Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 4
420 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS •— í dauða þínum lýsi þjer „lúna", hvort líður vel í hel .... mina? * Eftirfarandi vísur voru ortar í orðastað hesta- og latínumanns: Jeg hneigi mig og heilsa heilum meraflokk. Taktu í taglið! Hic, hunc, hujus, huic, hoc! Jónki tekur Jarp gamla, — jeg ríð á Blakk. Afram, meri! Heac, hanc, hujus, huic, hac I Hættu að ausa, helvískur, — lmnskastu á brokk! Hott, hott, hoc, hoc, hujus, huic, hoc! * Eitt sinn kom upp sá kvittur, að einn maður í bekknum færi sjaldan í bað og væri lengur en góðu hófi gegndi í sömu nær- fötunum. Þá var þetta kveðið: Eftir mánuð fötum fór hann úr og fleygði þeim á gólf í einum hnút. Um Briemsgerði* þau brugðu sjer á túr, brókin hneigði sig — og labbaði út. * Alvarlega hugsandi maður skrif aði þessa vísu í vísnabók kunn- ingja síns: Lítið horn í hjarta mínu heyrir þjer til, þar er altaf sól og sumar sálar við yl. Er sígur að húmið harma skal hugur þinn leita varma í horninu í hjarta mjer, sem heyrir þjer til. Þetta skáld var hverjum manni meiri klaufi í flatarmálsfræði, og þótri því ýmsum kynlegt, iað hann skyldi tala svo mikið um horn. Kunningi hans skrifaði þessa vísu á sömu opnu í vísna- bókina.- Vorið örmum vefji þig, vinur, nýr og forn, í þanka minna þríhyrningi er þrjátíu gráða horn. *) Herbergi á norðurvistum M. Og hæðin frá því horni sker hypotenus í sálu þjer, — rendu þjer eftir hæðinni í hornið hjá mjer. Virðulegur umsjónarmaður úr þessum bekk gekk ríkt eftir því, að nemendur hlýddu settum skólareglum og færu út og önd- uðu að sjer hreinu lofti í frímín- útunum. Lenti hann einu sinni í alvarlegum stimpingum við nokkra óróaseggi, er vörnuðu honum iitgöngu. Endaði sá leik- ur með því, að umsjónarmaður- inn sleit handfangið af forstofu- hurðinni og bjargaði með því æru sinni og fjekk hefnt sín grimmilega. Þá var þetta kveð- ið, undir laginu: Stjenka Rasin: Aflsins neytti, uns með þessu yfirstje hann fjandalið. Óskar snar í snerlamessu sneri í sundur handfangið. * Svo eru hjer að síðustu tvær vísur, sem ortar eru í orðastað nijög mikils klaufa í stærðfræði, og felst í þeim talsverður fróð- leikur í þeirri grein! * Þó jeg sje allra verstur í algebru, þá er jeg þó altaf bestur í geometríu, og þríhyrningu sansa á svip- stundu jeg, sanna þá og konstruera fljótt á margan veg. Svo tek jeg gagnstætt horn og hlið og hæðinni AC bæti við, þá myndast rjetthyrnd romba þar, og radiusinn stórhliðar er equal-mínus innritaðir tangentar. Og svo eru koncentrisku konstruktionirnar, jeg kann þær betur en efna- fræðisjónirnar. I hverjum cirkli er centrum er sekantinn sker symmetriskt við kordu og perimeter, og sjötíu gráða supplement er samhliða og kongruent við helmingaðan hypotenus, — en-heilagur veit það Franciskus, að sjálfur er jeg Summus Geo- metricus. * Þessi kveðskapur þarf ekki fleiri skýringa við. Hann er auð- vitað mesta vitleysa og lítið há- tíðlegur. En af háfleygum, gáfu- legum kveðskap virðist vera til meira en nóg í íslensku máli, en vel mætti yrkja meira af skemti- legri vitleysu. Þetta er aðeins lít- ill hluti af því, sem ort var á þessum eina bekk í Mentaskól- anum á Akureyri. Vafalaust á hver árgangur í flestum skólum mikið af slíkum kveðskap, og það er miður farið, að hann skuli glatast jafnóðum, mestur eða all- ur. Vildi jeg mælast til þess, að fleiri færu að eins og jeg og rifjuðu upp gamla skólabragi. Sumir munu að sjálfsögðu fagna því, að hafa losnað úr óllum tengslum við „andagiftina" — en það ber ekki ætíð að grafa þenna ljetta og oft fjörmikla kveðskap í gleymsku og þögn. Og það er líka býsna gaman að geta minst þess, að hafa einu sinni verið skáld! S. B. — Heíra prófessor. Þjer báðuð okkur að minna yður á, að þjer ætluðuð að halda fyrirlestur um heila mannsins. — Truflið mig ekki, jeg hefi alt annað en heila í höfðinu eins og stendur! — Þetta er Stradivarius-fiðla. alveg spáný

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.