Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 403 Hei I I ferð Þau risu blá við bleikan sjónarhring, hin brunnu fjöll. Og jöklarnir í kring á hverjum morgni klæddust roðans glóð, á kvöldin þeirra skikkja varð sem blóð. En bak við fjöllin beið mitt heimaland! — Jeg bjóst til ferðar, lagði á eyðisand; og berfættur jeg gekk um lífsins grjót, jeg gekk um eggjar, synti yfir fljót, því jeg var þræll og þurfti heim til mín, við þilin heima bjartast sólin skín, og bæjarlækur niðar nótt og dag, við nið hans best jeg uni mínum hag. Og jeg var þreyttur: Þúsund ára strit með þunga sínum lamar öll mín vit. Og heimsins kúgun heftir viljans dug. Á heimsins kúgun skal jeg vinna bug. FJAÐRAFOK Læknir gefur ungum eiginmönn- um eftirfarandi ráð: Ef konan þín kvartar yfir höf- uðverk, þá gefðu henni nýjan hatt. Það dugar best, Kvarti hún yfir þreytu, liggi á legubekk og segist ekki geta hreyft sig, þá skalt þú ganga út að glugga og segja henni, að besta vinkona hennar sje á göt- unni fyrir framan húsið í alveg nýjum klæðnaði. Þá skaltu sjá, að konan þín sprettur upp eins og fjöður, og gleymir bæði þreytu og máttleysi. Fái konan þín ilt í hálsinn, svo að hún á erfitt með að tala, þá tak þú hiklaust hatt og staf og farðu út að skemta þjer. Komdu ekki heim fyr en klukk- an fjögur um nóttina. Þá skaltu sjá, hvort hún fær ekki málfær- ið í lag. (En þetta líf, það lýgur brjóstin full, hin leynda blekking skín, sem rauðagull. Og alt sem fýr var æfintýrablátt, er orðið nakið, hversdagslegt og grátt.) Jeg ligg við fjöllin, fótur minn er sár, jeg felli á grjótið þrælsins beisku tár. Og við mitt höfuð hamar svartur rís, en hæst við tindum grúfir snjór og ís. Jeg get ei meir, því þrek mitt þrotið er og þögul nóttin kreistir mig að sjer. Úr iljum rennur blóð í brunninn sand. En bak við fjöllin er mitt heimaland. Mitt heimaland með angan upp úr jörð, með ilm úr grasi, spaka sauðahjörð; og við þinn móa vefst nú sál mín öll. Jeg v e r ð að komast yfir þessi f jöll. , Ólafur Jóh. Sigurðsson. Ensk víðkunn leikkona, Alma Tremayne að nafni, fjekk um daginn leyfi til þess að halda mikla hljómleika í Madstone- fangelsinu. Enginn fjekk um það að vita, hversvegna hún vildi koma þessum hljómleikum á. Leikkonan greiddi allan kostnað- inn við þá. Leikkonan rjeð bestu tónsnillinga til þess að skemta föngunum. Hún setti aðeins eitt upp, að fá að heilsa öllum föng- unum með handabandi daginn áður en hljómleikarnir voru haldnir. Þetta var henni veitt, Allir fangarnir stóðu í röðum í fangagarðinum. Leikkonan gekk meðfram röðunum og tók í hönd þeirra allra. Þegar hún rjetti einum fang- anum höndina, staðnæmdist hún augnablik og brosti' til hans. Hann brosti til hennar. Og síðan skildu þau. En þegar alt var um garð gengið sagði leikkonan frá því, að alt þetta hefði hún gert til þess eins að fá tækifæri til þess að sjá þennan mann eitt augnablik og taka í hönd hans. Jeg elska mann þenna, sagði hún. Við fengum að horfast í augu eitt augnablik. Það líða mörg ár þangað til við sjáumst aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.