Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 38°. Afmælisgjöf til Magnúsar Jónssonar: Silfurkaleikur frá nemendum hans. En hinumegin: Ei(n|vr)v aq)ÍT|ju újiív eÍQrjvr|r' tijv ejtrjv hífto)ju vjiiv Meí YUTf EV EllOÍ, X(<Y<1) EV V(XIV Jóh. 1427 154 A íslensku: Frið læt jeg eftir hjá yður, minn frið gef eg yður. Verið í mjer, ]>á verð eg líka í vðnr. Jóh. 14,27 15,5. Kaleikur þessi er vafalaust með fegurstu kirkjugripum, sem gerðir hafa verið í seinni tíð hjer á landi. Heimsósómi. Eins og áður hefir veiúð get- ið um í blöðum færðu nem- endur prófessors Magnúsar Jóns- sonar honum á fimtugsafmæli hans kaleik, forkunnar vel gerð- an. Birtist hjer mynd af lionum. Með gjöf þessari fylgdi skraut- íátað ávarp, undirritað af mörg- um nemendum hans, eldri og yngri. Var ávarpið á þessa leið: ,,I tilefni af fimtugsafmæli yð- ar, Dr. theol. Magnús Jónsson, prófessor, höfum vjer þakklátir nemendur yðar, eldri og yngri, látið gjöra kaleik þennan, sem vjer afhendum yður hjer með til eignar. Það er ósk vor, að ]>egar vænt- anleg háskóla-kapella verður tek- in í notkun, að þá verði kaleikur þessi léður þfyigað til helgrar þjónustu. Væntum vjer, að hann muni á þann hátt verða ævarandi vottúr um vinsældir hins ágæta kennara, og verkfæri Guðs náðar, er minst verður Frelsarans á þeint helga stað“. | Prófessor Magnús J ónsson ákvað þegar, að ánafna væntan- legri háskóla-kapellu kaleikinn. Kaleikur þessi er gerður af Jón- atan Jónssyni gullsm. Er kaleikur inn 1 ð1/^ cm. á hæð, smíðaður úr þvkku silfri, og er bikarinn gull- roðinn að innan. Ofan tii á fót- stalti hans eru táknmyndir guðspjallamannanna fjögurra. A myndinni sjest best tákn Mark- tisar, sem er Ijón, vængjað, en lengst til vinstri sjest tákn Matteusar, sem er maður, einnig vængjaður. Myndirnar eru slegn- ar af hagleik miklum, og standa þær fágaðar á hrjúfum grunni og njóta sín því vel. A sjálfa stjettina er letrað öðrnmegin: Dr. Magnús prófessor Jónsson 1887 — 26. nóv. — 1937. frá nemendum hans. í gömlu bókadóti rakst jeg ný- lega á eintak af blaði skólafjelags Kennaraskólans, sem heitir Örvar- Oddur, okt.—nóv. 1935. Blað þetta er fjölritað og efni þess yfirleitt prýðilegt og nem- éndum skólans til sóma. En best þótti mjer þó kvæði það, sem jeg' vil taka bessalej'fi að birta, því að slíkur smíðisgripur á ekki að liggja í láginni. Væri gaman að vita, hver höfundurinn er, því að undarlegt má heita, ef ekki eru til fleiri góðir gripir úr þeim smiðshöndum. M. J. „Á vorum dögum er veröld í hörðu reiki“, Gerist nú hart í heimi, hætturnar víða á sveimi. Alt gengur upp og niður, engum 'er búinn friður. Aukast nú glópskugjöldin, grimm eru pennavöldin. Bregðast nú Ásaættir, allar á burtu vættir. Geipandi skáldin gala, grenjandi lýðinn fala, kveðandi klækimálin, knýjandi úr skeiðum stálin. Vitandi vonir mistar, verandi kommúnistar, hampandi heimskuskotti, hafandi Guð að spotti. Af stefnum er lýður leikinn, af löstum sjerhver hreykinn. Fláræði og flokkaspilling fer um landið í trylling. Sannleikann sífelt lita, sólgnir í feita bita, stjórnmálaauri orpnir, andlega samanskorpnir. Dárlega hædd er dygðin, drengjum er þekkust lygðin. Á braut eru táp og trúin, trygð er í óbygð flúin. Einn svíkur öðrum betur, annara dæmi hvetur, ekki til dýrra dáða, en dugvana Lokaráða. Vakni nú Islands vættir, verði með grönnum sættir. Landið byggist með lögum, svo lofað verði í sögum. Á burtu sje lymsku lundin, Loki sje aftur bundinn. Að velli má Höður hníga, úr Helju skal Baldur stíga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.