Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Side 1
JfHoj’ðMinlblajðöMts 45. tölublað. Sunnudaginn 21. nóvember 1937. XII. árgangur. í»*fol*Ur*r*nUml8j4 k.f. FRA ISAARUNUM 1875-94. Frásögn Árna Steinssonar í Bakkagerði, Borgarfirði eystra. Eftirfarandi kafla hefir Halldór Pjetursson ritað eft- ir frásögn Árna, en Ámi er með fróðustu mönnum þar um slóðir og minnugur á alt, sem á daga hans hefir drifið. Dyngjufjallagosið. rið 1875 var fremur gott ár og enginn liafís. En þá konx hið mikla og alkunna gos úr Dyngjufjöllum. A páskadag var hæg vestanátt og hlýindi. Jeg gekk til spurninga á annaixdagsmorgun að Bakka í Borgarfirði í góðu veðri. En um kl. 6 fer að syrta að í iofti og dimnxa, og þessu fylgdu eldglær- ingar og ógurlegar þrumur. Inu- an stundar var orðið svo dimt, að það þurfti að kveikja til að lesa húslesturinn. Aftur á móti var al- bjart á milli, þegar eldglæring- arnar skullu á. Menn þutu út í damðans ofboði að bjarga fje, en það sakaði ekki. Aftur á móti voru þeir ekki ásjálegir, sem úti voru. Þeir komu aftur biksvartir, með öll skilningarvit full af ösku. Oskufallið varð ekki mikið utan til í firðinum, en á innsveitinni var hún það mikil, að lítill hey- skapur varð um sumarið. Ekki varð samt vart við það, að nein efni væru í öskunni, sem sýktu búpeninginn. Hvalrekar. 1876 var aftur mikill ís og lá fram á vor. Veturinn 1879—80 var afar harðxxr og hefir alment verið kall- aður frostavetur, bæði vegna af- töku frosta og stonúa. Þá var mikill ís og lá fram í maí um vorið. ísinn kom á milli jóla og nýárs. Um siumarið ráku hnyð- ingar (smáhvalir) 6—7 nxetra stóra steypireiður hjer inn í fjörð. Yst í firðinum er- hólmi, senx kallaður er Hafnarhólmi. Þegar hvalxxrinn konx inn í fjörðinn, þá var eins og hann væri orðinn tryltur og gáði ekki annars en sleppa frá óvinum sínum. Og í þessxx æði rak hann sig á hólnx- ann, braut; á sjer höfuðið og steinsökk nxeð sama. Eftir sólar- hring kom haixn upp aftur og var róinn til Njarðvífcur, sem er vík norðan við Borgarfjörð. Höfn í Borgarfirði, sem hólminn er kend ur við, er hlunnindajörð og átti Njarðvíkurkirkja hana, sem víð- ast átti sjer stað með svoleiðis jarðir. Veturinn 1881—82 er annað versta árferði, sem jeg hefi lifað, og mikill ís alt fram í júní. Gras- brestur ægilegur og fjárfellir. Lamb sást varla eftir það vor og margt fjell af fullorðnu fje. Eix sumarið éftir var igott afla sumar og bjargaði það frá algjöru hallæri. Snjóflóð eyðir bæ. 1883—4 var aftur afbragðs ár og íslaust með öllu. Þann vetur fjell snjóflóð á Stekk í Njarðvík. Sá bær stóð undir afar bröttu fjalli. Stafninu á baðstofunni, sem sneri að fjalliixu, hefir verið minst 3 álnir á þykt og gaddfreð- inn. Daginn áður en flóðið fjell var að mestu snjólaust, nema harðfenni í gili !upp af bænunx. Um kvöldið kjmgdi niðxxr snjó með fádæmum í logni. Eiríkur vinnumaður, sem var á Stekk, vildi að fólkið færi xir bænunx um nóttina, en þarna hafði ekki ldaupið í 40 ár, svo fólkið taldi slíkt óþarfa. Flóðið kom á þemxa áðurnefnda þykka og frosna stafn og lagði inn norðurendann á baðstofunni yfir fólkið sem þar var, sem voru 5 manns, og það fórst alt til dauðs. Hjónin, 2 börn þeirra og móðir bóndans. Kraft flóðsins má marka á því, að áður en það fjall á bæinn var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.