Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S.B. NOTT In Hairburg, auf der Reeperbahn: Hummel, Hummel — mit Humor! Ljósin í Allotría — veitinga- húsi einu við Reeperbahn í St. Pauli — slokna, og á svip- stundu hljóðnar hláturinn og œrsl- in í salnum, við barinn og á svöl- unum jafn skyndilega og þetta rökkor boðaði Ragnarök hverri skepnu. Hljómsveitin klykkir út með löngum, háum tón — og þagnar. L'm loftið leika bláir. grænir, gulir og rauðir geislar, sem stafa einhversstaðar út úr myrkrinu og liafa enga stefnu og ekkert markmið nema að stang- ast yfir höfðum fólks, sem gónir upp í loftið í þögulli eftirvænt- ingu um. að senn muní gerast mikil tíðindi. Og það gerast mik- il tíðindi. Þegar þessir lithlýju geislar hafa þuklað hvern annan uppi í myrkrinu taka þeir . hver síha stefnu og beinast upp í rishvelf- ingu salarins og skerast þar í gríðarstórum glerhjálmi. sem er klemdur fast upp við loftið í miðri hvelfingnnni. Við skin geisl- anna er eins og þetta glerbákn losni úr skorðum — því nú byrja þeir að síga, hægt og hægt. og upp með börmum þess vætlar þjett vatnsbogaröð, sem spinnur sig í meters hæð og fellur þá inn á við og niður í skálina, eða hjálminn. En í skálinni miðri. innan við alla þessa sindrandi vatnsperluboga og síkvika geisla- traf birtist fögur kona, sem byr.iar að blaka örmunum og syng.ja — eins og gófug gyðja og töfrandi dís. I því dísin hef- ur sinn seiðþrungna. svæfandi söng leggur snæhvítan geisla npp úr einu horni hl.iómsveitarstúk- unnar og fellur á fiðluleikara. sem stendur keiknr fremst á hljómpallinum og knýr þar fiðl- una sína til hlýðni og auðsveipni við söng geislum krýnda kven- engilsins, er kemur svífandi ofan úr myrkrinu á Ijómandi glerskýi. Hvergi, í óllu þessu mann- marga gímaldi og kolbrúna myrkri, heyrist hósti nje stuna — ekki hjartsláttur eða andvarp, en þúsund augu stara í djúpri hrifni og aðdáun á komu „eng- ilsins" og fylgjast með hverri hreyfingu hans og fótmáli, sem hann færist nær. En þegar þetta glæsilega tákn mannvits og tækni, og kvenlegs yndisþokka. virðist ekki eiga annað fyrir en nema við danspallinn í miðjum salnum, snýr það við blaðinu og svífur aftur til hæða, með sömu látlausu hægð og hógværð og það kom líðandi niður. Loks nemur glerbáknið aftur við rishvelfing- una og sönggyðjan hverfur upp í loftið — ekki himininn! Ljósin eru kveikt í salnum og litauðgu, síkviku geislarnir slokna út. eða samlagast hinni hvítu, kaldhærðu birtu lífsins og stað- reyndanna. Hinn kæfði hlátur og hispurslansa. kitlandi glaðværð ólgar upp úr djúpi þagnarinnar, enn tryltari og tilþrifameiri en fyr. Hljómsveitin hefur starfsemi sína á ný og kyrjar dillandi Straussvalsa og lög, sem allir kunna og allir s}-ngja. Barinn. svalirnar og salurinn duna af söng og bjórglasaglamri. Sumir dansa — og enginn man eftir því. að það er komin nótt og nýr dag- OT rennur bráðum. Skaint frá Allotría við Reeper- bahn er hippodrom, sem ef til vill mætti nefna skeiðvallarkrá. I>að er bjórstofa, sem er þannig gerð, að á miðju gólfinu er nið- urgrafinn, hringmvndaður eða sporöskjulagaður skeiðvölhir með mjúkum sandi í botninn. Il.jer standa söðlaðir gæðingar til boða hverjum sem vill reyna reiðfimi sína gegn nokkurri þóknun. Ridd- aranum er fengið að vopni mikið keyri, sem er svo langt, að hon- nm er í lófa lagið að dangla með ]iví til kunningja sinna, er sitja út við veggina og glettast, að ..vininum", sem ríður — og ef til vill hrekkur af baki. Gæðingar þessir kunna ýmsa góða siði til að koma sjer í mjúk- inn hjá viðskiftavinum veitinga- hússins. Þeir eru mestu snilling- ar í að sníkja, og kannske eru þeir einu betlárarnir, sem fyrir- finnast í stærstu verslunarborg þriðja ríkisins! Þeir prjóna með framfæturna upp á steinvegginn, sem.lykur um þeirra athafnaheim, teygja hausinn yfir varnargrind- urnar og snuðra, í senn auðmjúk- ir og kumpánlegir. Það vita all- ir hvað þeir vilja og fæstir hafa brjóst til að synja þeim úrlausn- ar. Þeir eru að biðja um öl — og ef einhver kynni að eiga sykur- mola. Og það er skemtun, sem borgar sig, að sjá þessar loðnu, þreknu snoppur sötra bjór úr litlu glasi, sem er haldið upp að þeim með sterkri, gjöfulli maipishönd. En meðal gæðinganna í skeið- kránni skokkar ofurlítill asni, hristir ámátlega höfuðið og klór- ar sjer fyrirlitlega milli framfót- anna, eins og honum ofbjóði öll veraldarinnar heimska og látalæti. Svo lítur hann ögrandi í kring- nm sig, eins * og hann fýsi að sýna næsta viðskiftamanni sínum í tvo heimana — því hann nær hvort eð er ekki með framfæt- urna upp á vegginn, til að sníkja, og er heldur ekki í skapi til að auðmýkja sig fyrir neinum. Sjerstök verðlaun eru veitt fyr- ir að sitja þetta úrilla dýr um ákveðinn tíma — og þessvegna fýsir marga að koma á bak asn- anum. En asninn sigrar alla! Við hverfum inn í hliðargöt- urnar og góngum um langan veg. Við mætum þúsundum af hlæj- andi ungu fólki, sem er á víxl- göngu milli skemtistaðanna, eða á heimleið, til að afla sjer svefns og endurnæringar fyrir nýjan vinnudag. Annars verður síst s.ieð, að þetta fólk skorti lífsþrótt og vinnuþrek — svo frjálsmannlegt, stolt og hressandi er fas þess og framkoma, glens þess og hlátur. Það er undarleg tilviljun, að rek- ast hvergi á tötrumbúinn vesal- ing, eða gráglært og viljalaust kaffihúsaandlit á allri þessari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.