Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Page 2
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS múlanum blasir bærinn Fróðá einkennilega við, og verður manni á að hugsa, að einmitt þar hafi líkfylgdarmennirnir áð fyrst, er þeir fluttu lík Þórgunn- ar hinnar suðureysku suður yfir heiðina. Ofan við Moldarmúl- ann dregur úr brattanum, þar til kemur í fell nokkurt, er Slaga heitir. Sunnan í Slögu eru hell- ar margir og heitir emn þeirra Björnshellir. Þar h„fðist við Björn Breiðvíkingakappi, er hann dvaldi af sjer gjörninga- hríðina. Sunnan við Slögu er Björns-hlaup á Fróðá. Þar skildi með þeim Fróðármönnum og Birni, þegar þeir veittu honum eftirför, eftir að hann hafði heimsótt vinkonu sína, húsfreyj- una á Fróðá. Jeg hefi sjeð tvo menn stökkva yfir Björns-hlaup að sumarlagi, og þótti mjer það mikil dirfska. Þegar komið er upp fyrir Slögu, blasir Miðfells- dalur við fangi og er Miðfell sunnarlega fyrir honum miðjum. Vegurinn liggur nú mjög í aust- ur með fram Valavatni. Sagt er að í vatni þessu sje skrímsli eða nykur og þykir mörgum ugg- samt að fara þar um í myrkri. Frá vatninu liggur vegurinn upp *á brúnina á Löngubrekkum, en þær eru austan megin í miðfells- dalnum. Þegar farið er niður af Löngubrekkum er móhella ein mikil, nefnd Dauðsmannshella. Endur fyrir löngu luasaði hest- ur þarna á hellunni, en maður- inn, sem á honum var, fjell af baki og dauðrotaðist við bylt- una. Þegar komið er yfir hell- una beygir vegurinn til suð-vest- urs fyrir neðan Miðfell og síðan beint í suður. I Miðfellsdalnum er stór grasigefin mýri, kölluð Kirkju- mýri. Fyrir ofan hana stendur sæluhúsið. Kirkjan í Hvammi í Norðurárdal hefir átt Kirkju- mýri ævalengi. Eru það munn- mæli að kona ein gæfi kirkjunni þessa mýri með þeim ummælum, að þeir sem nytu þar slægna, skyldu gefa Norðdælingum hey handa hestum þeirra, er þeir færu yfir heiðina. Syðst í Miðfellsdalnum er Draugagil og skerst það til aust- urs. Skuggalegt er í Draugagili og þótti þar svo feikna reimt, að flestir höfðu ímugust á að fara þar einsamlir yfir, eftir að rokkið var orðið. Sagt var að íbúarnir í Draugagili fylgdu vegfarandanum dyggilega upp úr dalnum, en úr því var ekki að treystaa á leiðsögu þeirra. — Þegar upp á dalbrúnina var komið, sneru draugar ferða- manninum úr vegi og lintu ekki látum fyr en þeir höfðu skilið við hann dauðan, brotinn og sundurtættan fyrir neðan Knar- arkletta. Sunnan við Miðfellsdalinn tekur við háheiðin og er hún sljett og greiðfær. Þegar hallar suður af henni liggur vegurinn niður í Hraunhafnardalinn og þaðan í bygð. Þótt Fróðárheiði sje ekki löng, hafa undarlega margir vilst þar orðið úti. Flestir, sem týnt hafa lífinu á Fróðárheiði, hafa hrapað fyrir Knararkletta og hlotið voveiflegan dauðdaga. Þegar komið er upp úr Mið- fellsdalnum er oft mjög hætt við að menn villist í myrkri og hríð og er þá stutt vestur í Knarar- kletta, sem gnæfa snarbrattir ög hrikalegir upp yfir bæinn Knör í Breiðuvík. Síðari hluta 19. aldar voru tveir menn sunnan heiðar, tíðir fylgdarmenn yfir Fróðárheiði, og allra manna kunnastir á þeim slóðum. Þessir menn voru Jón Sæmundsson í Hraunhöfn og Egill Jónasson á Búðum, bróðursionur Samsonar Samson- arsonar, er var lífvörður Jör- undar hundadagakonungs. Báð- ii þessir menn fóru oft á vetrum, þegar misjafnt var veður, fyrir austan Miðfell um svo kallaða Steinahlíð, til þess að þeir væru sem lengst frá Knararklettum, ef þeir lentu í villu. Mjer er kunnugt um fæsta þá, er látið hafa lífið fyrir Kn'arar- klettum, enda hefi jeg ekki hirt um að rita niður hjá mjer þá, sem annálar og kirkjubækur geta um. Síðla vetrar 1705 var Magn- ús Hrómundarson sýslumaður í Hnappadalssýslu, er lenti í hinu alræmda „Kríumáli“, á ferð undan Jökli suður yfir heiði. Mun hann eflaust hafa fengið ilt veður og vilst, því að hann fanst liðið lík undir Knarar- klettum. Um miðjan október 1874 voru þeir Þórarinn Guðmundsson verslunarstjóri í Ólafsvík, Böðv- ar Guðmundsson bróðir hans og Jón Ásgeirsson á ferð yfir Fróð- árheiði. Jörð var auð en rigning og niðamyrkur. Böðvav reið góð- hesti tryltum mjög, og varð hann viðskila við fjjlaga sína. Leituðu þeir Böðvars alliengi, en fundu ekki. Daginn eftir var hafin fjölmenn leit og fanst þá hestur hans standandi fremst á Knararklettum með slitinn beislistauminn, en fyrir neðan í stórgrýtisurðinni lá Böðvar lið- ið lík, sundurtættur og brotinn, með spottann af beislistaumnum í höndunum. Þótti auðsætt, að Böðvar hefði viljað teyma hest- inn fram af, en hann spyrnt á móti og þar skilið með þeim. Lík Böðvars var flutt heim að Knar- .artungu, en þar bjó kona hans, m hann var nýskilinn við, og veitti hún honum náhjargirnar. Skömmu eftir 1880, að jeg hygg, var Kristmundui' nokkur Kristjárisson, er um eitt skeið bjó í Húsanesi, á ferð á vetrar- lagi yfir Fróðárheiði. Hafði hann marg oft farið þessa leið á öllum tímum árs, og var því þaulkunnugur á þessum slóðum. Kristmundur fekk hríð mikla og hvassviðri af suð-vescri. Sóttist honum ferðin mjög seinlega því fannkyngi var mikil. Alt í einu verður hann þess var, að hann tekur flug mikið og svífur í lausu lofti. Loks nemur hann þó staðar í snjódyngju, sem þó var mjög hörð viðkomu. Taldi Krist- mundur nú hyggilegast að hreyfa sig hvergi fyr en hann sæi þess einhver skil, hvar hann væri staddur. Þegar bírti, tók ör- lítið í bylinn og greridi Krist- mundur þá glögglega að hann sat á hamrasillu í miðjum Knar- arklettum. Þótti honum nú fátt til ráða, en bágast átti hann með að hugsa til þess, að verða Frli. á bls. 423.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.