Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1937, Side 8
368 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bíllinn lenli inni í setustofu Þetta gerðist í Danmörku. Bifreiðarstjórinn var ölvaður, ók fyrst á símastaur, beygði síðan ljósastaur, splundraði grindverki, braut gat á húsgafl og lenti með bílinn inni í setustofu gam- allar konu. — Efri myndin sýnir bílinn í gatinu, sem hann braut á gafl hússins, og á neðri myndinni sjest kælikassi bílsins inni í stofunni. — Fjórir mánuðir eru nú liðnir síðan hin fræga ameríska flug- kona Amelía Earhart hvarf á fluggi j'fir Kyrrahafið. Leitinni að henni var haldið áfram í marg ar vikur, þar til menn voru al- veg orðnir úrkula vonar um að hún væri á lífi. Eiginmaður hennar, bókaútgef- andinn George Putmann hefir samt trú á því, að hún sje enn þá á lífi. Hefir hann komið upp rannsóknarleiðangri til að leita flugkonnnnar. Ungt fólk, sem vill stofna heim- ili í Þýskalandi, getur fengið til þess lán frá ríkinu. Búist er við, að í framtíðinni verði 200.000 ný- gift hjón þessara lána aðnjótandi á ári hverju. Þá hefir Hitler ákveðið að styrkja barnmargar fjölskyldur með álitlegri fúlgu árlega. * Yfirvöldin í Madras í Ipdlandi hafa samþykt lög, sem banna sölu á áfengum drykkjum. Ferðamönn- um er þó leyft að neyta áfengig. Sólskin. Þegar sól skín í heiði geta menn sífelt dáðst að því, hve alt tek- r.r miklum stakkaskiftum frá því að súld var og drungalegt loft. Mönnum finst tilveran öll vera önnur undir eins og solin skín. En þegar aftnr syrtir að og regnið streymir úr loftinu, er sól- skinsskapið oft líka farið sína leið. Svo háðir eru menn veðr- áttunni. En það er annað sólskin, sem gleður mann og vermir um lijarta rætur, jafnt hvernig sem veðrið er, og það eru vingjarideg orð eða viðurkenning frá þeim, sem menn meta einlivers, um það, livernig menn vinna verk sín eða standa í stöðu sinni í lífinu. Margir eru einkennilega var- kárir með að lirósa öðrum. Má vera að það sje til þess, að þeir, sem hrósið eiga skilið, verði ekki óþarflega hreyknir eða upp með sjer. En svo alt í einu kemur hiu langþráða viðurkenning eins og sólskin, þegar þess var mest þörf, þegar maður var að uppgefast í tilbreytingarlitlu striti daganna. Eitt vingjarnlegt orð getur eytt áhyggjum, svo þær hverfa eins og mjöll fyrir sól. Og það sól- skin, getur haldist um skeið hvernig sem viðrar. Því eru menn svona sparsamir á slíkt sólskin? Slökkviliðsstjórinn í bænum Abselon í Bandaríkjunum hefir verið kærður fyrir að hafa sjálf- ur kveikt í nokkrum húsum til að geta fengið heiðurinn af að hafa slökt eldinn. Nú hefir hann verið tekinn fastur ásamt fjórum öðr- um mönnum úr slökkviliðinu. * Tónsnillingurinh frægi Franz Lehar hefir sjálfur sagt eftirfar- andi smásögu: Dag nokkurn samdi hann vals, sem var betri en nokkur vals sem hann hafði samið. En vegna þess að hann hafði ekki pappír við hendina, skrifaði hann nóturnar niður á skyrtubrjóst sitt. Næsta una í þvottahúsið og valsinn týnd- dag sendi búitýra hans skyrt- ist!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.