Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Side 4
348 LESBÓK MOKGUNBLAÐSINS___ S, B. r A miðju Atlantshafi. Lífið um borð í Dettifossi Gjaldeyrishöftin eru sett til að torvelda alla frjálsa verslun — þess vegna eru þau ranglát! Jeg segi pass! Skál! Þessar þrjár upphrópanir eru almennar meðal farþega um borð í íslensku skip í andrúmslofti sjó- veikisþjáninga, saknaðar og eftir- væntinga, þegar þeir eru að koma eða fara vfir hafið, sem skilur ís- land frá öðrum löndum. Þeir, sem eru þess umkomnir að geta rekið af höndum sjer allan krankleika langrar sjóferðar, drepa tímann með því að skeggræða um pólitík — aðallega milliríkjaverslun og fjármál — spila á spil og drekka bjór. Þessi starfsemi lvir fólk furðanlega, svo margir ganga sliguppgefnir til livílu og ^vefns, þó þeir hafi ekki afkastað öðru en að eyða tímanum — enda var tilgangurinn líka sá. Skeggræðnin hefst í hógværð og vináttu, en endar, ekki all- sjaldan í ofstopa orðkvngis og hvínandi hávaða. Jeg hevrði menn hnakkrífast um það í fúlustu alvöru á miðju Atlantshafinu, hver væri í raun og veru meiri íþróttamaður: sá, sem hæri af og ynni skýlausan sigur á íþróttamótum, eða hinn, sem tapaði í hverri keppni og reyndi þó jafnan aftur. Því var haldið fram af öðrum málsaðila, að sá sem tapaði væri heppilegri íþróttamaður heldur en hinn, sem ljeti bugast strax og einhver stæði honum framar. Aðalatriðið fvrir íþróttamanninn væri að kunna að tapa — en ekki hitt: að safna medalíum, breiða þær þvert yfir brjóstið og láta svo mynda sig. Hinn málsækjandinn barði í borðið og staðhæfði að sigurveg- arafýkn íþróttamannsins væri mergur málsins — væri nauðsyn- leg til að halda honum vakandi og glæða vilja og viðleitni og vekja metnað þeirra, sem enn væru áhorfendur. Þetta var mikið hitamál. Góðgjarn og skýr, eldri maður, ljet sjer um munn fara — ef til vill í einhverju gáleysi — að aldrei hefði íslenska þjóðin átt jafn efnilegt æskufólk og nú, og þes< vegna bæri að varðveita taug- ar þess, því á þessum skarkala- tímum væri taugum ungu kyn- slóðarinnar mest hætta búin. Þetta lof um æskulýð lands vors þoldu menn misjafnlega að vonum, og því fremur sem það var eldri mað- ur og enginn flysjungur, sem þetta sagði. Varð mi uppi fótur og fit í leðurstólunum og horn- bekkjunum, kringum kaffiborðin í reyksalnum, og vildu allir tala og hafa betur — allir, sem mæltu á íslenska tungu. Hinir ljetu sjer nægja að þegja, brosa í kampinn og horfa á liandapatið og háreyst- ina í hrærðum og skapsterkum sálum. Auðvitað sögðu sumir, að þetta væri duglausasta æska, sem ís- land hefði alið, og því væri ekki mikils af henni að vænta .... Svo var aftur farið að spila og panta bjór, skrafa og tefla og gekk nú alt sinn vana, jafna, lát- lausa gang. En um kvöldið kom nýtt hitamál til umræðu — óvægið æsingamál um manngildi Edwards fyrverandi Bretakonungs og á?ta hans og frú Simpson. Aðalkjarni málsins var þessi: Gat hann bæði verið konungur hins breska heims- ' veldis og gengið að eiga Simpson 1 Nenti hann ekki að vera kóngur? Eða var hann kominn í svo arg- vítuga andstöðu við stjórn lands- ins og þjóðkirkjuna, að honum væri nauðugur einn kostur að segja af sjer? Hvað kom biskupn- um af Kantaraborg það við þó hann væri að fjölla við Simpson — eða hvað kom Baldwin það við ? Þetta varð flókið mál og niður- stöðulaust — því öllum veittist betur! Loks kom nóttin og alla dreymdi, að þeir væru konungar og drotningar, prinsessur og prins- ar, og elskuðu alt milli himins og jarðar — alt nema biskupinn af Kantaraborg. •¥ Aftur rann upp nýr dagur á Atlantshafinu, og sá dagur byrj- aði eins og allir aðrir dagar fyrir öllum farþegum í Atlantshafinu með því að borða, ef menn hafa þá þrek og manndáð til að ynna þau skyldustörf mannlegs lífs sómasamlega af höndum. Á því vill oft verða nokkur brestur — því sumir „fíla sig svo illa til sjós“, eins og ungfrú ein tók til orða í heimspekilegri borðræðu um eðli og upptök sjóveikinnar. Það er etið dómadags kynstur og skelfingar fyrn á öllum skip- um Eimskipafjelagsins, alt framan úr borðsölum háseta og kyndara aftur á annað farrými — eða rjett- ara sagt; Fólkinu er borinn svo mikill matur, að slík eru engin hliðstæð dæmi meðal íslendinga. Og maturinn er bæði dýr og vel til hans vandað — dýr í innkaupi og dýr í sölu. Fæði á II. farrými kostar 5 krónur á dag, en á I. farrými 8 krónur. Og vissulega má borða mikið fyrir 8 krónur. Vistráðning skipshafnanna mið- asl við frítt fæði, og fæði starfs- fólks Eimskipafjelagsskipanna er, að kunnugra dómi, fjölhæfara og betra en kostur skipshafna á öðr- um fiski- og farþegaskipum Is- lendinga — og er þó víða ekki til þess’ sparað. En yfirburðir Eim- skipanna í viðurgerningi stafa af því að í þeim er opinber matsala

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.