Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 863 í haug í fjöruna. Hreppstjórinn Þorsteinn Magnússon í Höfn sá um þetta alt þar til sýslumaður kom. Einar Thorlacius sýslumað- ur í Norður-Múlasýslu sat þá á Seyðisfirði. Veður voru hin verstu um þessar mundir, svo það náðist ekki strax til hans, en svo fóru nokkrir Borgfirðingar til Seyðis- fjarðar og kom sýslumaður með þeim til baka og fylgdarmaður hans, Einar póstur Eiríksson. Strax og sýslumaður kom byrj- aði hann að selja áður en oipp- boðið byrjaði, en aðallega vörur sem lágu tmdir skemdum, kart- öflur, blautt kaffi og kandís, og fór það margt á skaplegu verði, enda margt lítilsvirði. Fyrir upp- boðið fyltist svo alt af aðkomu- mönnum. Kaupmenn komu af öli- um fjörðum suður á Reyðarfjörð og úr öllum hreppum sýslunnar komu fleiri og færri menn. Og jeg skil það ekki enn í dag, hvern ig það fólk komst hjer niður. Valdimar faktor á Vopnafirði sagðist heldur aldrei hafa sjeð slíkan mannfjölda saman kominn neinstaðar þar sem hann hefði komið. Fppboðið stóð í 2 daga, því seint gekk að bjóða upp, bæði var þetta mikið, og svo var þetta í kofum hingað og þangað. Kapp var ekki mikið á uppboðinu eða læti, því flestir voru í fjelagi og skiftu svo á eftir. Kaupmennirn- ir voru í f jelagi með alt það verð- mætasta og almenningur bauð ekki í það, gegn því að þeir skiftu sjer ekki af því smærra. Þeir keyptu alla álnavöru, vínið og seglið. Bankabyggstunnan fór á 1.3 krónur og grjón með álíka verði, og rúgmjöl á 9 kr. sekk- urinn, ef það var lítt skemt. Run- ólfur Þorsteinsson á Bakka keypti 100 pund af munntóbaki ,,prívat". Sigurður Hallgrímsson á Ketils- stöðum á Völlum keypti 50 pund af rjóli handa sjer sjálfum'. En út lir því varð nú einhver kritur, })ví fleiri þóttust hafa verið með í kaupunum. Koníakskútinn keypti skáldið Páll Ólafsson og fór með hann upp að Bakka og þar var klárað úr honum um nóttina, enda voru þá margir vin- ir skáldsins. Kúturinn var nokk- uð dýr, því margir vildu hreppa gripinn. Skemda kornið fór á litlu verði. Hrúgan <um 50 tunn- ur fór á 3 kr. Margir Borgfirð- ingar fengu korn fyrir ekki neitt, því hjeraðsmenn tóku það sem þeir igátu komist með og sögðu mönnum svo að hirða afganginn. Lestirnar gengu nótt og dag um fjallvegina, sem liggja til Hjer- aðs, Sandaskörð og Eiríksdal, því þar er fært með sleða. Þetta bjargaði frá algjöruni' felli, því svo heylaust var víða, að menn rifu hrís handa skepnum með korninu. Skipið keyptu kaupmenn á 50 kr., en ljetu svo hreppsmenn hafa það gegn því, að þeir skiluðu sjer koparnum úr því, en hann var geisimikill. Skipið var alt lagt koparplötum í botninn og upp á síður, og svo var náttúrlega víða annarsstaðar kopar í því. Það fjekk margur maður góða spýtu úr „Ingeborg", því hún var öll bygð úr eik og var 89 tonn að stærð. Alt sem eftir var í skipinu áttu þeir að fá sem rifu, nema brenni- vínið, því áttu þeir að skila í land. Þegar skipið var rifið fjekst mikið af blautu korni og jeg man, að um vorið komu margir úr Jökulsárhlíð á bátum' og sóttu' af því korni, Frá einvíginu nm heimsmeistaratiíilinnr Skák nr. 1. Brotnmg-arbragS. Slavnesk vörn. Hvítt: Dr. Euwe. Svart: Dr. Aljechin. 1. d4, d5; 2. c4, c6; 3. Rf3, Rf6; 4. Rc3, dxc; 5. a4, Bf5; 6. Re5, Rd7; Rxc4, Dc7; 8. g3, e5; 9. dxe, Rxe; 10. Bf4, Rfd7; (Þetta afbrigði af þessari byrjun var fyrst leikið á stórmeistaraþing- inu í Kai-lsbad 1929 í skák þeirra Oapablanca og dr. Vidmar.) 11. Bg2, f6; 12. 0—0, Hd8; 13. DcL Be6; 14. Re4, (Þessum leik var fyrst leikið í þessari stöðu á al- þjóða skákmótinu í Stokkhólmi í sumar og er taliun sterkari en Rxe5, sem var venjulegi leikur- inn í stöðunni.) Bb4; (Til þess að koma í veg fyrir Dc3. Ef BxR; þá 15. DxB, RxD; 16. BxD, Hc8; 17. Bf4, og hvítt á betri stöðu.) 15. a5, 0—0; (Besti leikurinn. E'f 15. a6, þá 16. Ha4, og svart má ekki leika cS, vegna Rdó + og svart tapar hi-ókunarrjetti.) 16. a6, bxa?; (Betra var b6. Start svmdr- ar peðastöðunni drotningarmeg- in án þess að fá nokkuð í stað- inn.) 17. RxR, RxR; (Ef pxR, þá Rg5!) 18. Rc5! (Sjá myndina.) BxR; 19. DxB, g5; (Ef 19..... Da6 þá 20. Dc3.) 20. Be3, Bd5; 21. Hxp, BxB; 22. KxB! (Ef 22. Hxp þá BxH!; 23. HxD, Hdl; H H*» ¦ ¦ m rii ili Hi-HI ww,. '%h*}, '¦áz&a I I i i #0I W. w. III ¦áBJLBI rfl WM wm W wm &. mm wÆ ^ýMt. 24. h3, Bxe2+ og mát í öðrum leik.) 22.....Hf7; 23. Hfal, Dd6; (Betra var Db8.) 24. DxD, HxD; 25. Hxp, HxII; 26. HxH, Rc4; 27. Bc5, He6; 28. Bd4, Hxp; 29. Bxp, g4;. (Oildra. Ef 30. Hg7+, Kf8; 31. Hxg4, þá Re3+;) 30. Kfl, Hc2; 31. Hg7+, Kf8; 32. Hxg4, Rxp; 33. BxR, HxB; 34. *Hc4, Hb6; 35. Ke2, Kf7; 36. Hh4, Kg6, 37. Hf4, Hb3; 38. Hc4, Hc6; 39. Ke3, Kf5; 40. g4+, Ke6; 41. f4, Kd5; 42. Hd4+, Ke6; 43. f5+, Ke7; 44. He4+, Kf7; 45. h4, Hbl; 46. Kf4, Hcl; 47. Ha4, h6; 48. Ha7+, Kg8; 49. g5, Hc4+; 50. Ke5, svart gaf. I sýningarglugga Morgunblaðsins eru myndir af þeim dr. Euwe og dr. Aljechin, þar sem þeir eru að tefla þessa skák.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.