Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 381 í Hull. lieitið vestur um liaf — vestur til gullnámanna í Norður- Auieríku. Það var ásetningur Sig- urðar að verða ríkur maður og voldngur — reglulega vellauðug- ur. En það fer margt aunan veg en ætlað er. Áður en Sigurður vissi af var hann orðinn fjöl- skyldumaður og átti fyrir þungu heimili að sjá. Og svo var hann tekinn að lýjast og eldast að ár- um, þegar heimsstvrjöldin braust út. Þá varð liver að hýrast þar sem hann var kominn. Þegar því ofviðri slotaði var Sigurður kom- inn um sextugt, og gullgrafara- gróðinn í Norður-Ameríku tekinn að ganga til þurðar! Uann fór því hvergi og dvelur enn í Hull sem þrítugur enskur þegn og hartnær áttræður Islendingur! Kona Sigurðar lieitir Þórunn, ættuð af Akranesi. Attu þau sam- an þrjá sonu, sem allir eru vaxn- ir menn og vinnandi í Hull — tveir kvæntir. Heimili Þórunnar og Sigurðar er skamt ofan við fiskdokkirnar. P'ram hjá bæjardyrum þeirra «r umferðarstraumurinn þyngstur að og frá fiskmarkaðinum. En ekki berja þó aðrir að dyrum karls og kerlingar en íslenskir „farfugl- ar“, og þeim er öllum boðið inn og gefið kaffi — íslenskt kaffi með öllu þess ágæti og mörgu yfirburðum fram vfir enskt kaffi. TTm þrjátíu ára skeið hefir jietta litla heimili gömlu hjón- anna verið baðstofa, búr og eld- hús íslenskra sjómanna á þess- um slóðum. Hjer hafa þeir hlýjað sjer í hretum og súld. sungið, rabbað og spilað — og ef til vill einstöku sinnum hrest upp á sálina með svolitlu tári! Stöðugt fvlgjast gömlu hjón in af athygli með komu íslensku skipanna —- því hver veit hver kann að koma, og sumir koma færandi hendi — með bók eða íslensk blöð. Það þykir Þórunni vænt um. Ilún segir, að sig hafi altaf langað heim, og ]>ó ]>að muni ekki eiga fyrir sjer að liggja að flytja búferlum heim á æskustöðvarnar, þá kveðst hún ekki mega hugsa til þess að bera beinin í enskri mold. Og húu heit- ir á alla sína gesti og fjölmörgu kunningja, að sjá til }>ess, að það komi aldrei fyrir. Meðan gamla konan rennir enn eijiu sinni upp á stóru, bláu kaffi- könnrna sína. og talar uni þessi döpru áhugamál sín, raular mað- ur hennar gamla hestavísu og glottir digurbarkalega af ein- skæri-i vandlætingu yfir öllu þessu eilífðarrausi. „Eins og það sje ekki alveg sama livar manni er holað niður“, skýtur hann inn til skýringar á viðhorfi sínu til Jiessara mála. Hann er gamall hestamaður og að eðlisfari frá- hverfur öllu dauðaskvaldri og þunglyndislegum lognmolluskap. Honum þykir vænt um að fá tækifæri til að koma með lönd- um sínum inn á bar — en það þýðir ekkert að bjóða honum: „glass of bitter“, eða „one beer“. Hann kýs helst af öllu „half bottle“ af lageröli. „Það kemur beint frá lagernum og er hreint. Hitt er bara mannskemmandi skítur“, segir gamli maðurinn og liristir höfuðið. * í útjöðrum allra boi'ga búa margar hamingjusamar eiginkon- ur, góðar mæður og þrekmiklar húsfreyjur. Og yst í IIull býr ein slík íslensk kona. Hún heitir Gnð- ríður Helgadóttir frá Hreimsstöð- um í Norðurárdal. Laust eftir fermingu kom Guð- ríður hingað til Reykjavíkur, sem Ijettastúlka á heimili Björns Jónssonar ritstjóra. Hefir hún margs að minnast frá veru sinni í Reykjavík frá þeim ár'um. Segir hún að Björn hafi helst ekki viljað fara út nema hún væri í'för með honum og leiddi hann. því þá var hann farinn mjög að heilsu. „Honum fanst einhver Þórunn með kaffikönnuna. stuðningur í því að liafa mig íneð sjer, þó jeg væri krakki. —- Oft þurfti hann að senda mig með handrit niður í Isafold, og þegar jeg fór strax og var fljót í ferð- um, Ijet hann mig gjalda þess í mörgu góðu. Jeg flutti með þeim hjónum að Staðastað og sváfum við þar þrjú fyrstu nóttina í nýja húsinu — og þótti mjer það mik- il virðing. Haustið 1913 rjeðist jeg sem starfsstúlka til sex mánaða hjá Árna heitnum Bvron og konu lians, Ingibjörgu Stefánsdóttur, sem þá voru búsett í Hull. Jeg fór utan með togara og var sam- skipa ungum manni, sem var að fara til Þýskalands til tónlistar- náms — Páll Isólfsson minnir mig hann hjeti. Hann var allra viðkunnanlegasti strákur — og þegar við skildum í Hull veðjaði hann við mig, að jeg skvldi vera komiu heim á undan sjer, því hann ætlaði að vera lengi, lengi og læra mikið. Síðan hefi jeg ekki komið heim og nú eru liðin 24 ár síðan við Páll veðjuðum — °£ íe? veit fyrir víst að hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.