Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 2
354 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Postulínsiðnaður Kínver ja. Eftir | frú Uddnýju E. Sen | Kínverskir sagnfræðingar á öll- um ölduni liafa skrifað um uppfinningu postufinsins, en margt af því er sögusögn ein. Þannig er sagt, að keisarinn Huang-ti, sem braust til valda 2697 f. Kr., og rjeði að sögn ríkjum í hálfa öld, liafi fundið upp postulínið, og að keisarinn Yu-ti-Shun hafi búið það til, áður en hann komst til valda árið 2255 f. Kr. En í þessu sambandi er þess að gæta, að frá aldaöðli hafa Kínverjar notað nafnið Tz'u (postulín) um alla hluti, sem hljómuðu, þegar í j)á var slegið, svo að líklega hefir þetta nafn fyrst verið notað yfir sjerstakar stein- og leirvörur. En hvað sem þessu líður, eru betri sannanir til fvrir því, að postu- lín hafi verið búið til á Han-tíma- bilinu1) (206 f. Kr. — 220 e. Kr.). En postulínsgerðin tók litlum framförum, þangað til Wei-tíma- bilið hófst (220-^265). Þá störf- uðu tvær verksmiðjur, sem bjuggu til postulín fyrir keisarahirðina. Það er ekki fyrr en í byrjun 20. aldar, að nokkur veruleg kynni fást af þessari iðju, og kínverskir rithöfundar minnast jafnvel lítið á postulínsgerð. Það stafar að öll- um líkindum af því, að fyrsti keis- ari Sheng T-Sing-tímabilsins (265 —419) revndi að brenna og eyði- leggja allar gamlar menjar, svo eftirtíminn teldi hann fyrsta keis- ara Kínaveldis. Þessi keisari hafði reyndar unn- ið þjóð sinni mikið gagn með því að verja hana gegn allskyns ó- þjóðalýð, sem ruddist inn í landið. Og það var hann, sem byrjaði á 2) Tímatal Kínverja hefir jafn- an verið miðað við valdatöku hifina einstöku kéisaraætta, og ems við byltinguna 1911, þ. e. a. s. uú er 26. ár kínverska lýðveldisins. kínverska múrnum.2) Þessi múr var 2000 km. á lengd, og eru enn til leifar af honum. egar farið var að leggja járn- brautir um Norður-Kína, og grafreitir og hellar voru grafnir upp, fanst mikið af leirmunum frá Han- og T’ang-tímabilunum (T’- ang-tímabilið 618—906) og tíma- bilunum þar á milli. Þessir munir eiga rót sína að rekja til þeirrar venju Kínverja, að láta búa til eftirlíkingar af öll- um þeim munum, sem þeir höfðu í kringum sig í lifanda lífi. Muni þessa vildr. þeir síðan láta setja í gröfina með sjer, til þess að geta haldið áfram samskonar lífsvenj- um og hjer á jörðu. Svipaðan sið höfðu norrænir fornmenn, eins og kunnugt er. Nú á dögum fullnægja Kínverj- ar þessari þrá sálarinnar með því að gera eftirlíkingar úr pappír af öllum hugsanlegum hlutum. Eftir- líkingar þessar eru síðan brendar á báli og eiga á þann hátt að ber- ast inn í annan heim. Frá listrænu sjónarmiði er það um þessa hluti að segja, að þeir sýna mjög mikla, leikni í eftirlíkingum og undravert hug- sæi, þar sem fegurð kemur fram í allra hversdagslegustu hlutum. I líkömum manna og dýra er kraftur og tilbreyting. Grimdin skín fit úr svip hermannanna. Úlf- aldinn reigir höfuðið ánægjulega, og hestarnir virðast fullir af fjöri. Og alt er þetta svo eðlilegt, að maður hlýtur að undrast. Þessir munir sem búnir voru til fyrir meira en 2000 árum, hafa enn þann dag í dag svo mikið listrænt 2) Kínverski múrinn, sem nú er til, er að mestu leyti frá 14. öld. gildi, að þeir eru þeim til fyrir- myndar, sem við leirvörugerð fást. Þes>i kínverski iðnaður tók miklum, framförum á T’ang-tíma- bilinu. Þá voru til sjö verksmiðj- ur, og bjó hver þeirra til sjer- staka tegund af leirmunum. Övíst er hvort þær hafa framleitt postu- lín, en hitt er víst, að þá var búið að finna það upp. Þá er komið að tímabili, sem sett liefir mark sitt á kínverskt postulín og sýnir ljóslega, hvernig listfengi og skáldleg tilhneiging er nátengt starfi Austurlandaþjóð- anna. Á stjórnarárum Chin-Tsung (954 e. Kr.) var afar fallegt postu- lín búið til í Honan-fylki. Því er lýst- þannig, að það hafi verið „blátt eins og himininn, þunt eins og pappír, glitrandi eins og speg- ill og hljómaði eins og hljóðfæri, þegar á það var slegið“. Hinn fag- urblái litur er sagður eiga rót sína að rekja til skáldlegs og listræns ímyndunarafls keisarans, sem skipaði svo fyrir, að í framtíðinni ætti alt postulín, sem búið væri til handa hirðinni, að vera á litinn „blátt eins og himininn, þegar í hann rofar eftir regnskúr". Molar af þessu dásamlega postu- líni voru seinna meir svo mikils virtir, að þeir væru greyptir í gull og notaðir sem skraut í stað gimsteina. Sung-tímabilinu (960—1279) blómgaðist þessi iðnaður mjög. I þá tíð var afar mikil vel- megum í Kína. Þá störfuðu verk- smiðjur keisarans í Honan og bjuggu til hið fræga Kwan-Yao- postulín. Ennfremur var mikið bú- ið til að Céladon-postulíni. Orðið Céladon, sem notað er um „sjó- grænt“ postulín, var fyrst notað í Frakklandi á 17. öld, en þar var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.