Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.12.1937, Blaðsíða 4
388 LESBOK morgunblaðsins Gyðja miskunnsem- Eftir Oddnýju E. Sen C* JE koraið í kínverskt hof, vek- ur það strax athygli, hve niargir tilbiðjendur sjást ávalt fvrir frainan líkneski gyðju einn- ar. Þessi gyðja er Kwan Yin, gyðja miskunnseniinnar. Og sje komið í forugripa- eða postulíns- búðir, blasir við fjöldinn allur af smálíkneskjnm af þessari sömu gyðju. Árlega fara þúsundir píla- gríma til Shang-Shan-hofsins á Pu-tu-fjalli í grend við Ningpo, en að sögn sendi Buddha Kwan Yin þangað, til að hún gæti helg- að líf sitt trúnni. Hver er þessi gyðja, sem nýtur svo mikilla vin- sælda og hylli? Sagan um liana er á þessa leið: Tvö þúsund árum fyrir Krist rjeði ríkjum fyrir Hsin Ling fvlki á Indlandi konungur einn, er hjet Miao Chuang. Hann hafði lagt undir sig öll nálæg lönd og rjeði einnig fvrir Turkestan. Hann var bæði voldugur og rík- úr. En eitt skygði á hamingju hans. Hann var um fimtugt, en átti engan erfingja. Hann bað heitt og innilega til guðs Vestur- liæðanna. að hann fengi uppfyll- ing sinnar einlægustu óskar. Um þær mundir bjó í þorpi einu á Indlandi maður að nafni Sze. Hann hafði alla æfi verið einlægur Búddhatrúannaður. Dag einn komu til hans ræningjar og báðti hann ásjár. því hermenn væru á hælum þeirra. Sze neit- aði, og nevddust þeir því til að ræna og brenna mörg hús í þorp- inu. Þorpsguðinn skýrði Himna- guðinum frá þessu, en hann sagði, að alt þetta væri Sze að kenna. Til að refsa honum voru allir synir hans dæmdir til hel- vítis. Þegar guð „Vesturhæðanna“ heyrði þetta, reyndi hann að miðla málum og bað Himnaguð- inn að hlífa bræðrunum. Fjekk hann levfi til að láta þá endur- fæðast hjer á jörðu sem dætur Miao Chuangs konungs. (Ástæð- an fj'rir því, að hann fjekk ekki að eignast syni, var sú, að hann hafði látið drepa svo marga.) Þegar fylling tímans kom eign- aðist drotning þrjár dætur. Elst var Miao Chin, næst Miao Jing og yngst Miao Shan. Miao Shan var aðeins barn að aldri, þegar hún fór að velta fyr- ir sjer ráðgátum lífsins. Dag einn, þegar hún var að leika sjer í hall- argarðinum við systur sínar, sagði hún við þær: „Völd og auð- æfi þessa heims eru eins og gróðr- arskúr vorsins eða dögg morg- unsins, sem varir örlitla stund, og svo er alt horfið. Konungar og keisarar halda, að þeir fái eilíf- lega að drotna yfir öðrum mönn- um, en dauðinn hrifsar þá til sín og leggur þá í líkkistuna — og öllu er lokið. Hvar eru þeir voldugu keis- arar, sem buðu öllum heiminum bvrginn ? Hvað sjálfa mig snertir, er það mín heitasta ósk að hafast við á afskektu fjalli og fullkomnast audlega. Ef mjer auðnast að ná æðsta stigi kærleikans, get jeg borist á vængjum vindanna á einu augnabliki heimsendanna á milli. Jeg skal frelsa foreldra míiia og koma þeim til himua. Jeg skal hjálpa öllum, sem þjáð- ir eru og sorgmæddir á jörðúnni. Jeg skal snúa til góðs þeim önd- im, sem ilt gera. Þetta er mín einasta löngun“. Hún hafði naumast slept síð- asta orðinu, þegar ein af hefð- armeyjum hirðarinnar kom til svstranna og skýrði frá því, að konungurinn hefði ákveðið, hverj- um eldri dætur hans ættu að gift- ast. Brúðkaupin átti að halda næsta dag. „Flýtið ykkur“, bætti hún við, „hafið gjafir. fatnað og alt ann- að til reiðu, því skipun konungs- ins verður að hlýða“. Eldri systurnar giftust hátt- settum embættismönnum, og brúð- kaup þeirra fór fram með mikilli viðhöfn. Síðan settust brúðhjónin að í dásamlegum höllum og lifðu í glaumi og gleði. Nú var Miao Shan ein ógift. Konungur og drotning voru vandlátust í vali sínu með mann handa henni, því liann átti að taka við hásætinu. Maður henn- ar varð að vera frægur fyrir mentun og dvgðir og efni í góð- an stjórnanda, því Miao Chuang og drotning hans höfðu ekki eignast son. Konungur kallaði eitt sinn Miao Shan fyrir sig og skýrði fyrir henni fyrirætlun sína og hvernig allar framtíðarvonir hans væru bygðar á henni. „Það er afbrot“, svaraði hún, „að hlýða ekki óskum föður míns. en jeg bið þig afsökunar, ef jeg er ekki sömu skoðunar og þú“. „Láttu mig heyra skoðanir þín- ar“, svaraði konungurinn. „Jeg vil ekki giftast“, svaraði Miao Shan. „Jeg vil ná andlegri fullkomnun og verða að helgri manneskju; auðnist mjer það, skal jeg á einhvern hátt sýna þjer þakklæti mitt“. „Urhrakið þitt“, svaraði kon- ungur reiðilega, „þú lætur þjer detta í hug, að þú getir kent mjer, æðsta vaklhafa í ríkinu og drotnanda svo mikillar þjóðar! Eru nokkur dæmi til þess, að kongsdóttir gerist nunna? Er nokkur virðuleg kona í þeim fje- lagsskap? Kastaðu frá þjer öll- um kenjum um klaustur og segðu mjer undir eins, hvort þú vilt heldur giftast fræðimanni eða herforingja“. „Enda þótt flestir hafi mætur á konunglegri tign og þrái ham- ingju hjónabandsins, vil jeg ein- ungis verða nunna. Völd og auð- æfi þessa heims freista mín ekki. Einasta löngun mín er að gera hjarta mitt æ hreinna“. Konungur stóð upp, reiðilegur mjög, og skipaði að reka dóttur sína á dyr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.