Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 359 Enska dansparið Wells-Sisson vann 1. verðlaun í danskeppni haustsins, sem nýlega fór fram í Berlín. Myndin er tekin af dans- parinu er þau sýndu listir sínar í Marmarasalnum í dýragarðinum í Berlín, en þar fór danskeppnin fram. Talan (29), sem á að vísa til ör- nefnisins Prestssæti, sem er hæð fyrir ofan (austan) túnið á Hól- um (en ekki austast í túninu, eins og sagt er í bókinni), er ekki sett á sjálft Prestssætið, heldur á kál- garðsrúst, sem er suðvestan í Prestssætishæðinni, og það sem verra er, í skýringum við upp- dráttinn stendur: „29 „Prestasæti“ (Altarisrústir)“. Er þessari kál- garðsrúst, sem ekki er forn, þann- ig gert fullhátt undir höfði. Þótt Prestssætisnafnið eigi að nokkru við hæðina alla, á það þó fyrst og fremst við háhæðina. eltki veit jeg skil á því, hvort þar finnast merki eftir altarishleðslu, ef að er leitað, en ekki man jeg að hafa heyrt þess getið. Vonandi er að hin lofsverða við- leitni Gunnlaugs Björnssonar, að rita leiðarvísi fyrir þá er vilja vita nokkur skil á Hólum, helgi staðarins og sögu, verði upphaf þess að varðveittar verði fornar minjar á Hólum, betur en gert liefir verið, og að unnið verði að því að bjarga örnefnum á Hólum frá glÖtun. Til þess heiti jeg á alla núverandi Hólamenn með skólastjóra í broddi fylkingar. En um skrásetningu örnefnanna mest og best á Jósep BjörnsSon. Jeg vona að hann verði vel við því áheiti. Hólasveinn 11—13. Árið 1862 sótti John nokkur Smith í New York um upptöku í ameríska landherinn sem sjálf boðaliði. Hann fekk neitun vegna þess að læknarnir töldu hann of veikbygðan, — John Smith and- aðist nýlega, 105 ára gamall. POSTULÍ N SIÐN AÐUR KÍNVERJA. FRAMH. AF BLS. 355. þeirra mjög fagur. Keisarinn gerði Tung þá að guði postulínsins og síðan hefir hann verið tilbeðinn til heilla postulínsgerðarinnar. Skemtilegt er að lesa lýsingu Jesúítans á framleiðslu postulíns- ins, sjerstaklega þó, hvernig hann lýsir málurunum, sem hann telur óbreytta verkamenn, og segir, að þeir líkist mest vesaldarlegum betlurum. Hann segir einnig, að sumir postulínsmunirnir gangi í gegnum hendur 70 manns, áður en þeir eru fullbúnir. En einmitt í þessu, hverjir fram- leiða postulínsmunina og hvernig þeir gera það, er fólgin ein ástæð- an fyrir því, hve aðlaðandi rann- sókn á þessum efnum er. Að virða fyrir sjer aðferðir þessara manna, sem eru nátengdir listinni, sem þeir elska, getur ekki annað en hitað manni um hjartaræturnar. Sumum kann að virðast ótrúleg’t, að þessi fallegu listaverk sjeu bú- in til af óbreyttum verkamönnum, sem lítið bera úr býtum fyrir starfa sinn. Johnny Weismúller, sundgarp- urinn, sem fyrst ljek hlutverk Tarzans, og leikkonan Lupe Vel- ez hafa verið gift í fjögur ár. Þetta þykir einstakt í Hollywood og nú hafa blöðin þar vestra tek- ið sig til og birt langar greinar um hið langa og hamingjusama hjónaband! ¥ Konungurinn í Síam tók sjer nýlega ferð á hendur til Banda- ríkjanna til að leita sjer lækn- ingar við augnveiki. Amerískur læknir gerði uppskurð á auguii- um og alt gekk að óskum, — en reikningurinn fyrir læknishjálp- ina hljóðaði upp á 200.000 krónur. * Stærsta fílabeintstönn, sem sjest hefir í Afríku, var um daginn send til hafnarbæjarins í Mom- bassa. Þaðan átti hún að sendast til Englands. Tönnin var 190 pund á þyngd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.