Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1937, Blaðsíða 8
352 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þessi mynd var tekin þegrar sókn Francohersins stóð sein liæst á Norður-Spáni. Hermenn Francos hafa náð á sitt vald fjallavegi í grend við Gijon og fáni þjóðernissinnanna spönsku hefiv komið í stað íana rauðliða. ar á meira að segja bágt með að þekkja okkur í sundur. Þannig fór um þá þrætu. Tví- burabræðurnir gerðu það að verk- um, að hvorugur lávarðanna vann veðmálið. * sorgleg — jer er önnur saga um tví- bura — tvíburabræður, sem fjekk öllu átakanlegri endi, þó alt blessaðist vel, uns ástin kom til sögunnar, og bræðurnir feldu liug til sömu stúlkunnar: Henry og Tom áttu heima í Denver í U. S. A. Þeir *voru ná- kvæmlega eins, og ljeku oft á ná- ungann fyrir bragðið. T. d. ljetu þeir einu f-inni vaxa á sjer sítt skegg, og síðan fór Henry á rak- arastofu, til þess að láta raka af sjer skeggið. Ilann áminti rakar- ann um að nota beittan hníf, því að annars væri hann búinn að fá jafn sítt sþegg aftur, áður en klukkustund væri liðin. Rakarinn var nú ekki hræddur um það. En hann varð sem þrumu lostinn, þegar maðurinn, sem hann hjelt sig hafa sljettrakað stundu áður, kom inn í rakara- stofuna, með alskegg! Hann fjekk aldrei að vita, að þetta voru tvíburabræðurnir, að gera að gamni sínu, og enn þann dag í dag heldur rakarinn, að þarna hafi galdramaður verið að verki. * Bræðurnir lifðu saman í sátt og samlyndi til fertugsaldurs, og voru orðnir efnaðir og vel kyntir málfærslumenn í Denver. En þá vildi það til einn ólán‘dag, að Bessie Bolt varð á vegi þeirra, og báðir urðu þeir — líkir eins og venjulega — bráðástfangnir af henni. Nú keptust þeir um að hrífa hana, einmitt með því, sem ólíkt var hinum. Þeir hættu að ganga í eins fötum, eins og þeir höfðU áður gert, og brátt varð úr full- ur fjandskapur á milli þeirra. Einn góðan veðurdag hefir af- brýðissemin náð hámarki sínu, því að stúlkan og annar bróðir- inn fundust, skorin á háls, í íbúð þeirra, en hinn bróðirinn ráfaði þar um viti sínu fjær. Var hann fluttur á geðveikrahæli og reynd- ist ólæknandi. Enginn veit, hvor bræðranna var morðinginn. SÍMALÍNA TIL SÓLARINNAR. Amerískar hagskýrslur sýna, að í Bandaríkjunum eru 19 miljónir talsíma (einn á hverja sjö íbúa) og að 85 miljónir síintala fara fram daglega. I New York einni eru 2.375.000 símar og er það töluvert fleiri en allir símar í Frakklandi, sem liefir 42 miljónir íbúa. Los Angeles hefir fleiri síma en til eru í allri Afríku. Giskað er á, að alls sjeu til í heiminum 39 miljónir símaáhalda. Bandaríkin hafa þannig um helm- ing allra síma í heimi. Samanlögð lengd allra síma- lína í Bandaríkjunum er 93 milj. mílur. Ef allar væru saman í ein- um þræði, næði hann yfir vega- lengd, sem svarar frá jörðunni til sólarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.