Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 Alt trje er löngu fúið og burtu horfið. En járnnaglarnir segja til um breidd og lengd og lögun ]>ess alla. Hver og einn einasti nagli í skipinu hefir verið mæld- ur og fengið sitt númer á teikn- ingu og síðan hallámældur. Svo hvenær sem efni fást til er hægt að byggja langskip nákvæmlega eins og þetta langskip var. Að viðurinn var með öllu burtu horf- inn halda menn að komi til af því, að þarna er sandur undir, en enginn leir; en það var leirinn sem verndaði norsku víkingaskip- in. Maður fyllist aðdáun yfir af- rekum fornfræðinganna dönsku, ]>egar maður gengur í hauginn í Hlaðbæ og sjer langskipið með þeim fornu leifum, sem náræn- ingjarnir skildu eftir í því. Ótrú- lega nákvæinni og þolinmæði þarf við slíkt. Skóflan er ekki þeirra verkfæri — eins • og hjá körlun- um sumum heirna — heldur smá skeið og hárfínn pensill. En þeir liafa líka með þessu móti getað leitt margt fram úr svörtustu forneskju, til þess að við hinir getum sjeð það í meiri birtu en áður. 18. okt. 1937. Ragnar Ásgeirsson. Nauðungaruppboð var haldið nýlega í Danmörku, og meðal hinna ýmsu muna, sem bjóða átti upp, var gamall Ford vörubíll. Bíllinn var kominn mjög til ára sinna, en varð þó ekið — liann var seldur á 2 krónur. * í borginni Plymouth á Eng- landi kom það einu sinni fyrir í sumar, þegar heitast var, að ung stúlka tók sjer far með al- menningsvagni. Hún vár klædd í stuttbuxur í staðinn fyrir pils, vegna hitans. Síðan þetta kom fyrir hefir ekki verið haldinn einn einasti fundur í bæjarstjórn Plvmouth- borgar, svo að atburður þessi hafi ekki verið ræddur á fundinum. Bæjarfulltrúarnir geta ekki orðið á eitt sáttir um, hvort* leyfilegt sje fyrir ungar stúlkur að taka sjer far með almenningsvögnum, ef þær eru klæddar stuttbuxum. Legsteinn Sveins Pálssonar læknis í Vík, Sveinn Pálsson læknir og nátt- úrufræðingur — með þeim mestu, sem lifað hafa á Islandi —- fæddist árið 1762 og andaðist 1840. Ilann bjó mikinn hluta æfinnar í Vík í Mýrdal og var greftraður í hinum gamla Reyniskirkjugarði. Sá grafreitur var síðan lagður nlður, er kirkjan fluttist, og sljett- aður út; týndist við það „leiði“ Sveins og vissu menn lengi vel eigi nákvæmlega, hvar verið hafði í garðinum. nema eftir óljósum sögnum. Er Gísli Sveinsson (sem er dótt- ursonaf sonur Sveins Pálssonar) settist að í Vík sem embættismað- ur, hóf hann rannsókn um þetta mál, og eftir ýmsum leiðum tókst honum að komast að óyggjandi niðurstöðu um, hvar Sveinn Páls- son hefði jarðsettur verið. Var síð- an hafist handa og staðurinn af- markaður; ljet sóknarnefnd setja girðingu um gamla kirkjugarðinn allan og var leiði Sveins gert úpp í þessiun aftur friðaða reit, sem nú er einnig byrjað að gróður- setja í trje. — Gísli sýslmaður fekk þá menn austur í Hornafirði til að afla þar legsteins af berg- tegund þeirri, sem Sveinn Páls- son fann hjer fyrstur — gabbró — og steinninn tekinn að mestu leyti eins og hann var „tilsnið- inn“ af náttúrunni; var hann fluttur fyrst til Reykjavíkur til áletrunar og því næst til Víkur. Er steinn þessi nú reistur á leg- stað Sveins Pálssonar, og mun það varna því, að staðurinn týnist að nýju. (Er í leiðið lögð tilhöggvin hella allmikil, þar á settur steinn meðalstór og ofan á hann sjálfur steinvarðinn áletraður; ern þeir báðir af gabbró). Nokkur kostnaður varð af ráð- stöfunum þessum, en til þess að standast hann, lagði (auk G. Sv.) Náttiirufræðifjelagið í Revkjavík o. fl. fram dálitla fjárhæð. Árið 1940 eru liðin 100 ár frá dauða Sveins Pálssonar og má gera ráð fyrir, að hans verði þá Legsteinninn. rækilega minst, ekki síst af kunn- áttumönnum í náttúrufræðum. En ógefið er út ennþá hið mikla dag- bókasafn hans, sem vísindamenn telja með því allra merkasta, sem ritað hefir verið um náttúruat- hugun hjer á landi og að sumu leyti langt á undan þeim tíma, er liann lifði. Átti hann þó einatt við erfið og ónæðissöm kjör að búa, við em- bættisannir, rannsóknir, ströng ferðalög (um Suðurland og eink- um Skaftafellssýslur), og loks um- fangsmikinn búskap. — Sveinn var, eins og kunnugt er, kvæntur Þórunni dóttur Bjarna landlæknis Pálssonar og Rannveigar Skúla- dóttur (landfógeta Magnússonar). „Snjómennirnir“ í Himalaya eru bjarndýrategund. Breska blaðið „The Daily Tele- graph“ gerir nýlega að umtals- efni hinn svonefnda „snjómann“, sem á að eiga heima í Himalaja. Breska blaðið kemst að þeirri niðurstöðu, að hjer sje um að ræða bjarndýrategund eina, sem eigi heima í Himalajafjöllum og sem sje mjög risavaxin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.