Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1937, Blaðsíða 8
360 LESBÓK MORSUNBLAÐSINS Mallorca - hin fagra eyja í Miðjarðarhafi - sem ítalir eru nú að víjrjrirða. Mallorca er stærsta Baleareyjan og var áður fyr mikil ferðamannaeyja. Frá Rússlandi -- Hjer er saga, sem jeg rakst nýlega á í norsku blaði, undir yfirskriftinni „Stjórnmál í Rússlandi“. Fjórir Rússar sátu á kaffihúsi og drukku vodka. Alt í einu styn- ur einn þeirra þungann; öðrum vöknar um augu; sá þriðji sýgur upp í nefið, og sá fjórði hristir höfuðið sorgmæddur á svipinn. Þegar þjónninn verður þessa var hleypur hann að borðinu til fjór- menninganna og hvíslar; — Blessaðir farið þið varlega, þið vitið að það er bannað að láta pólitískar skoðanir sínar í ljós á opinberum stöðum. * Þessi saga hjer að framan verð- ur vitanlega að skoðast sem eins- konar „dæmisaga“ um ástandið í einræðisríki eins óg Riisslandi og gæti eins átt við Ítalíu eða Þýska- land. En sú staðreynd að 58 rússnesk- ir liðsforingjar og hásetar úr rúss- neska flotanum voru nýlega tekn- ir af lífi, fyrir „uppreisnartil- raun“ er einkennandi fyrir Rúss- land vorra daga. Um sama leyti voru 18 ungir menn teknir af lífi í bænum Ordsjonikcdse í Kákasus og var þeim gefið að sök að hafa stofnað með sjer fjelagsskap sem þeir nefndu: „Hefnd fyrir zarinn“ Rjettarhöldin yfir þessum 18 ung- lingum stóðu ekki lengi —- aðeins 35 mínútur. Með öðrum orðum það tók ekki fullar tvær mínútur að rannsaka mál hvers einstaks og dæma hann til dauða. Já, þeim kvað altaf vera að fara fram í Riisslandi! Albanir og margkvæni. í Albaníu hefir það komið mjög sjaldan fyrir á undanförnum ár- um, að menn fremdu sjálfsmorð. Hefir þetta verið talinn vottur um, að þjóðin lifði sjerlega ham- ingjusömu lífi, í samanburði við aðrar þjóðir. En þeir sem ekki eru sjerlega gefnir fyrir að líta bjart á tilveruna segja sem svo, að menn hafi getað komist yfirum á annan hátt, því víg og launmorð hafa verið þar tíð. En nú er komin önnur öld í Albaníu. Zogu konungur hefir sett mörg lög og ströng, svip- uð og Kemal Ata Tyrk í Tyrk- landi. Eu þessu nýja skipulagi kunna menn svo illa, að sjálfs- morðum fjölgar. Eftir því sem blöð lierma fellur Albaníu-mönnum sjerstaklega illa að mega ekki hafa kvennabúr sem forðum. Og það þykir karl- mönnum afleitt, að þessi eina kona sem þeir mega eiga, má ganga á almannafæri áni þess að hafa slæðu fyrir andlitinu, svo hver og einn getur horft beint framaní hana. Sagan segir að gamall kaup- maður einn, sem hjet Ali Kreti, hafi ekki getað afborið þetta. Hann hafði átt einar 17 konur í alt, en flestar voru dánar. Yngsta kona lians hafði gengið út um stræti í venjulegum Evrópukvenna búningi. Gamla manninum varð svo mikið um það er hann sá þetta að hann fór heim og hengdi sig. Fyrir nokkru komu þrír flótta- menn — þrír Frakkar og einn ítali — frá Djöflaeyjunni til eyj- arinnar St. Thomas. Höfðu þeir siglt 2500 km. í opnum bát.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.