Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 349 — þau eru fljótandi gistihús — og raunverulega borða allir sama matinn, þó misjafnlega snyrtilega sje hann framreiddur og á horð horinn. Munurinn er mestur í um- búðunum. I stuttu máli sagt: Það er borð- að vel á Eimskip. Og milli landa linna margir hinir lieilsuhraustari farþegar ekki á bjórþambinu frá því um hádegi og langt fram á kvöld. — Og því meira sem fjar- lœgist Frónið og nær dregur meg- inlandinu er hert á róðrinum. Menn keppast um að bjóða öl — og kröftugar veigar. Þá eru allir góðum efnum búnir. Og fínt fólk móðgast, ef ekki er drukkið hjá því. En svo kemur skilnaðarstund- in, og yfir henni hvílir altaf einn skuggi það er: uppgjör matar- reikningsins. Það er bæði fróð- legt og meutandi að virða fyrir sjer hvernig menn taka matar- reikningnum, seni í æði mörgum tilfellum eru þjettskrifaðir talna- og vörutegundadálkar, er fylla framhliðina á stóru eyðublaði. Efsta línan er fæði í svo og svo marga daga — en hinar tölurnar er hegning og baknag bjórsins — timburmenn pyngjunnar, sem eru flestum timburmönnum örlagarík- ari. Fvrstafarrýmisfarþegar eru vf- irleitt veraldarvanari og getu- meiri en þeir, sem ferðast á öðru farrými og taka því smá fjár- hnekkjum með yfirskinsmikilli karlmensku og hirðuleysislegu jafnaðargeði. En sakir vanheilsu eða hjegómagirni slæðist altaf nokkuð af lítið fjáðu fólki, sem líka verður að borga — og fyrir það er þetta enn tilfinnanlegra. Á haustin er annað farrými ínest skipað skólafólki og útlend- um eftirlegukindum. Tslenskt iiámsfólk býr flest við þröngan kost erlendis og veldur því bæði fátækt og gjaldeyrisörðugleikar. Sumir eiga fyrir að lifa allan vet- urinn á káli og súpum og neita sjer um alt annað en draga fram lífið. En á leiðinni „niður“ drekka þeir öl .... Þegar að skuldadeg- inum kemur, er sá „dúx“, sem hæstan hefir ölreikninginn, en sá „fúx“, sem minst hefir drukkið. I þessari einkanagjöf er fúxinn liinn hamingjusami maður. Fyrsta farrými er farrými kaup- sýslumannanna og sendisveina við- skiftalíf-ins. En hjer flýtur og oft með einkennilegt fólk, sem siglir vfir liafið í misjöfnum tilgangi. I þetta skifti var í förum með Detti- fossi hartnær áttatíu og tveggja ára gamall Hornfirðingur. Hann var ungur að vallarsýn, en þögull og fáskiftinn. Saga hans var á þessa leið: Hann var trjesmiður að iðn og atvinnu og flutti úr Hornafirði til Vopnafjarðar nokkru fyrir alda- mótin. Þar kvæntist hann og átti einn son með konu sinni. En svo dó konan og smiðurinn flutti vest- ur um haf með soninn ungann. Þar 0 lagði hann fyrir sig húsasmíði og ljet son sinn ganga í skóla. Honum sóttist námið vel og þótti smiðs- sonurinn hinn gjörfulegasti mað- ur, er mundi eiga glæsilega fram- tíð. En að loknu háskólaprófi í lögfræði veiktist hann og dó. Smiðurinn hjelt áfram að smíða hús — hús vfir annara manna sonu. I vor voru liðin þrjátíu og tvö ór síðan smiðurinn úr Hornfirði fór vestur um haf — og í vor kom hann lieim í fyrsta og síðasta sinn til að sjá bernskustöðvarnar sínar, Hornafj örð. Jeg spurði gamla manninn, hvort hann hefði ekki staldrað við í Vopnafirði og kvaðst hann ekki hafa komið þangað — það hefði staðið svo illa á ferðum. „Og þó ætlaði jeg mjer að skoða leiði kon- unnar minna — en jeg var ekki viss um að jeg fyndi það. Það er svo langt síðan hún dó“, bætti hann við. Þessi einstæði ,gamli maður var að fara vestur til Winnipeg til að deyja — og með flestum milli- ferðaskipum fara einhverjir í sömu erindum og hann. — Lögregluþjónninn segir, að þjer hafið verið drukkinn og reynt að klifra upp í ljóskera- staur ? — Hvað átti jeg að gera, dóm- ari góður? Það voru fjórir krókó- dílar á hælunum á mjer. Tvö kvæði. Rökkurvöldin. Borgin vefst öll í blóma í bliki, við sólarlag. Ömar hníga í auðnir og andvarpa liðinn dag. Turnar og hvolfþök hverfa í kvnlegt móðudjúp. Vafið er alt liið ytra, sem innra, í dularhjúp. Jeg ræ út í rökkurvöldin og rýni’ on’í tæra lind. A fjallahnúkana liáu jeg horfi, sem spegilmynd. Dan Björni. Gestir. Eins og vorsinu frjálsu fuglar þið fóruð um, og kvödduð mig. Eitt bros á vör, eitt tár, sem titrar er teljandi eigi, fyrir þig. I fjarskanum ögra fjöllin bláu — þið fóruð um og kvödduð mig. Eitt tár sem fjell, hve fljótt það gleymist, ef framar ögrar torsótt leið. Annað tár, og augu döpur, þjer er það tæpast mikil neyð. En það er sumum, er sitja heima og sjá aðeins — hina bröttu leið. Með köldu brosi þið komið, farið, kveðjið og isyngið um vorsins þrá. I raunum fanginn raular í búri, reynir að syngja um fjöllin blá, sem hefir ’ann aðeins í huganum litið — hlustar og líkir eftir — með þrá. Dan Björni. Á Wrangeleyju, sem er við Síb- eríustrendur, hafa nýlega fund- ist merkilegar ísaldar fornleifar. Það er mammút-dýr, sem er meira en 6 metrar á lenmd og skrokk= urinn hefir geymst svo vel í ísn- um, að hann er alveg óskemdur. Þetta er fullkomnasta mamm- út-dýrið, sem nokkru sinni hefir fundi-t. Það verður nú flutt til Moskva til frekari rannsókna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.