Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 8
400 lesbók morgunblaðsins þær hefðu keypt útsæðið þar í þorpi. „Skárri er það búskapur- inn“, sögðu lagskonur þeirra úr fiskinum, til þess að segja eitt- hvað. „Það má mikið vera, ef þær torga þessu einar“. Laugardag einn fór Elín suður til kaupmannsins, sem þær höfðu unnið hjá, til að sækja sumarkaup þeirra. Þær höfðu litlu af því evtt. „Jeg ætla að biðja yður um helminginn“, sagði Elín, „hitt má standa inni. Við þurfum að biðja yður um einhverja úttekt í vetur“. Kaupmanninum geðjaðist vel að stúlkunni og átti því ekki að venj- ast að ungar stúlkur tækju aðeins helminginn af sumarkaupinu. — „Þið eruð sparsamar frænkurnar", mælti hann vingjarnlega. „Leitið til mín, með hvað sem er“. „Þakka yður fyrir“, svaraði stúlkan að- eins og kvaddi. Geitakofann, sem fylgdi kotinu, höfðu þær frænkur ekkert notað að þessu, því að þær áttu enga lifaudi skepnu, nema grábrönd- óttan kött. Einni slyngri sögu- konu kom til hugar að biðja þær að lána sjer kofann. Það er ekki ómögulegt að maður geti þá kom- ist inn á þær hugsaði hún — en við karlinn sinn sagði hún: „Heyrðu, Þórður, viltu ekki biðja persónurnar í Ystakoti um geita- kofann, þetta er allra besti kofi og þær gera ekkert með hann, hann er ágætur fyrir huðnurnar okkar — Jeg gæti sjálf skotist og gefið'þeim". „Ætli þjer þætti það ekki nokkuð langt, kelli mín, þeg- ar snjór er kominn“, svaraði karl- inn. En fór þó að finna frænk- urnar. „Kofann“, svaraði Elín, einstaklega vingjarnlega og brosti. „Nei, við ætlum að hafa svörðinn okkar í honum“. Með það fór karl inn. „Já, það er vandlega passað, að engin lifandi sál komist nærri þeim“, brast út úr kerlingu hans, þegar hún heyrði málalokin. En Þórður gamli varð lifandi feginn að þurfa ekki að vera að rogast, með hey út að Ystakoti. A jólaföstunni kom góðviðris- kafli og allir bátar, sem ekki voru uppsettir, reru til fiskjar dag eft- ir dag. Það var góður afli af lýsu og smáfiski. Daginn fyrir Þorláksdag beittu allir enn sem fyr. Veðrið var með blíðasta móti, en lieldur drunga- legt útlit. Veðurspáin var fremur óákveðin, því að ekki hafði náðst til skipa úti fyrir nema á fáum stöðum. Engum datt í hug að liggja í landi. Þetta yrði síðasti róðurinn fyrir jól. I ljósaskiptunum heyrði Þor- steinn kaupmaður rjálað við bak- dvrnar á verslunarhúsinu. Um dyr þessar var farið inn í þvergang, sem lá framan við skrifstofudyrn- ar, og var einkum um þær gengið af þeim, sem vildu hitta kaup- manninn og skrifstofufólkið, en áttu ekkert erindi í búðina. Þor- steinn kaupmaður var einn á skrif stofu sinni, hann var rjett búinn að loka útidyrunum, en sneri nú til baka þegar hann heyrði, að einhver var við hurðina. Þegar hann opnaði varð hann meira en lítið forviða. AndaJjiunna stóð þar, og bauð gott kvöld. „Gerið svo vel“, mælti kaupmaðurinn og kveikti í ganginum. Og Guðrún gamla staulaðist inn. „Fyrirgefið ónæðið“, sagði hún, „mig langar til að tala fáein orði við kaupmann- inn“. „Komið hingað inn“, mælti hann og opnaði skrifstofudyrnar. Og gamla konan fór inn á undan, og Þorsteinn kaupmaður lokaði. „Jæja, hvað er yður á höndum?“ spurði hann glaðlega um leið og hann bauð henni sæti — „líklega að sækja inneignina“. „O, ekki er það nú erindið“, sagði Guðrim gamla hógværlega. „Hvað mundi það þá vera?“ spurði kaupmaður- inn, og leit góðlega til gömlu konunnar, sem sat og strauk kögrið á sjalinu sínu og virtist hálf-ráðalaus. „Það er nú svona“, mælti hún og leit upp, að jeg sje og hevri stundum dálítið fleira en aðrir, þjer hafið nú sjálfsagt heyrt mig kallaða Anda-Gunnu. Jeg tek mjer það ekkert nærri nú orðið. Það er hægt að kenna okkur við það, sem verra er en framliðna bræðnr okkar og syst- ur. Jeg hefi nú ekki mikið hamp- að því, sem jeg sje, en stundum er jeg til þess neydd — eins og núna. Jeg kom til yðar af því að þjer ráðið hjer miklu, og af því að jeg held að þjer sjeuð góður maður. Og nú ætla jeg að segja yður hvað mjer liggur á hjarta“. „Jeg þakka það traust, sem þjer sýnið mjer“, mælti Þorsteinn kaup maður hlýlega. „Bara að jeg ætti það skilið“. „Það er nú eins og hver vill“, mælti gamla konan hógvær, „en nú er best að segja eins og er um erindið. Jeg hefi sjeð ýmislegt hjer í sumar, eins og annarsstað- ar þar sem jeg hefi verið, en einna ljósast hefi jeg greint skipshöfn og bát hjerna út í vörinni neðan við Ystakot. Og aldrei hefir það brugðist, að á eftir þeirri sýn hefir hann hvest af hafi. I gær- kvöld heyrði jeg þá setja bátinn sinn og tala saman þegar jeg kom iit á hlaðið. Og í kvöld settu þeir bátinn ennþá lengra upp, og höfðu hærra en nokkru sinni áð- ur, aumingjarnir. Nú hafa allir bátar beitt og ætla að róa, en jeg er viss um að það kemur versta veður og því er jeg hingað kom- in, að mig langar til þess að biðja yður að koma í veg fyrir að þeir rói. Það getur þá enginn, ef þjer getið það ekki“. — „Þakka yður fj’rir, Guðrún mín, „ekki veldur sá er varar“, mælti kaupmaður. „En má jeg ekki segja þeim frá sýn yðar?“ „Jeg veit að sumir muni skipast við það, því að hjer í þorpinu hafa verið einhverjar sagnir um þessa skipshöfn — að hiin hafi átt að sjást og sumir eru ekki fjarri því að trúa á þessháttar. En aðrir trúa engu slíku. Og þó gæti það skeð að hik kæmi á þá ef þeir vissu um sýn yðar og heyrn“. „Jeg má víst til að leyfa það“, svaraði Anda-Gunna stillilega. En best þætti mjer að þjer gætuð komið þessu áleiðis, án þess að láta mín að nokkru getið“. „Jeg skal gera alt hvað jeg get“, svaraði Þor- steinn kaupmaður, „og þakka yður fyrir aðvörunina". „Hún er nú ekki nema sjálfsögð", svaraði gamla konan og stóð á fætur. „Nú hefi jeg ekki meira að segja og ætla því að fara. Verið þjer sælir“. „Jeg ætla að fylgja yður heim, Guðrún mín“, mælti kaupmaður- inn og stóð á fætur. „Æ, nei, ger- ið það ekki. Mjer er alveg óhætt og kann best við að sem minst beri 4 ferðum mínum“, svaraði hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.