Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS oft mikil björg, ef menn komust þangað út og náðu í megrurnar. En sá galli var á, að þettu var oftast svo iangt, úti, að það voru hinar mestu glæfraferðir. Menn fóru, þegar grisjaði í ís- inn, á smábátum að ná í selket- ið og náðu ]>á kannske í einstaka sel um leið. Njarðvíkiugar kom- ust einu sinni í hann krappann á þessum árum' í einni slíkri för. Þeir liigðu af stað að lieiman með birtu, og í góðu veðri og lentu út um svonefndan Djúpaklett, sem er um íy^ tíma róður úr Njarðvík. Þá voru þeir búnir að fá í fullan bát. Eu nú brast á stórhríð á norðan með liörku- frosti og innan stundar þjapp aðist ísinn saman og báturinn varð fastur. Þeir tóku þá það ráð að selflytja veiðina og draga bátinn, því þeir þóttust . vissir eftir veðurstöðunni, livert væri lands að leita og vissu náttúr- lega hvernig stóð á sjó. Von bráð- ar urðu þeir að skHja selinn eft- ir og drógu bátinn með einhverju litln í. A þessu gekk allan þann dag og næstu nótt, en þá komtt þeir upp uudir svonefnda' Al- menningsflös, sem er sunuan vio Borgarfjörð, og þar gátu þeir komist á auðan sjó og róið suð- ur með landinu til Brúnavíkur, sem er næsta vík fyrir sunnan Borgarfjörð. Þá var eftir í bátn- um hjá þeim 3 megrur og einn selur. Þeir voru þrekaðir mjög, en ókalnir og hrestust brátt. Bát- inn urðu þeir að skilja eftir hjá okkur og fara gangandi heim og þóttust allir heimta þá úr helju. Þetta mun hafa verið um 1870. Mennirnir á bátnum voru Steinn Jónsson, Eiríkur Finnsson, Sig- urður Árnason og Sigurður Þor- kelsson. Skipbrotsmenn í ís. 1894 komu skipbrotsmeun til okkar í Brúnavík af dönskn kaup- fari, sem var á leið til Eyja- fjarðar. Þeim sagðist svo frá, að klukkan 5 um morguninn hefð'. skipið lagst saman í ísnum og þeir liefðu með naumindum getað komið skipsbátnum út á ísinu með lítilshátfar af matvælum í. Þeir drógu svo bátinn innyfir ís inn, þar til þeir komu á auðan sjó og náðu svo til Brúnavíkur ld. 2 um nóttina. Þeir voru ekki mjög þrekaðir, nema kokkurinn, enda var hann verst búinn að klæðum og liafði lítt getað róið, og jeg man, að það þurfti að styðja hann heim. Þeir dvöldu hjá okkur 2 daga, en á þriðja degi fórum við með þá til Seyð- ist'jarðar. Þetta var á einménuði. Sýslu- maður á Seyðisfirði „var þá Axei Tirlinius. Skrifari hans var Jón Runólfsson og tók liann próf í málinu. \’ið fórum fram á 20 kr. fyrir alla fyrirhöfnina við skip- brotsmenniua, en Jón var hinn versti og vildi ekkert borga, því við mundum liafa átt ferð suður. En þó held jeg að þetta liafi þó verið greitt að lokuin, því mörg- um sýndist, að þó við liefðum sett upp 50 kr., þá hefði það ekki verið of mikið. Margt mætti skrifa frá þessum árum, bæði um erfiðleika og mai'gt annað. Oft var náttúrlega þröngt í búi á þessum árum, þar sem fylgdist að harðæri og vöru- leysi, en eftir að jeg man eftir, þá var ekki beint hungur- þar sem jeg þekti til. En það er hægt fyrir menu nú að gera sjer í hug- arlund, livaða vöntun liefir ver- ið á mörgu, bæði tii fæðis og klæðis. Það sem helst varð til bjargar var á ísárunum selur og megrur af sel. Svo rak líka oft hvali og hvalagrindur, því hval- fangararnir tóku ekki nema spik- ið af hvölunum og ljetu svo hitt eiga sig. Þetta rak svo, en ekki var það nú æfinlega geðslegur matur. En það er eins og Káinn sagði: Sulturinn gerir það sætt. Fjáreign manna var yfirleitt lítil, að minsta kosti hinna minni bænda. Jeg man að Steinn faðir minn hafði 12 ær og eina belju og við vorum 10 í heimili, og það voru víst fleiri undir þessa sök seldir. En faðir minn stund- aði smíðar og var mesti veiði- uiaður, bæði með byssu og til fiskjar, og það var sjórinn, sem mest bjargaði mörguin á þeim ár- um. Hákarlaveiðar voru stundað- ar frá Höt’n og Hofströnd og Bakka og nutu margir góðs þar af. Halldór Pjetursson. La Guardia, sem nýlega var kosiiiu borgar- stjóri í New York. — Þjer eruð skjálfhentur í dag, rakari? — Já, þess vegna er jeg líka með bitlausan hníf til vonar og vara. Veiðidýrasalinn : .— Það er langi síðau jeg hefi sjeð yður, tíuð- mundur. Þjer eruð kannska aðal- lega á veiðum lijá keppinaut mín- um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.