Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 1
hék 50. tölublað. SMov&mibláb&inB GAMLÁRSDAG 1937. XII. árgangur. U*fold»rpr*ntirniejft h (. r ~>c ri- 1 • ~>c • rooarneioi. Eftir Lúðvik Kristjánsson. Nýlega lenti pósturinn frá Ólafsvík, Áglist Óla- son, ásamt 21 árs stúlku, Elínu Gísladóttur, í hrakn- ingum á Fróðárheiði. Ágúst komst til bæja, en stúlk- an var úti í hríðarbyl á heiðinni um nótt. Daginn eft- ir fanst hún heil heilsu. Lúðvík Kristjánsson, höfund- ur þessarar greinar. er allra manna fróðastur um alla staðhætti á Snæfellsnesi, enda hefir hann safnað það- an örnefnum og ýmsum sögufróðleik. Yfir Snæfellsnessfjallgarðinn liggja sjö fjallvegir. Fróð- árheiði og Kerlingarskarð eru í senn fjölförnustu og óhreinustu leiðirnar. Fúsaskurðir á Kerl- ingaskarði eru ekki ærnar tor- færur, en þar hefir samt mörg- um orðið tafsamt og flestir hafa haft kynlega sögu að segja um það, hvað valdið hafi, er til bygða kom. I vitund Snæfellinga er Fróð- árheiði kynjaleið. — Dulmagn fornrar og rammrar draugatrú- ar hefir hvílt yfir leiðinni frá ómuna tíð, og enn í dag kennir jafnvel beygs í rómnum, þegar talað er um þessa heiði. Sunnanverðu við heiðina, rjett við heiðarfótinn, bjó sá maður- inn, sem í vitund tslendinga hef- ir orðið persónugerfingur fólsk- unnar og óskammfeilninnar. Þar var vegið að gesti og gangandi, þar var engum hlíft. Frá bæn- um hans Axlar-Bjarnar stafar óhugnan, sem fylgir manni upp heiðarfótirin og jáfnvel útyfir heiðarbrúnina. Norðanverðu við heiðina, að Fróðá, urðu hin fáránlegustu undur, sem sögur fara af. Þar birtist tungl hálft á veggþili bæjarhússins og gekk andsælis. Þar kom selshöfuð upp úr gólf- inu og gekk það upp við hvert höggið, sem á því dundi. Þar birtist rófa ein mikil og loðin og urðu þeir skinnlausir á lófum, sem í hana toguðu. Þar sátu í eldaskála sex sjódrukknaðir menn í öllum sjóklæðum, þrjá daga í röð, á jólunum fyrir 936 árum. Fróðá og Öxl varða heiðina sín hvorum megin. Frá Ólafsvík liggur þjóðveg- urinn inn í Fróðárhverfið, yfir heiðina og suður sveitir. Nokkru fyrir innan Fróðá beygir vegur- inn upp hrjóstrug hæðardrögin og beint til fjalla. Upp af hlíð- artaglinu er moldarmúli og hall- ar þar mjög á fótinn. Efst af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.