Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Page 2
346 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS _____ Leifar af reiðtýgjum í Hlaðbæjarskipinu. auðæfum, svipað og átti sjer stað við Oseberg og Gokstad, sem frægt er orðið. Og nú tók þjóðminjasafnið danska við rannsókninni undir stjórn sinna færustu manna og var unnið að greftinum 1935 og 1936. Hefir haugurinn verið hol- aður innan og verið bygður skáli yfir skipið og haigurinn síðan verið færður í samt lagt aftur hið ytra. Svo nú er hann útlits eins og hann var áður. að öðru leyti en því, að efst eftir endilöngu eru gluggar á, svo að nú fellur birtan yfir skipið, þar sem það liggur óhreyft eins og það var. Þykir þessi fornleifafundur með þeim merkilegustu. sem Danir eiga, þó margt eigi þeir merki- legt á þessu sviði. Dýrt hefir verkið orðið, eins og gefur að skilja^ en svo inikla eítirtekt hef- ir þessu fundur vakið, að kostn- aðurinn liefir að mestu leyti end- urgreiðst á þessu ári, með að- gangseyrinum, 50 aurum fyrir hvern fullorðinn mann. Nú er þarna stöðugur straum- ur manna, sem ganga í hauginn og í kringum skipið að skoða ]>að. Það er um 66 fet á lengd, en aðeins 9 fet þar sein það er breiðast, og hefir auðsjáanlega verið bæði hrað-kreitt og hættu- legt skip. Til samanburðar má geta þess, að bæði norsku skipin eru jafnlöng því danska, en 6 fetum breiðari. Að einu leyti urðu Danir fyr- ir miklum vonbrigðum í sambandi við þennan fornleifafund: Það kom í ljós að haugurinn hafði verið rofinn og alt verðmæti það- an tekið. Þó fundust í þeim hluta skipsins, sem grafhýsið var, um 500 „númer“ — brot og leyfar af ýmsu, er ræningjarnir hafa haft á brott með sjer, þar á meðal víravirkisbrot úr gulli og silfri, sem talið er að hafi verið til skrauts á klæðum haugbúans. En við könnumst líka við þetta úr fornaldarsögunum, að vai-kir menn stunduðu. þetta sem nokkurskon- ar „sport“ að ganga í hauga og „glíma við haugbúann“ og hafa þaðan góð vopn og annað verð- mæti. Þarna er dæmi upp á að slíkt hefir verið gert og t. d. fanst ekki eitt bein af höfðingj- anum við rannsóknina á haugin- uin og þykir það sanna, að hann hafi verið dreginn úr liaugnum, út í dagsbirtuna, til þess að liægt væri að ná í alt sem verðmætt var. Og af ýmsum líkum má draga þá ályktun, að þarna hafi verið um stórkostlegt verðmæti að ræða. Við þekkjum að heiman, að menn voru lieygðir ásamt hesti sínum, svo að ekki þyrfti hinn framliðni að fara gangandi á fund Óðins. En Hlaðbæjarhöfð- inginn hafði 11 reiðskjóta með sjer. Liggja beinagrindur ]>essara hesta allra fram í skipinu, og hjá þeim járnöxi, sem ætla má að þeir hafi verið höggnir með. Bein hestanna eru sögð benda á svip- aða stærð og þá, sem íslenskir hestar hafa nú. Einn liggur hest- urinn nálægt grafhýsinu og er hann með leifum af reiðtýgjum; ætla menn að sá hafi verið uppá- haldshestur höfðingjans. Hjá reið- týgjunum fanst ein gullplata, lít- il, útgrafin, og ætla menn að hún sje aðeins ein af fjöldamörgum, en allar hinar hafa ræningjarnir haft á brott með sjer. Innanum hestabeinagrindurnar liggja 4 beinagrindur af hund- um og þar hjá fanst lítill hlut- ur úr bronsi, gerður af mikilli list, alsettur samskonar línu- skrauti og rúnasteinarnir hjá Jellinge. Þykir þessi hlutur sanna, að haugurinn hafi verið orpinn kringum árið 950; en hlut- ur þessi er eiginlega handfang fyrir tauma, sem hundunum var haldið með. ístöð úr járni fund- ust þarna, skreytt með silfri, gjarðaliringjur og spori, en of- an á þessu lágu reiðföt. Er ekki loku fyrir skotið, að fleira finn- ist þarna, því þetta er enn ekki rannsakað til hlítar. En nálægt skijiinu fundust 45 örvaroddar á einum stað, og er haldið að ræn- ingjarnir liafi týnt þeim þar. Eru þeir úr járni og biturlegir mjög. Þá hefir og fundist hjá graf- húsinu stykki úr trje, 70X50 sm. að stærð, með máluðu skrauti á. Ekki vita menn enn, úr hverju þetta stykki er, hvort það sje úr hásæti, eða úr skildi, menn halda jafnvel að það sje úr þilju og að grafhýsið hafi alt verið málað þannig að innan. Óhemju vinnu og þolinmæði kostaði það að pensla moldina af þessum trje- bút og að vernda það frá skemd, er það var búið. Litirnir eru: gult, rautt, grænt og blásvart, og þykir ]>essi gripur hinn merki- legasti. Drekahöfuð hefir verið á skip- inu og í stafni lá akkerið með stuttri járnkeðju og leifum af kaðli. Akkerið er 130 em. á lengd, og er það hið stærsta, sem fund- ist hefir á Norðurlöndum frá vík- ingaöldinni, og er það úr járni. Tilkomumest er að líta eftir endilöngu skipinu þarna í haug- inum og gefur það góða hugmynd um greftrunarsiði stórhöfðingja til forna. Um skipið sjálft er þó það að segja: að þó maður sjái það þarna með eigin augum, þá er í raun og veru ekkert eftir af því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.