Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 407 Jólciscigci Eftir Kristmcinn Quðmundsson Jólanótt — Ijósin voru sloknuð víðast hvar, og það var dimt yfir bænum, skýjaður himinn, þokusúld. Draugalegt hrimhljóð frá Gróttu, stormur í aðsigi, en logn í borginni. Fólk var lagst til hvíldar eftir hátíð kvöldsins; aðeins næturvörðurinn ungi reik- aði hljóður um votar og eyðileg- ar göturnar. Götuljósin lýstu dauft eins og þau værú líka að sofna, það sýndust vera hringir um þau í úðaþokunni; og asfalt- ið gljáði svart, göturnar líktust myrkum gljúfrum. Næturverðin- um unga fanst hann vera á ferli um heim þar sem alt líf var löngu liðið undir lok. Hann hafði reynt að hressa sig upp og hrista af sjer töfra þessarar þögulu og drungalegu nætur, þá vímu dauða og kyrðar sem fylgdi henni, en honum tókst það aðeins í svip. Friður og eyðileiki miðsvetrar- myrkursins var í hlóði hans og taugum; sól og dagur var svo órafjarlægt — hafði nokkurntíma verið surnar ? Alt umhverfið var svo lífssnautt og húmað, eins og skuggabygð á rústum löngu lið- innar veraldar. Þó var ókyrð og fjálgleiki í huga hans, óljós ótti, raunakend eftirvænting. — Síðastliðnar tvær nætur hafði veðrið verið eins og nú, brimgnauð frá nesjum, en lygn vætumóða hjer við sundin. Og það hafði skeð nokkuð und- anfarnar nætur. Ur dimmu ríki vetrarnæturinnar hafði gestur vitjað bæjarins, þögul og ein- kennileg kona, sem virtist heyra myrkrinu til. Næturvörðurinn ungi var að hugsa um þessa konu. — Klukkan var langt gengin tvö fyrstu nótt- ina, þegar hann mætti henni. Það var eins og hún leystist út úr myrkrinu alt í einu, og það fór hrollur um hann, honum fanst þá þegar eitthvað annarlegt við hana. Hún gekk svo undarlega, álút, og horfði niður fyrir fætur sjer, eins og hún væri að leita að ein- hverju. Og svo riðaði hún dálít- ið, eins og hún væri undir áhrif- um víns. Þegar hún fór fram hjá honum á gangstjettinni sá hann að fötin hennar voru vot; hún hafði heldur enga yfirhöfn og hár hennar fjell laust niður um herð- arnar. Það var rennandi vott líka. Alt látbragð hennar lýsti einhverj- um óskiljanlegum dapurleika og umkomuleysi; það var eins og hún vissi ekkert hvað hún ætti af sjer að gera. Hann ætlaði að stöðva hana og liafa tal af henni, en hann kom ekki upp nokkru orði; það var kominn eins og einhver doði í hann allan, eins og hann rjeði ekki fullkomlega gerðum sínum lengur. — Næturvörðurinn ungi var djarfnr maður og laus við draum- hyggju. En einmitt þessvegna var hann máske miður við því búinn að mæta hinu óvænta. í fyrsta sinn kendi hann á þessari stundu lamandi ótta, en jafnframt sárs- aukablandinnar sælutilfinningar, eins og einhver, sem hann hafði þráð lengi, hefði birst honum í svip. Hvert smávægi í útliti henn- ar festist honum í minni: Hún var grönn, í síðum dökkum kjól; andlitið hvítt, náfölt, en ungt og barnslegt; vangasvipurinn eins og á marmaramynd eftir fornaldar- meistara, þýður, hreinn, sveipað- vrr yndisþokka, — en með blæ óhuggandi vonleysis. — Hann fylgdi henni eins og í draumi. — Hún kom frá höfninni og hjelt upp Pósthússtræti. Það er ekki langt að dómkirkj- unni, en honum fanst þau vera Kristmann Guðmundsson. óratíma á leiðinni þangað. — Hún nam staðar við tröppurnar fyrir framan kirkjudyrnar, lyfti ekki höfði, stóð þar hreyfingarlaus eins og hún hefði gleymt sjer. — Hann staðnæmdist líka, þögull og ráð- þrota. Kirkjan reis yfir þeim, há og myrk í þokunni eins og í dauðra manna gröf. Hann vissi að það var skylda hans að tala til hennar, þessarar undarlegu ó- kunnu konu, krefjast skýringar á þessu ferðalagi hennar, og bjóða henni liðsinni sitt ef þess þurfti með. En það var eins og munni hans væri lokað af ósýnilegri hönd, hann kom ekki upp nokkru orði. Svo beið hann hljóður með- an hún stóð þarna við kirkju- tröppurnar, — hve lengi það var vissi hann ekki; máske aðeins nokkrar mínútur? — Alt í einu sá hann að hendur hennar lyftust lítið eitt, báðar í einu, og jafn- framt tók hún eitt skref fram eins og hún vildi halda áfram upp tröppurnar. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum, en í livert skifti sigu hendur hennar niður aftur og hún hörfaði til baka. En þessar hreyfingar voru svo vonleysislegar og hikandi, eins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.