Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 5
lesbók morgunblaðsins 397 Gata í Betlehem. hafa ráðið yfir honum, og mörg tungumál hafa verið letruð á merkispjaldið við „bæjarmörk- in“. Nú er áletrunin á ensku þessi árin. Hver veit hvað síð- ar verður. * Ferðamaðurinn stígur úrvagn- inum og gengur upp hæð- ina. Fyrstu húsin mæta honum. Brátt tekur aðalgatan við, þröng og lítilfjörleg eins og ávalt í þessum bæjum. Alstaðar eru menn, sem vilja selja varn- ing sinn. Betlehemsbúar eru orð- lagðir fyrir dugnað sinn og framtakssemi. Þeir smíða kynstur af munum, sem þeir selja um allan heim, minjagripi haglega gerða. Ferðamaðurinn getur fengið alt keypt, alt frá pú .korti til brúðarkjóls. xjetlehem er kristinn bær, og Betlehemsbúar eru í ýmsu frá- ,brugðnir öðrum íbúum lands- ins. Bæði útlit og klæðaburð- ur er annað. Konurnar eru orð- lagðar fyrir fríðleik og tign í fasi. Giftar konur bera afarhá- an höfuðbúnað, sem líkist höf- uðfati hefðarkvenna á miðöld- unum í Evrópu. Yfir þessum háa hatti er hvítur höfuðdúkur, sem fellur niður með vöngunum og er tekinn saman í hálsinn, og fellur svo niður um bak og herð- ar. Margir álíta, að búningurinn sje í raun og veru leifar af Ev- rópubúningi frá krossferðatím- Junum. Og sennilega er sjálft fólkið einnig leifar af krossfar- endunum. Hvergi voru þeir eins margir eins og hjer, og ferða- menn fullyrða, að fjöldi fólks í Betlehem beri ótvíræðan svip af Evrópumönnum. * orgið er miðdepill bæjarins, og við austur enda þess er sú bygging, sem ferðinni er heit- ið til, fæðingarkirkjan. Sú er nú ekki glæsileg hið ytra. Alt skraut hefir verið rifið af henni, hver súla, hver mynd, hver skrautsteinn, alt. Eftir er ekkert annað en hrjúfur bygg- ingarsteinninn, grátt og grettið steinfjall. Ekki einu sinni glugg- arnir hafa fengið að haldast. Það er múrað upp í þá. Og ekki heldur dyr. Upp í þær hefir líka verið múrað. Alt eru þetta minj- ar um bardaga og hernað. — Kirkjan varð að vera ótakandi vígi. Lítill járnkross á hæsta tindi þessa klettabeltis er það eina, sem minnir á, að hjer sje kirkja. I einum dyrunum hefir verið skilið eftir hlið, aðeins nógu stórt og hátt til þess að hægt sje að ganga inn um það, inn í hamravegginn. Segja menn að það hafi verið gert svona lítið og lágt til þess að hinir vantrú- uðu gætu ekki farið ríðandi inn í kirkjuna, kristnum mönnum og kirkjunni til vanvirðu! Ferðamaðurinn beygir höfuð- ið og gengur inn um þessar lágu dyr. Anddyrið er koldimt, því að gluggar allir á framhliðinni eru farnir, eins og áður er sagt. En þegar komið er í dyr sjálfr- ar kirkjunnar, blasir við glæsi- leg sýn, stílhrein og voldug bas- ilíka í fimm ,,skipum“, sem að- greind eru af fjórum súlnaröð- um. Súlurnar eru korintískar. Á veggjunum fyrir ofan súlurn- ar en undir gluggaröðunum, eru leifar af tíglamyndum. En í loft- inu eru eikarbjálkar. ¥ Kirkjan er reist yfir hellis- skúta þeim, sem sögu- sögnin hermir að sje fæðingar- staður Jesú. Að vísu segir ekki í Lúkasarguðspjalli að Jesús hafi fæðst í hellisskúta, og sum- ir halda, að ,,jatan“ muni hafa staðið fyrir utan gistihúsið, þar sem móðir Jesú gat ekki fengið rúm. En hitt tíðkast mjög, að hús í Betlehem eru reist einmitt yfir hellisskútum, nákvæmlega eins og hellisskútanum í fæðing- arkirkjunni. I þessum skútum eru skepnur, en íbúðin sjálf er uppi yfir. — Þannig hefir ,,gistihúsið“ einnig verið. 1 ös-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.