Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1937, Blaðsíða 8
384 Forsætisráðherrann prófar bekki. Starf breskra forsætisráðherra er margvíslegt, og m. a. verðnr hann að prófa nýja i>ekki, sem settir eru í St. James garðinn í London. Myndin er tekin þegar for- sætisráðherrann Mr. Neville Chamberlain var að gegna þessari skvldu, er nýir bekkir höfðu verið settir í garðinn fyrir skömmu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •— Ef þjer ekki hættið að slá mjer gullhamra, neyðist jeg til að halda fyrir eyrun. — Jóinfrú Sigríður! Til þess eru hinar nettu hendur yðar alt of smáar! * — Jæja, Pjetur, hvað er meint með orðunum „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ ? — Jeg veit það ekki vel, en ætli ]>að standi ekki eitthvað í sambandi við hnefaleika! * — Þjónn, einn steiktan kjúkl- ing, en hann verður að vera eins ungnr og mögulegt er; annars vil jeg ekki sjá hann! — Yæri ekki vissara fyrir herr ann að panta egg? * Maður einn í Gautaborg fjekk tvö sendibrjef með póstinum. Annað var frá Rio de Janeiro, og liafði það verið fjóra daga á leið- inni. Hitt var frá Spáni og var það 10 daga gamalt. Fyrnefnda brjefið var sent með flugpóstí, Itið síðara hafði lent í höndunum á brjefaskoðuninni á Spáni. Robert Cscil lávarður af Chel- wood, einn af ötulustu friðarvin- um í Bretlandi, hlaut friðarverð- laun Nobels síðast þegar þeim var úthlutað. Cecil lávarður er for- seti Þjóðabandalagsfjelaganna bresku og gat sjer mikið orð um það leyti sem afvopnunarráð- stefnan var háð í Genf. Lokkur úr hári Nelsons flota- foringja var boðinn upp á upp- boði í London fyrir skömmu. Lokknrinn var „sleginn“ manni einum fyrir 240 krónur. * Ibúum Bandáríkjanna fjölgaði á síðasta ári um 6/10% frá ár- inu áður. íbúar U. S. A. eru nú 329.257.000 að tölu. * Atvinnuleysingjum fækkar í Þýskalandi. í lok október voru taldir 502.000 atvinnuleysingjar, eða 575.000 færri en á sama tíma í fyrra. * — Finst þjer ódýrara að búa matinn til sjálf, en að kaupa hann tilbúinn? — Án efa. Eftir að jeg fór sjálf að búa'til mat, borðar mað- urinn minn miklu minna. * Þjóðverjinn Wilhelm Böckmey- er kom til Þýskalands í október- mánuði s.l. og hafði hann þá ver- ið 22 ár að heiman. Hann var tekinn til fanga af Rússum 191ú og sendur til Síhsríu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.