Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 357 dag-s. Þar er drukkið te, svolgruð súpa eða hakkaður í sig steiktur fiskut'. Fullur kanu við flestu ráð! Hjer er allur þorri manna drukkinn — jafnt heimafólk sem gestir — og nokkrir þjettfullir, eða vel það. Stúlkurnar' sern hjer eiga að ganga um beina eru allmargar óþægilega mikið „undir áhrifum“. Sumar ltafa þann sið að leggj- ast fram á axlir gestanna, og hengja máttvana höfuðið niður á brjóst þeirra, meðan þær taka á móti pöntunum, eða afgreiða þær. Fyrir getur það komið, að gest- irnir, svo veikburða sem þeir eru og valtir á fæti, verði að reisa þær á fætur og styðja, uns þær falla aftur í jafnvægisástand, svo þær geta borið fyrir sig fæt'urna. Stundum hnjóta þær á miðju gólfi. með bakkann í höndunum, svo súpudiskarnir og tebollarnir merj- ast í klessu við tærnar á þeim, eða skoppa út um gólfið og brotna þar — ef til vill undir einhverj- um, sem misti fótanna, þegar hann ætlaði að vera hjálpsamur og hirða glervöruna upp af gólfinu. Þessum óförum öllum taka allir viðstaddir með dynjandi fagnað- arópum. Það má vel gera ráð fyrir, að nokkuð af þessu ölæði frammi- stöðukvennanna sje fyrirskipað og ímyndað ölæði, gert með það fyrir augum að koma sem mestri ring- ulreið á peningamálin — því gest- irnir vilja alt borga og fyrir hvern muu ekki skidda neinum grænan eyri. * Utan við dyrnar á einni kránni stendur maður, og reynir að blása í kaunin, milli þess, sem hann rjettir fram höndina í trausti þéss, að einhver sjái aumur á honum og láti falla í hana penny. Við getum vart getið okkur til um aldur þessa manns. Hann gæti bæði verið ungur og líka miðaklra maður. En það eitt sjáum við strax, að hann er andstyggilegar leifar af manni, sem einhvern tíma hefir verið hár vexti. Aiigu hans virðast lokuð og gengin út, hrúð- urkarlar, þar sem áður var nef, efri vörin flent út og teygð upp í nefstæðið svo sjer í tannholdið og undir hægra kinnbeini er opið, ylgjandi sár og skín í kjötið. Hendurnar eru svo visnar og rotn- ar í sárum, að hvern mann mundi hrylla við að snerta þær. Hvar sem' á þenna vesaling er litið, er hann fullkominn persónu- gerfingur viðurstyggðarinnar, í- mynd tærandi dauða og skelfi- legustu þjáninga. Þarna er hann — þessi maður — og ef til vill er það ráðstöfun for- sjónarirnnar, að hann skuli standa einmitt þarna, undir þessum ljósa- staur, svo allir megi sjá hann sem ótvíræða sönnun þess, að „eitt eki- asta syndaraugnablik-----: —“ A götihorni, skamt frá betlar- anuin, standa tveir menn og tog- ast á um stúlkugarm, sem ekki virðist þó vera mikið keppikefli. Annar er ríkmannlega búinn, en hinn í peysu með þunga hnalla á fótunum. Og þó undarlegt megi virðast er svo að sjá sem honum sækist betur, því nú reiðist heims- borgarinn gífurlega, þrífur hnefa- fylli í öxl stúlkunnar, skekur hana til og kvæsir framan í hana þess- um orðum: Hver gaf þjer pelsinn þann arna? Var það kannske ekki jeg? Og hver keypti handa þjer alla kjólana þína? Og svo ætlar þú . . Lítið eitt ofar á götunni ganga maður og kona, bæði vel við ald- ur. Þau ganga dálítið út undir sig og í smákrókum, en halla saman höfðum og hafa þannig nokkurn stuðning hvort af öðru. Þau eru sæl í fáviti sínu og söngla, sjer og lífinu til dýrðar, viðlag frá gömlum slagara: I love you! I you so! I love you! Svo kyssast þau lengi og inni- lega og byrja svo að sannfæra hvort annað um það, að þau eigi að vera vinir af því að hún sje sjómannskona og hann sjómaður. Og svo kyssast þau aftur, og enn fastar og innilegar en nokkru sinni áður — because I love you! Kvikmyndaleik- konan Carole Lombard - — á sveitaheimili í Suður-Kali- forníu, þar sem hún gætir hesta og svína og hænsna. Hjer er hún að leggja upp í reiðtúr. Mælt er að Carole Lonbard og Clark Gable ætli að eigast á næstunni. Jones málafærslumaður varði mál sitt með miklu orðagjálfri og eyddi óþarflega miklum tíma í ræðu sína. Dómarinn reyndi að stöðva hann og sagði: — Tíminn líður óðfluga, hr. málafærslumaður. — Æ, látið hann líða, dómari, svaraði hann og kærði sig koll- óttann. — En við eigum þrjú mál eft- ir. — — — — Já, veit jeg vel. En þau koma ekki mjer nje skjólstæðing mínum neitt við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.