Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 Lára. Fárra leið jeg fór þá eins og stundum. Fuglar sváfu, þoka lá á grundum. Úðinn bjó úr klettum háar hallir í hyllingum, sem smalar þekkja allir. Jeg var líka að smala fje — að smíða smíðisgrip, úr minjum fyrri tíða. Ástin var minn efniviður. Stundum er hún draumsjón mín í skógarlundum. En stöku sinnum er hún eins og kona og einmitt þessa nótt, þá var hún svona. Ó, guð! Þá fanst mjer himins engill anda á eftir mjer og sá þar konu standa. En, hvað hún heitir er minn eigindómur? — Nei, elsku! Það er hugarburður tómur, því hún er trygðarpantur unaðs ára, ástatára, hjartasára: L á r a! Þarna kom það, þögn er skáldi byrði; jeg þyrfti að segja meira, ef jeg þyrði. Og því þá ekki það? Er ástin annað en eilíft líf og hver fær hana bannað? Er fögur draumsjón dæmd af nokkrum guði þótt dægurflugan skinhelginnar suði? Beatrice og Lára lifa báðar, listasmíði gott og drottins náðar. Lára, þú ert langtum fegri en kvæði sem lífið sjálft er yndislegra en fræði. En, hvað með öðru er það gull og gæði guðdómleg og þó svo jarðnesk bæði. Yndislega saklaus er þín saga, syndug mín og þráðlaus alla daga. Og nú er þessi náðarstund á enda. Með næsta pósti mun jeg, vina, senda þetta barnalega, litla kvæði sem lifir kannske og geymir okkur bæði. Fyrirgefðu, fagra, kæra kona, kveðið gat jeg ekki betur en svona. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. Tvíbura- sögur. grátbrosleg. Betty og Mary Yartner eru tvíburasystur í Chicago, sem voru svo líkar, að foreldrar þeirra áttu oft bágt með að þekkja þær í sundur. Með hverju árinu sem leið urðu þær æ líkari, og þegar þær voru orðnar gjaf- vaxta og piltarnir farnir að líta þær hýru auga, urðu oft vand- ræði úr því, aS tilbiðjendurnir þektu þær ekki sundur. Þó keyrði fram úr hófi, er Mary trúlofaðist og kom að unnusta sínum litlu síðar, þar sem hann var að kyssa systur hennar. Pilt- urinn sór og sárt við lagði, að hann hefði haldið, að hann hefði verið að kyssa unnustuna sína. Enda kom það nú upp úr kafinu, að Betty var jafnhrifin af hon- um og unnusta hans. Þetta gaf tilefni til allskonar heilabrota, og sá varð endir á, að systurnar löbbuðu af stað til fegr- unarsjerfræðings og báðu hann að taka andlit þeirra til meðferðar og breyta þeim. Þær vildu forð- ast önnur eins óþægindi í fram- tíðinni! Sjerfræðingurinn varð við bón þeirra, og að uppskurðinum lokn- um var kartöflunefið á Betty orð- ið að ljómandi fallegu grísku kónganefi, og Mary búin að fá alt öðruvísi varir og höku. Þannig hvarf sá ásteitingar- steinn — en vei, unnusti Mary hvarf líka. Hann vildi ekki sjá Mary með nýja andlitið! * brosleg — Sumarið 1795 liittust lávarð- arnir Bristol og Beresford í Múnchen. Báðir voru þeir á ferða lagi um Evrópu, í leit að málverk um á einkasöfn sín. Sátu þeir að snæðingi á gistihúsi sínu í Mi'm- chen, er þeim var litið iit um gluggann, og sáu ungan mann í listamannabúningi ganga framhjá. — Kiigelgen | hrópuðu þeir báðir einum munni, og síðan spurði Bristol lávarður hinn, hvort hann þekti Kugelgen. —• Ójá, var svarið. — Jeg hitti hann fyrir skömmu í Róm og keypti af honum ljómandi fallega landslagsmynd. — Landslagsmynd ! sagði Brist- ol háðslega. — Hamingjan má vita, hver hefir selt yður það mál- verk. Kiigelgen niálar aldrei nein ar landslag*myndir. Beresford var uppstökkur ír- lendingur og vildi ekki játa það. að hann hefði ekki fengið mynd- ina hjá hinum rjetta K'igelgen. Ókst nú orð af orði, og lá við að lokum, að lávarðarnir færu í ein- vígi, til þess að gera út um mál- ið. Þó varð úr, að þeir fóru að ráðum vinar síns og ljetu sjei' nægja að veðja um 1000 pund. Síðan fóru þeir á vinnustofu Kiig- elgens og báðu hann að sýna sjer öll þau málverk, sem hann hefði á boðstólum. Listamaðurinn gerði það ineð ánægju, vissi, að þarna voru góð- ir viðskiftavinir. En sjer til undr- unar sá Beresford ekki eina ein- ustu landslagsmynd á meðal mál- verkanna. — Málið þjer engar landsiags- myndir? spurði hann. — Nei, það hefi jeg aldrei gert, var svarið. —• Og þetta segið þjer, herra minn, vitandi það, að jeg keypti af yður landslagsmynd í síðast- liðnum mánuði, sagði Beresford fokvondur. — Ekki af mjer, svaraði Ger- hard von Kiigelgen brosandi, — heldur af tvíburabróður mínum, Karl von Kúgelgen, sem er list- málari í Rómaborg. Við erum ná- kvæmlega eins að sjá. Móðir okk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.