Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 .♦vwwww Olafur Jóh. Sigurðsson Eyðsla í Lúxu. y I t ♦> x V."..........*V...*.*.."........ 1. ann Gvendur Vinnumaður var á leið í kaupstaðinn með tvo til reiðar. Eins og und- anfarin ár var hann valinn í þessa vandasömu sendiferð, til að sækja hitt og þetta smávegis fyr- ir jólin, og óneitanlega fylgdi því töluverður heiður. En í þetta skifti var Gvendur vinnumaður í slæmu skapi. Hann kipti óþarflega oft í tauminn á reiðingshestinum, og hrúkaði ljótt orðhragð, án þess að nauð- syn hæri til. Hann var nefnilega staddur í djeskotans klípu. Hann var orð- inn fjörutíu og tveggja ára gam- all og vildi ólmur fara að gifta sig. — Frá því hann fór að vinna fyr- ir peningum hafði hann önglað þeim saman af mikilli samvisku- semi með þetta eina takmark fyr- ir augum. Hann hafði aldrei eytt svo miklu sem fimmeyring í neinn óþarfa, nema þá ef vera skyldi lítilsháttar tóhakskorn, til að þefa í á stórhátíðum og tyllidög- um. Svo að fjárhagurinn var hon- um ekkert sjerstakt áhyggjuefni, öðru nær. Hann var heldur ekki í minsta vafa um kvenmanninn, sem hann ætti að leita til í þessum örlaga- ríku erindagerðum. Það var eng- in önnur en hún Stína. Þessi bráðmyndarlega stúlka hafði nú verið vinnukona á sama heimili og hann í tvö ár. Hann hafði fengið fulla vissu fyrir því, að hún var iðin og verklagin mann- eskja, að hún var óflasgefin og útsjónarsöm; og svoleiðis kven- kosti hafði hann lengi heðið eft- ir. — En samt sem áður voru vandræði hans ekkert smáræði. — Hann hafði ákveðið með sjálf- um sjer, að láta skríða til skarar fyrir jólin. En honum var ger- samlega hulin ráðgáta, hvort stúlkan vildi nokkuð með hann hafa, og í öðru lagi hafði hann ekki minstu vitneskju um, hvað hapn ætti að segja eða hvernig hann ætti að bera sig til við sjálft bónorðið. — — Best að stinga einhverju að henni, hugsaði hann. Best að gefa henni eitthvað. — En hver fjandinn sjálfur átti það helst að vera? Hann hafði aldrei áður reynt að setja sig inn í þarfir kven- fólksins, og þetta eitt, út af fyr- ir sig, var honum nægilegt um- hugsunarefni. — Síst af öllu mátti aðrjettan kosta of mikla peninga, því það var engan veginn örugt að fyr- irtækið hepnaðist, og hann var ekki vanur því að horfa á eftir fjármunum sínum út í óvissuna. Auk þess var óráðlegt að hefja kynninguna með því að ala upp í henni gikkinn. — Buxur, hugsaði Gvendur vinnu- maður, hölvaði reiðings.iálkinum og rykti í tauminn. Utlendar huxitr! Nei, það gat ekki gengið. Hún myndi verða fokvond yfir svoleiðis gjöf. Hún myndi álíta hann kvennabósa og flagara, sem hefði í hyggju að leita lags við hana í óheiðarlegum tilgangi. Hún myndi kannske spyrja, hvort hann hefði haldið að hún væri buxnalaus! Nei, hjer var sannarlega ekk- ert spaug á ferðum; hann var svosem ekki auðrataður meðalveg- urinn í þessu efni. Eitthvað, sem hún hafði hrúk fyrir, hugsaði hann, dinglaði löpp- unum ótt og títt og braut heilann um þessa vandasömu hluti. En einmitt þegar hann var í þann veg inn að verða úrkula vonar, steig gullin úrlausn fram úr þoku hinna mörgu tilgátna. — Lúxa, •5» hugsaði liann og ljómaði allur af ánægju. Lúxa, sagði hann upp- hátt og strauk skeggið með ann- ari hendinni. Þarna kom það! Hann hafði ekki lesið auglýs- ingarnar í blöðunum til einskis. Þessi indæla handsápa hafði alla hugsanlega kosti sameinaða: Löður hennar var hvítt og freyð- andi, ilmurinn suðrænn og góð- ur, hörundið hreinsaði hún alveg framúrskarandi vel og hjelt því mjúku gegnum langar tíðir. Enda birtust stöðugt nýjar og nýjar myndir af víðfrægu kvenfólki, sem vottaði að viðlögðum eiðstaf, að sjálfsagt hefði það orðið glöt- uninni að bráð, ef forsjónin hefði ekki komið því í kynni við þessa margumtöluðu töfrasápu. Nú var hann ekki leugur í neinum vafa. Hann ætlaði að kaupa Lúxu, gefa konuefninu Lúxu. Hann sá hana í anda þakka sjer fyrir þessa heppilegu gjöf, sá blómlegt andlit hennar í hvítu, angandi löðri. En við nánari athug un sannfærðist hann um, að eitt lítið stykki af Lúxu var altof smá- smuguleg aðrjetta til að kveikja ást í heilum kvenmanni. Hjer dugði ekki að skera við neglur sjer, því þá myndi hún ef til vill hera honum á hrýn nísku og ómyndarskap. í þetta skifti var ráðlegast að sleppa öllu knífiríi, svo framarlega sem hann vildi koma ár sinni vel fyrir horð. Best að hafa þau tvö, hugsaði hann. Og kannske maður kaupi líka eitt lítið glas af þessu lykt- argóða vatni, sem allir tala um. Hann kýmdi drýgindalega út í annað munnvikið og dáðist að þessari snjöllu hugkvæmni, en fjekk þó sting í hjartað við til- hugsunina um dýrleikann. 2. Hann var dálítið ihygginn á svip, dálítið upp með sjer, þeg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.