Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 2
3 6-2 LESBÓK MORQUNBLAÖSINS það búið að klofna á stóru fjár- húsi og lieyi á túninu fyrir ofau bæinn. Þessu öllu sópaði það burtu og sljetti af öllu langt ofan fvrir bæ. Nú víkur sögunni til fólksins, seni var í austurenda baðstofunn- ar. Þar voru fjórar manneskjur og þrjár af þeim komust lífs af, en ein stúlka dó. Það sem varð þessu fólki til lífs var það, að þegar norðurstafninn brotuaði inn, þá fjell þekjan alveg niður í þann endann, og af því að liún var gaddfreðin', þá reis hún þann- ig upp á endann og húsaði dálít- ið frá austurstafninum, þannig myndaðist ofurlítið pláss inni í austurendanum og loft kom nið- ur um raufina meðfram stafnin- um. En ekki var rúmið það mik- ið að neinn gseti hreyft sig, hvorki sjálfum sjer nje hinum til bjargar. Ofan við höfðagaflinu á rúmi stúlkunnar, sem fórst þarna, var skápur, sem annaðhvort hefir setið á höfðagaflinum eða ein- hverri hilLu. Þessi skápur lagðist ofan á höfuðið á henni og kramdi hana til dauða. Þetta varð þó ekki í einni svipan, því fólkið hafði tal af henni nokkuð lengi. En enginn vissi hvað tímanum leið. Svona liðu 3 dægur, að ekkert frjettist milli bæjanna í Njarð- vík, því altaf var öskubylur og fannfergi. Á fjórða degi kom ferðamaður að Stekk og ætlaði að fá sjer staf og skíði. Fyrst í stað varð hann ekki neins var, því það var sljett yfir alt, fyr en hann kemur að bænum, þá sjer hann þau missmíði á, að austurgaflinn rís frá þekjunni og hann kallar þar niður og spyr, hvort nokkur sje þar á lífi, og þá getur Eiríkur vinnumaður gef- ið hljóð frá sjer, en ekkert vissi hann þá um hitt fólkið. Maður- inn brást þá við heim í Njarðvík og náði í menn til að grafa fólk- ið upp, og þetta þrent náðist lif- andi, eins og áður er sagt. Bónd- inn, sem fórst þarna, hjet Guð- mundur Eiríksson og húsfreyjan Sesselja Þorkelsdóttir. Bærinn á Stekk hefir aldrei verið bygður «pp síðan. Helminiravetur. Þetta ár var ágætis ár og bjarg- ræði gott. Árið 1885 kemur svokallaður Ilelmingavetur, sem dregur nafn sitt af því, að fram á þorra var alveg örísa, en 1. mánudag í þorra byrjar að snjóa og úr því snjóaði svo að segja látlaust það sem eftir var vetrarins, og er það almesti snjór, sem jeg hefi sjeð. Þann vetnr fjell hið ægilega snjó- flóð á Seyðisfirði, sem alkunnugt er. Ekki voru miklar hörkur þaim vetur, en vorið var með afbrigðum kalt, en ekki mikil snjókoma. Snjóinn byrjaði fyrst að leysa átta vikur sumars. Fell- ir varð ekki það vor, því sumarið áður hafði verið gott. Og þetta sumar var ágætt. Qrasið þaut upp jafnóðum og snjóinn leysti og jeg hej^rði gamla menn segja, að þeir hefðu aldrei sjeð svo óðan gras- vöxt. Hafþök að sumarlagi. 1886 var ágætis ár. Árið 1887 kom aftur ísár og kom þá ísinn seinni part vetrar og lá fram á maí. Þá hvarf hann 'um stund og kom svo aftur 15. júní og lá fram í miðjan september. Þegar ísinn kom aftur, vor- um við á sjó út undir svonefndu Hafnarbjargi, sem er sunnan við Borgarfjörð. Sjóveður var gott, hvítalogn og við vorum búnir að fiska vel. ísinn rak svo hart að okkur á suðurfallinu, að við urð- um að flýja undan honum í land, og eftir það var' ekki fært á sjó það sumar. Þá urðu svo mikil hafþök, að um allan Hjeraðsflóa og svo langt sem augað eygði sást aldrei í auðan sjó, nema í röstum á fallaskiftum. Aftur var sumarið til landsins ágætt, grasspretta mikil og þurkar svo góðir, að engin tugga hralttist. Strandgóss til bjarg- ræðis. Árið 1888 kemur ísinn á þorra og liggur langt fram í maí. Yet- urinn var harður og heyleysi mik- ið, bæði í Borgarfirði og á Hjer- aði. Þá strandaði hjer í Borgar- firði kaupfarið „Ingeborg“, sem átti að fara með vörur á Eyja- fjörð. Hún fór frá Noregi 1887 og varð þá tvisvar að snúa aftur, misti stórseglið og þurfti fleiri viðgerðir. Síðast í mars lieldur hún svo upp og kemst þá norður um Langanes. Þar verður hún enn að snvia aftur, því ísinn rak á hana að norðan. Skipstjórinn liugsaði sjer þá að komast á góða liöfn suður með, en ísiim um- kringdi hana og öll segl frusu, svo við ekkert varð ráðið. Þegar skipið kom á móts við Borgar- fjörð, þá sjá þeir ekki annað fært en að sigla þar inn og bjarga lífi sínu. Það var svo siglt inn norð- anvert við fjarðarbotninn og þar inn á grynningar, þar til stóð. Og það sannast oft, að „eins dauði er annars líf“, því þetta strand bjargaði áreiðanlega mikl- um hluta sýslunnar frá fjárfelli og liallæri. Björguniu iir skipinu gekk illa vegna slæmrar veðráttu. Fj rsta daginn var liægt að bjarga nokkru, en aiinan daginn var komið svo mikið krap, að það var ekki bátgengt út að skipinu, en bátur var dreginn á kaðli á milli og náðist talsvert á þann hátt. Næsta dag var ófært veður, svo engri björgun varð við kom- ið. Daginn þar á eftir var illfært veður, en þó fóru nokkrir menn á strandstaðinn á lagís og þá var bjargað eins og hægt var upp úr lestunum og látið í eldhúsið, ká- etuna og á dekkið, því nú var að stækka straumur og skipið að fyllast af sjó. Úr því var svo reynt á fjörum að kyma blautu korninu í land. Framlestin var full af rúgi, allur la'us og toppa- sykur innan um, og þar náðist ekkert óskemt. Aðalvaran í skip- inu var kornvara. Dálítið náðist óskemt af kandís, álnavöru og kaffi. Þar voru 6 uxahöfuð full af brennivíni, en jeg held að ekki hafi náðst nema 3. Aftur á móti náðust nokkrir kassar af öli og slatti í kiit af koníaki. Það voru 1800 tunnur af korni í skipinu og varð hjer um bil alt gripa- fóður. Náttúrlega var dálítið af mjöli þurt innan í sekkjunum, en grjón og annað alveg rennandi, því megnið af því lenti í sjóinn eða blotnaði við björgunina. Smærri „partíum!" af vörunni var komið í geymslu hingað og þangað, en rúgurinn var látinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.