Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Blaðsíða 6
366 LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS „Hin dýpsta sjón hún sýnist aldrei tveim". „Hin dýpsta sjón, hún sýn- ist aldrei tveim". — E. B. Síldin gengur í torfum. Síld- irnar sjá allar sama tak- markið. Þær sjá ekki djúpt inn að hjarta tilverunuar, þær sjá allar hið eina og sama — æti s-itt. — Þær eiga samleið. Það er Iiópsál í síldinni. Hjörðin er á heit. Grasbíturinn á einnig sameiginlegt takmark — æti sitt. Grasbíturinn lifir hóp- lífi og hreyfist í hjörðirm. Sjáandinn — ofurmenni andans, maðurinn sem sjer lengra og dýpra en fjöldinn, sjer inn að lijarta tilverunnar, þolir að vera einn. Hann leitar hinnar hljóðu oinveru. því hann sjer annað tak- mark en fjöldinn. Hinn andlega auðugi maður getur jafnvel þolað efnalega ör- birgð, hljóða- og slysalaust. And- legi öreiginn æpir eins og svang- ur krakki og gerir mikinn hávaða, ef hann hefir ekki munninn full- an. Andlegi öreiginn hræðist efna- lega örbirgð. Grunnfæmi og ,,abiiorinaIitet" or skuggalegt tákn tínianna. í ölju tilfinningalífi manna. sem lýtur að feng og nautnum, er of- vöxtur. Þar ríkir ofmat á vissuin gæðum lífsins, en fulIkomiS und- irmat á hinum æðri verðmætum. Það er kyrkingur í tilfinninga- lífi manna og hugsun. sem snýr ;.ð hinum ,.dýpri" rökum tilver- unnar. , Æsingar og öfgar lióa sálun- um saman í hópa, en í liópunum ýmist gleyma menn að hugsa, eða Imgsa allir eins. í besta lagi verð ur þar yfirborðsleg hugsun, ofur- kapp og grunnfærni. Sjálfstæð hugsun þreifar þar ekki fyrir sjer eða kafar djúpt eftir hinurn leynd ustu og máttugustu rókum lífs- ins. * Síldartorfunum er ausið upp í J:etum, af mannskepnunni, sem hugsar. Hjörðin er einnig rekin á sláturstaðinn, af mauninum. sem á hæfileikann til að hugsa. — Sá sem ekki hugsar um ann- að en æti sitt, eins og síldin, hugs ar ekki um annað en að bjarga lífi sínu, týnir því helst. — Hinn, sem fórnar jafnvel lífi sínu, finu- ur hið fullkomna og sanna líf. Hópsálirnar æða að einu marki — þessu, að fullnægja næringar- hvötinni, að bjarga lífi sínu, en týna því svo, verða andlega fá- tækar, andlegur öreigalýður. En andlegur öreigalýður kann ekki fótum sínum forráð, heldur þeys- ist áfram með ofar-hraða og ofur- kappi á braut sinni, uns árekst- ur verður. Andlega fátæk menning, sem hefir undirmat á hinum sönnustu verðmætum lífsins. en yfirmat á hiuum óæðri. veltir þjóðunum út í stríð. — Þannig týnir sá lífi sínn, sem ákafast ætlar að bjarga því. í höllu Babýlónar var veislu- gleði. Þar höt'ðu sálirnar runnið saman í eina mikla hópsál. Ein- vera var þar útilokuð, andi sjá- andans átti þar ekkert griSland. Þar sáu menn ekki langt, ekki út yfir barma vínkolhinnar, ekki tit fyrir veggi danssalsins. Þar sáu nienn stutt og vissu ekkert um það, sem var í aðsigi. uns dular- fulla höndin ritaði á vegginn: ,.Mene. tekel, úfarsin", — veg- inn og Ijettvægur fundinn. Hvað ritar hönd tímans á veisluveggi nautnasjúkrar og öfgaf ullrar nútíma-menningar ? Verður hún fundin ljettvæg? Menn vilja komast hjá sárs- auka, komast hjá áreynslu og erfiði, komast hjá vöntun og ó- þægindum, komast sem mest hjá allri fyrirhöfn. Pjöldinn vill vera einskonar brjóstbörn: horfa spentur á kvikmynd, gleypa í sig æsandi lesmál, hlusta á eitthvað, sem fær menn til að gleyma sjer. Menn vilja hafa sem minst fyr- ir lífinu, leggja lítið á sig, fá mikið fyrir lítið, njóta en ekki þjóna, fá en ekki gefa, og þannig verða menn andlega volaðir og fátækir og þola ekki fjelagsskap sjálfs sín. Þá þola menn ekki að vera einir, þeir verða að vera í hópum — dansa eða fara í kröfu göngu. Þetta er öld hóplífsins — Hitlerisma, Fasisma, Kommúnisma og trúarofstækis-isma. Menn hreyfast í hópum, hugsa i hóp- íiin og lifa í hópum. En — ,,hin dýpsta sjón, hún sýnist aldrei tveim". Hópsálar-menning á bágt með að sjá Guð. — Engin furða. Hin dýpsta sjón sjest ekki af hópum, ekki einu sinni af tveim. Það er aðeins hinn sjálfstæði andi, sem • liljóðleiki einverunnar lyftir til hinna hæstu hæða, sem kafar í djúpin og leitar að hinum dýpstu í'ókum tilverunnar, — en hin dýpsta sjón er Guð. Það fellur ryk á sálir manna, sem æða áfram í hópum eftir hin- um breiðu alfaraleiðum1 fjöldans. niðri ;i láglendinu. Sá. sem leitar einverunnar, leitar út frá alfara- leiðum hóplífsins. iit til fjallanna. Hann laugar hjarta sitt og sálar- sjón í hinu hreina og tæra and- rúmslofti og hljóðleik þess hug- ar. sem leitar Guðs — leitar á hin dýpstu mið. Ekkert ryk daprar þar s.ión hans. — ,,Hinir Iijartahreinu sjá Guð". Hinir upprunalegu íbúar Ástr- alíu eru alveg að deyja út. Ný- lega sendu 1814 manns af þessum kynstofni bænaskrá til Bretakon- ungs, ])ar sem þeir fara fram á að gei-ðar, sjeu ráðstafanir til að Jijóðflokkur þeirra deyi ekki út. Þar að auki vilja þeir fá full- trúa inn í þingið. — Loksins er jeg búin að finna hattinn, sem jeg hefi verið að leita að. — Það var gott, góða mín, jeg hefi nefnilega alls ekki ráð á því að kaupa nýjan hatt handa þjer núna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.