfram námi. En hann gætti þess jafnan, að láta ekki nafns síns getið við þá góðgerðarstarfsemi. Enn þann dag í dag gengur hann í svörtu alpakka fötunum sínum, sem virðast oft all-snjáð í samanburði við hálshnýti lians, sem hann vefur sjálfur úr eigin efni. Eitt af því fyrsta, sem dr. Car- ver tókst á hendur, er hann kom til Tuskegee, var að taka 19 dag- sláttur af einu óræktarlegasta landinu í Alabama til ræktunar upp á eigin spýtur. Þrátt fyrir bestu ræktunaraðferðir, höfðu að jafnaði tapa.st rúmir 16 dollarar á dagsláttu af landi þessu. En dr. Carver tókst á fyrsta ári að fá 4 dollara í tekjur af hverri dag- sláttu, og síðar fekk harm tvær uppskerur á ári af sætum jarð- eplum og hafði í hreinan gróða 78 dollara á dagsláttu. Peningar höfðu enga þýðingu fýrir dr. Carver. Nokkrir auð- ugir ekrueigendur áttu einu sinni í mikilli baráttu við jarð- hnetusýki. Þeir sendu dr. Carver sínar sýktu plöntur, en hann gaf strax rjetta sjúkdómslýsingu og kendi þeim örugt ráð við sýkinni. Þó sendu þeir lionum ávísun upp á 100 dollara og lofuðu honum vissum mánaðarlaunum, ef hann vildi hafa eftirlit með ekrunum. En hann sendi ávísunina um hæl aftur, og sagði, að guð heimtaði ekkert í staðimi fyrir að láta hnet urnar vaxa, og að hann vildi eng- in laun hirða fyrir að lækna þær. Childer spurði dr. Carver einu sinni, hvernig honum gæti dottið svona margt undravert í hug. Þá svaraði hann: Jeg fer á fætur á hverjum morgni kl. 4, til þess að vera einn í ró og næði úti í náttúrunni, sem jeg elska af öllu hjarta. Þar safna jeg jurtum og sökkvi mjer niður í viðfangsefnin, hlusta eftir því sem náttúran hefir að segja mjer. Þarna úti í sofandi skóginum er jeg næmastur fyrir og skil best þau verkefni, sem gnð ætlar mjer að leysa“. Nú er dr. Carver forstöðumaður ,,The Department of Agricultural Research“. og hefir þannig á hendi æðstu stöðu í þágu land- búnaðarvísindanna í Bandaríkjun- um. (Úr „Auslese"). EYRUN MÁLUÐ RAUÐ Lögreglustjórinn í Búkarest hefir lagt þá tillögu fyrir stjórnina, að allir sem geri sig seka í vasaþjófnaði oftar en einu sinni skúli fá þá refsingu fyrir, að eyru þeirra verði máluð rauð. Stórblaðið Times er mjög mót- fallið þessari ráðstöfun, segir, að því megi ekki gleyma, að mörgum sje það eðlilegt að hafa rauð eyru. Að minsta kosti verði erfitt að þekkja vasaþjóf með máluð eyru frá feimnum pilti í heitu herbergi! Nei, segir blaðið. Þá sje betra að mála nefin á vasaþjófunum blá. Með því móti sje ráðið fram úr vandamálinu með vasaþjófana. En nú vill svo til, að það er mjög títt að sjá blá nef gægjast upp iir stórum krögum eða undan stórum hattbörðum á köldum vetr- ardegi á hinum norðlægari breidd- argráðum. Kæmi ungverska lögreglan á þær slóðir fyndist henni sjálfsagt mikið um vasaþjófa þar. ef fara ætti eftir blánefjunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.