Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 Þau eru samþykki aldanna á meðvitund, hans sjálfs: Andi Drottins------hefir smurt mig, til að flytja fátækum gleðilegan boðskap; hann hefir sent mig, til að boða band- ingjum lausn og blindum, að þeir skuli aftur fá sýn. Lúk. U. Jeg er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það. Lúk. 19. Jeg er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Jóh. U. ÖRGUM mun tregt að fagna á þessum jólum. Margir eiga um sárt að binda hjer í kring um oss. Og úti í löndum er bar- ist. Munaðarlaus börn, særðir sakleysingjar; limlestingar og múgmorð — það er svar heimsins við boðskap hans, sem lýsti friði á jörð á jólunum. Hverful gleði verður að engu fyrir slíkum atburðum augnabliksins. En fögnuður jól- anna er hafinn yfir atburði augnabliksins: Yður er í dag frélsari fæddur! í þessum boð- skap felst leyndardómur jólafagnaðarins. Dýrð jólanna og fögnuður er hann jsem kom, hinn lifandi frelsari. Hinn djúpi, hljóðláti fögnuður jólanna er í því fólginn að sjá dýrð hans og vegsama Guð fyrir hann. Yður er frelsari fæddur, frelsari frá því, sem liðið er: Hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt — í samfjelaginu við hann. 2. Kor. 5. Fagnaðarboðskapur kirkjunnar í dag er sá, að allt geti orðið nýtt, einstakling- Persónuleg afstaða vor til jólaboðskapar- ins: Yður er frelsari fæddur, felur í sjer svarið. í dag er oss boðaður mikill fögnuð- ur. Vort er að þiggja hann, eða hafna hon- um. Á valinu veltur, hvort vjer fáum að sjá dýrð Drottins. SIGURBJÖRN EINARSSON. Forsíðumyndin LLIR kannast við söguna í Lúkasar-guðspjalli (1. k., 26.—38.), um það, að engillvnn Gaéríel kom til Mariu, móður Jesú, og boðaði henni fæðing hans. Ekki aðeins kveðia. enqilsins hefir orðið mönnum rík í huga og verið lögð trúuðum mönnum á varir á um- liðnum öldum, heldur hefir atburðarins sjálfs verið minst með sjerstökum hátíðardegi frá því snemma á öldum, og er sá dagur hinn eini af öllum Maríu-dögun- um, sem enn er minst í lúthersku kirkjunni. Og ekki hafa orðsins þjónar einir minst á þennan at- burð, heldur varð hann jafnframt eitt meðal hinna tíð- ari viðfangsefna myndlistarmannanna síðan á miðöld- um. Hjer í Þjóðminjasafninu eru að minsta kosti 3 slík- ar myndir, hver annari merkari; ein er saumuð úr silki, gulli og ekta perlum á korpóralshús, sem var í dóm- kirkjunni í Skálholti; hinn mesti dýrgripur; önnur er útskorin úr trje, og hefir hún áður verið í stórkostlegri altarisbrik í Odda; en hin þriðja er máluð innan á ann- an vænginn á hinni merkilegu altarisbrík frá Ögri, og er hjer nú sýnd mynd af þvi fagra málverki. Altaris- bríkin sjálf er sem grunnur skápur með útskornum og máluðum myndum af heilagrí þrenningu og postulun- um. Á vængina eða hurðimar eru málaðar myndir beggja vegna, alls fjórar, og eru þrjár þeirra Maríu- myndir, en hin fjárða er mynd af heilagrí þrenningu, enda var Ögurkirkja „helguð guði og guðs móður“ og Pjetrí postula. Þessar fjórar myndir hafa verið málað- ar af mikilli list, og er bríkin einn af hinum merkustu og dýrmætustu hlutum í Þjóðminjasafninu. Sennilega eru málverkin eftir einhvem snillinginn af hinum svo- nefnda hollenska eða flæmska skóla, og mjög svipar þeim til mynda eftir Hans Memling (d. U94), sem margar eru til frá síðasta fjórðungi 15. aldar. Myndin er auðskilin. María krýpur við bænapúlt sitt, þegar engillinn kemur inn og ávarpar hana. Innanvið herbergið er hvíldarstaður Maríu, og sjer þar út um opinn glugga fagurt landslag, en bak við engilinn sjer út i annað herbergi, sem hann hefir gengið inn um. Engillinn heldvir í vinstri hendi gullinni spíru með út- skorinni lilju á. Liljan var tákn hreinleika og flekk- leysis. — Öll er myndin með glæsilegum litum, sem enn eru skírir og óbliknaðir að sjá. KyrtiU Gabriels engils er hvitur, og hann ber gullofna skikkju, en María er í dökkgrænum kyrtli, og skikkja hennar er rauð. Þessi altarisbrík hefir sennilega Jcomið í Ögur-kirkju um 1500, og þá næsta ný. Bjöm sýslumaður Guðnason mun hafa farið að búa í Ögrí 1504, og næsta ár vígði Stefán biskup Jónsson þar kirkju og veitti öllum 60 daga aflát, er hennar vitjuðu, gæfu henni gjafir o. s. frv. Er ekki ólíklegt, að þessi dýrðlega brík hafi verið útveguð í þá nýju kirkju af Bimi. Mun síst fjarrí að ætla, að bríkin sje nú nær 450 ára gömul. Það sæmir illa að fara svo gálauslega með þennan og þvilika dýrgripi, sem nú er gert, þar sem þeir eru geymdir i súðarsölum úr timbri, en ekki fluttir í eld- traust steinsteypuhús, þótt þcgar sje reist. M. Þ. urinn, heimurinn, í krafti hans, sem er stjarnan skínandi, morgunstjarnan. Op. 22. Sjá, jeg gjöri alla hluti nýja. Op. 21. Og lífs- afstaðan í ríki hans, — hið nýja, sem á að koma —, er mörkuð af honum sjálfum: Þetta er mitt boðorð, að þjer elskið hver annan, eins og jeg hefi elskað yður. Jóh. 15. Þetta er boðskapur jóktnna, gjöf þeirra og kvöð. t ÁT mig þá sjá dýrð þína, bað Móse^ 2. Mós. 33. Hann fjekk ekki að sjá nema Ijómann, endurskinið af dýrð Drott- ins. En á jólanóttina Ijómaði dýrð Drottins í kring um f járhirðana í haganum. Og síð- ar gátu menn játað: Vjer sáum dýrð hans, dýrð, sem eingetins sonar frá föður. Jóh. 1. Slík voru umskiftin við komu hans. Þvílík er þýðing jólanna. Hví skyldum vjer ekki fagna? En fáum v jer að sjá dýrð Drottins í dag? Það er alvöruspurning þessarar stund- ar. Svarið er vort, hvers fyrir sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.