Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 Alt trje er löngu fúið og burtu horfið. En járnnaglarnir segja til nm breidd og lengd og lögun þess alla. Hver og einn einasti nagli í skipinu hefir verið mæld- ur og fengið sitt númer á teikn- ingu og síðan hallamældur. Svo hvenær sem efni fást til er hægt að byg^ja langskip nákvæmlega eins og þetta laugskip var. Að viðurinn var nieð öllu burtu horf- inn halda menn að komi til af því, að þarna er sandur undir, en enginn leir; en það var leirinn sem verndaði norsku víkingaskip- in. Maðor fyllist aðdáun yfir af- rekum fornfræðinganna dönsku, |>egar niaður gengur í hauginn í Illaðbæ og sjer langakipið með þeim fonm leifum. sem náræn- ingjarnir skildu eftir í ])ví. Ótrú- lega nákvæmni og þolinmæði þarf við slíkt. Skóflan er ekki þeirra verkfæri — eins • og hjá körlun- um sumum heima — heldur smá skeið og hárfínn pensill. En þeir liafa líka með þessu móti getað leitt margt fram úr svörtustu forneskju, til þess að við hinir getum sjeð það í meiri birtu en áður. 18. okt. 1937. Ragnar Ásgeirsson. Legsteinn Sveins Pálssonar læknis í Vík, Nauðungaruppboð var haldið nýlega í Danmörku, og meðal hinna ýmsu muna, sem bjóða átti upp, var gamall Ford vörubíll. Bíllinn var kominn mjög til ára sinna, en varð þó ekið — hann var seldur á 2 krónur. í borginni Plymouth á Eng- landi kom það einu sinni fyrir í sumar, þegar heitast var, að ung stúlka tók sjer far með al- menningsvagni. Hún var klædd í stuttbuxur í staðinn fyrir pils, vegna hitans. Síðan þetta kom fyrir hefir ekki verið haldinn einn einasti fundur í bæjarstjórn Plymouth- borgar, svo að atburður þessi hafi ekki verið ræddur á fundinum. Bæjarfulltrúarnir geta ekki orðið á eitt sáttir nm, hvorf leyfilegt sje fyrir ungar stúlkur að taka sjer far með almenninosvögnum, ef þær eru klæddar stuttbuxum. Sveinn Pálsson læknir og nátt- íirufræðingur — með þeim mestu, sem lifað hafa á Islandi — fæddist árið 1762 og andaðist 1840. Hann bjó mikinn hluta æfinnar í Vík í Mýrdal og var greftraður í himim gamla Reyniskirkjugarði. Sá grafreitur var síðan lagður niður, er kirkjan fluttist, og sljett- aður út; týndist við það „leiði" Sveins og vissu menn lengi vel eipi nákvæmlega, hvar verið hafði í garðinum, nema eftir óljósum sögnum. Er Gísli Sveinsson (sem er dótt- ursonar sonur Sveins Pálssonar) settist að í Vík sem embættismað- ur, hóf hann rannsókn um þetta mál, og eftir ýmsuin leiðum tókst honum að komast að óy<rgjandi niðurstöðu um. hvar Sveinu Páls- son hefði jarðsettur verið. Var síð- an hafist handa og staðurinn af- markaður; ljet sóknarnefnd setja girðingu um gamla kirkjugarðinn allan og var leiði Rveins gert upp í þessum aftur friðaða reit, sem nú er einnig byrjað að gróður- setja í trje. — Gísli sýslmaður fekk þá menn austur í Hornafirði til að afla þar legsteins af berg- tegund þeirri, sem Sveinn Páls- son fann hjer fyrstur — gabbró — og steinninn tekinn að mestu leyti eins og hann var „tilsnið- inn" af náttúrunni; var hann fluttur fyrst til Reykjavíkur til áletrunar og því næst til Víkur. Er steinn þessi nó reistur á leg- stað Sveins Pálssonar, og mun það varna því, að staðurinn týnist að nýju. (Er í leiðið lögð tilhöggvin hella allmikil, þar á settur steinn meðalstór og ofan á hann sjálfur steinvarðinn áletraður; em þeir báðir af gabbró). Nokkur kostnaður varð af ráð- stöfunum þessum, en til þess að standast hann, lagði (auk G. Sv.) Náttúrufræðif.ielagið í Reykjavík o. fl. fram dálitla fjárhæð. Árið 1940 eru liðin 100 ár frá dauða Sveins Pálssonar og má gera ráð fyrir, að hans verði þá Legsteinniim. i-ækilega minst, ekki síst af kunn- áttumönnum í náttúrufræðum. En ógefið er út ennþá hið mikla dag- bókasafn hans, sem vísindamenn telja með því allra merkasta, sem ritað hefir verið um náttúruat- hugun hjer á landi og að sumu leyti langt á undan ]>eim tínia, er hann lifði. Átti hann þó einatt við erfið og ónæðissöm kjör að búa, við em- bættisannir, rannsóknir, ströng ferðalög (um Suðurland og eink- um Skaftafellssýslur), og loks um- fangsmikinn búskap. — Sveinn var, eins og kunnugt er, kvæntur Þórunni dóttur Bjarna landlæknis Pálssonar og Rannveigar Skúla- dóttur (landfógeta Magnússonar). „Snjómennirnir" í Himalaya eru bjarndýrategund. Breska blaðið „The Daily Tele- graph" gerir nýlega að umtals- efni hinn svonefnda „snjómann", sem á að eiga heima í Himalaja. Breska blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að hjer sje um að ræða bjarndýrategund eina, sem eigi heima í Himalajafjöllum og sem sje mjög risavaxin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.