Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1937, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1937, Síða 1
46. tölublað. Sunnudaginn 28. nóvember 1937. XII. árgangur. ot—1>J» k.f. Jón Leifs------------------ og afstaða hans meðal íslenskra tónskálda. [Eftir dr. Franz Mixa.] Með grein þessari verð jeg við tilmælum Morg- unblaðsins uni að láta í ljós álit mitt um afstöðu Jóns Leifs meðal íslenskra tónskálda. ónlist Jóns Leifs er háð stað og tíma, eins og verk sjer- hvers skapandi listamanns. Fyrir íslenskan hljómlistar- mann, sem finnur hjá sjer hvöt til að fást við tónsmíðar, er ekki um að ræða neinskonar erfðahefð, er hann geti stuðst við og haft að vegvísi, nema þjóðlögin gömlu. Því að allar hinar yngri tónlistar- iðkanir íslendinga eru ákveðnar af aldagamalli erlendri tónlistar- menningu. En sú viðleitni, sem fram kemur á síðari tímum, að grafa fram úr gleymskunni gömlu íslensku þjóðlögin og láta þau verða sjer uppörvun, er einnig mjög nýtt fyrirbæri. Jeg las það í íslensku tímariti fvrir nokkru, að í byrjun þessarar aldar „vaV enginn, sem vildi líta við þjóðlögunum, og fáir orðnir, sem kunnu þau“. Um Sveinbjörn Sveinbjörsson, sem andaðist 1927, las jeg þetta: „Eins og títt var lim marga söngnæma á þessum vakningartíma, þótti Sveinbirni lítiC koma til hins aldna íslenska söngs. Og tvísöngurinn þótti hon- um beinlínis ljótur“, Þess vegna voru líka í hinum fyrstu sönglaga og harmóníumlagaheftum, sem hjer voru út gefin, eingöngu er- Jend lög í einfaldri útsetningn, sem gerði þau auðskilin og auð- leikin, og í stíl þessara laga sömdu svo ý.msir Islendingar sín sönglög. Hinir fyrstu íslensku karlakórar höfðu heldur ekki um annað efni að velja en erlend kórlög. En jafnvel í framleiðslu hinna fremstu tónskálda eru karlakór- verk yfirleitt ekki mjög stór- vægilegur þáttur, vegna þess, hve einhliða þeir möguleikar eru til listrænuar framsetningar, sem þetta tónlistarform veitir, svo að karlakórverk flestra tónskálda eru aðallega ætluð til skemtunar. Þess vegna gat þekking á slíkum tón- verkum ekki nema að litlu leyti orðið til frjóvgunar og eflingar tónsmíðaviðleitni, er stefndi út yf- ir þetta svið. Afleiðing af tónlistariðkunnum þessarar „vakningartíma“ var og er, að tónsmíðar Islendinga og til- raunir þeirra í þá átt tóku og taka enn undantekningarlítið stefnu hinnar rómantísku eftir- apendatónlistar frá síðara helm- ingi 19. aldarinnar (oft og tíð- um í útþvntri og smekkspillandi invnd), án þess að sambandi sje haldið við hinar framyísandi tón- listarstefnur erlendis og án þess að hjer sje þó um íslenska tón- list að ræða. Við hvorugu var auð- vitað að búast, og hvorugt var hægt að heimta með hliðsjón af þeim skilyrðum, er þessu ollu. Grundvöllurinn að uppkomu ís- lenskrar nútímatónlistar var lagð- ur með útgáfu Bjarna Þorsteins- sonar á safninu „Islensk þjóð- l(ig“, sem lokið var 1904. Þetta verk verður í rauninni aldrei of- metið.*) Safn þetta lagði fyrir #) I „Innganginum“ lýsir höf- undurinn þeim miklu örðugleik- um, sem þessu verki voru samfara. Fyrstu stvrkbeiðni hans til Al- þingis var hafnað. „Einn háttvirt- ur þingmaður tók þannig í það mál, að engin íslensk þjóðlög mundu vera til ■ sum lögin væru algjörlega útlend, en sumt væri heilaspuni okkar sjálfra, söng- fræðinganna; við byggjum þetta til sjálfir, bæði viljandi og óvart, og gæfum það svo út sem þjóðlög. Annar mikils metinn maður í Kevkjavík sagði, „að íslensk þjóð- lög væru ekki þess verð, að þeim væri safnað og því síður, að þau væru gefin út; þau væru svo lje- leg og ljót, að þau væru þjóðinni til minkunar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.