Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1937, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 413 Fyrir yngstu Iesendurna. ■ í heimsókn Hafið þið ekki gaman af að heimsækja litlu kvikmynda- stjörnuna Shirley Temple, sem eflaust flest af ykkur kannist við, og sjálfsagt hafa mörg ykk- ar sjeð hana leika í myndum, sem hjer hafa verið sýndar. Það, sem vakið hefir mesta að- dáun á Shirley, er það, að hún kemur ávalt eðlilega fyrir sjónir okkar, í hvaða gerfi sem hún birt- ist. En það er vegna þess, að hún er sem allra minst látin verða vör við, að hún sje að leika, held- ur er hún vanin við að líta á kvik myndastarfið sem skemtilegan og hrífandi leik, svipað eins og við leikum okkur í mömmuleik, felu- leik, eða þá ræningjaleik. Það er bara sá mismunur, að Shirley hef- ir heilan kvikmyndabæ til að leika sjer í. Þegar hún er ekki við kvikmyndastarfið, lifir hún svipað og önnur börn, og er forð- ast að láta hana finna, að hún sje nokkuð meira en önnur börn og að taka verði eitthvert sjer- stakt tillit til hennar. Shirley þykir ekkert gaman að sjá sjálfa sig á kvikmynd. Hún vill miklu heldur sjá Mickey Mouse teiknimyndir. En nú ætla jeg að lofa ykkur að heyra, hvernig Shirley Temple ver deginum. „Shirley! Klukkan er orðin sjö!“ „Það er ómögulegt að klukkan sje orðin svo margt“, sagði Shir- ley og velti sjer á bakið og teygði úr sjer. Úti á ganginum heyrðist ýlfr- að og þegar dyrnar voru opnað- ar kom hundurinn hennar Shirley hlaupandi inn og beina leið upp í rúmið til hennar.. „Góðan daginn,, Rowdy!“ hróp- aði hún og klóraði honum á bak við eyrun. „Þú ert ljóti hundur- inn að vekja mig svona snemma! En nú verð jeg víst að fara á fæt- ur, fyrst þú segir líka að klukkan sje orðin svotia margt“. Shirley flýtti sjer á fætur og Shirley Temple inn í baðherbergið og fjekk sjer kalt steypibað. Síðan steig hún á vigtina, sem þar var, til þess að vita, hvort hún hefði nokkuð þyngst. „Mamma! Jeg er ekkert þyngri en jeg var í gær. Og þú sem seg- ir, að jeg stækki meðan jeg sofi“. Shirley flýtti sjer nú að klæða sig og þvínæst hljóp hún fram til mömmu sinnar og borðaði morg- unmatinn sinn, og hún hefir venjulega ágæta matarlyst og er sjaldan úrill. Þegar hún hafði lokið við að borða morgunmatinn, sem venju- lega var dálítið af ávöxtum, stór diskur með hafragraut og sigti- brauðssneið, og svo náttúrlega mjólkurglas, hraðar hún sjer nið- ur í garðinn til að fóðra dýrin sín. Shirley á tvo hunda. einn hest og fjölda af kanínum, sem henni þykir sjerstaklega gaman að. Hún hirðir þær sjálf á hverj- um morgni og rífur handa þeim gras. Klukkan níu kallar mamma hennar og segir, að nú verði hún hjá ■ að koma inn og klæða sig, því klukkan hálftíu verða þær að vera komnar á kvikmyndastöðina. „Mamma!“ hrópaði Shirley. „Jeg fer í bláa kjólinn minn í dag“. Mamma hennar hafði ekkert á móti því, og Shirley flýtti sjer að ná í kjólinn úr klæðaskápnum sín- um. En þar var nú annars úr nógu að velja. Þar voru kjólar úr alls- konar efni og í öllum regnbogans litum. Áður en Shirley fór í kjólinn, fór hún inn í baðherbergið og burstaði tennurnar sínar. Það ger- ir hún þrisvar á dag. Hún reyndi að losa eina tönnina, sem henni virtist vera laus, en það tókst nú ekki, svo hún varð að láta það bíða betri tíma. Nú var bifreiðin hennar komin að húsdyrunum og Shirley og mamma hennar stigu upp í hana og óku til kvikmyndastöðvarinnar. Mamma hennar fer ávalt með henni þangað. Frá klukkan tíu til tólf er Shir- ley á kvikmyndastöðinni, en þá er hádegisverður og borðar hún hann venjulega þar. Eftir hádegisverðinn er Shirley látin sofa í klukkutíma, en síðan fara þær mæðgur aftnr til vinnu. Klukkan fjögur er lagt á stað heim. Þegar heim kemur bíður Shirley mikill fjöldi af bögglum með allskonar gjöfum frá flestum löndum heimsins. Shirley dætur þær venjulega flestar af hendi til barnaheimila og spítala. En ein- staka heldur hún eftir. Hún á t. d. á annað hundrað brúður af öllum mögulegum stærðum og gerðum og margar þeirra eru í þjóðbúningum þeirra landa, sem þær koma frá. Ekki veit jeg hvort hún á nokkra brúðu í íslenskum búningi. Pabbi Shirley kemur heim klukk an fimm og þá fara þau út á grasflötinn og leika „krocket“, þangað til mamma hennar kallar á þau inn að borða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.