Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 1
JfHoraMwMaðsÍíts 43. tölublað. Sunnudaginn 7. nóvember 1937. XII. árgangur. Hi .AÐBÆJARSKIPIÐ Vil Kertemindefjörðinn á Norð- urfjóni er fagurt um að litast. Landið er þar víða ekki eins flatt og sumstaðar annarsstaðar í Danmörku, en þar skiftas't á hól- ar og lautir, akrar gulir og græn- ir skógar, og inn í þessa frjó- sömu fegurð skerst fjörðurinn. I bænum Kerteminde býr mað- rr, sem margir kannast við lieima á Islandi, málarinn Jóhannes Lar- sen, einn af helstu listamönnum okkar Norðurlandabúa. Hann hef- ir tvívegis ferðast á íslandi og teiknað margar myndir í útgáfu Dana af íslendingasögunum. Ef þjer megið vera að því að koma yfir á Fjón, þá skal jeg sýna yður eyjuna, sagði hann við mig um daginn, er við hittumst í Höfn — og jeg þakkaði fyrir gott boð og fór. Við ferðuðumst svo um Fjón í nokkra daga, skoð- uðum borgir og bæi, listasöfn og forngripasöfn, og síðast en ekki síst guðs grænu náttúru, sem er óvenjulega græn og frjósöm þar, borið saman við aðra hluta Dan- merkur. Margt ber þarna merkilegt fyr- ir augu ferðamannsins bæði nýtt og gamalt, því Danir eiga sögu, sem nær um tíu þúsund ár aft- ur í tímann. Svo gömul eru hin fyrstu spor, sem fundist hafa eft- ir menn á þessum slóðum. Hjer mun jeg þó ekki reyna að segja frá nema einu af því, sem fyrir augu bar, fjórða og síðasta dag- inn, sem jeg dvaldi á Fjóni: vík- A FJONI. Skipið í glerhöllinni, Eftir RagnarÁsgeirsson ingaskipinu. í Ladby við Kerte- minde-f jörð. Skammt frá firðinum er hóll einn allmikill, en þó ekki neitt að. ráði frábrugðinn öðrum hól- um við fjörðinn. Þó hann sje að vísu ekki hár, er samt víðsýnt af honum í allar áttir yfir sveitina og fjörðinn. Lyfsali einn frá Odense, Ilel- weg Mikkelsen, sem hefir lagt stund á fornfræði í hjáverkuny, þar sem það er til sýnis. fjekst við rannsóknir þarna og gróf upp nokkrar grafir frá vík- ingaöldinn fast við hólinn 1933 og 1934. Við áframhaldandi rann- sóknir í hólnum rakst hann á nokkra járnnagla sem lágu í röð- um sem fjarlægðust þegar innar dró í hólinn, og hann þóttist und- ir eins viss um, að þarna væri um skip að ræða; enda þótt fornfræð- ingar danskir hjeldu því fram, að siður sá að heygja menn í skipi hefði aldrei tíðkast í Dan- mörku, Við nánari rannsókn kom svo í ljós, að lyfsalinn hafði rjett fyr- ir sjer; hóllinn var ekki náttúru- smíði, heldur orpinn haugur, þar sem vænta mátti að mikill höfð- ingi væri heygður ásamt miklum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.