Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Blaðsíða 6
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar haim stóð hinn reffilegasti fyrir framan búðardiskinn og bað niÁ tvö stykki af Lúxu. — Ha, sagði pilturinn. -7- Af Lúxu, sagði Gvendur viunumaður. 4— Hvað er það? spurði piltur- in» og liorfði forviða á þennan rauðskeggjaða karl. — Sápa, upplýsti Gvendur vinuumaður. Ekkert gátu þessar kjálkagulu hengilmænur skilið. Þær vissu ekki einu sinni um nöfnin á vörunum, sem þær seldu, könnuðust ekki einu sinni við Lúxu, sem altaf var verið að skrifa um í blöðin. Búðarþjónninn lagði sápu- stykkin glottandi á borðið fyrir framan hann, og spurði, hvort það væri nokkuð «fleira. Jú, Gvendur vinnumaður var ekki al- deilis búinn að ljúka sinni eigin rittekt. Hann kom auga á for- kunnar fagran hárkamb, sem fjekk hann til að gleyma hinu lyktargóða vatni, því að svona hárkambur myndi sóma sjer vel í 'lokkunum á tilvonandi eigin- konn. Þar að auki keypti hann dálítið neftóbak fyrir sjálfan sig og sígarettupakka, með mjmd af spekingslegum fíl, því að Gvend- ur vinnumaður vildi sýna öllum á Miðengisheimilina, að hann gæti fylgst með nýja tímanum, ef í það færi, engu síður en þessi uppspertu unglingskvikindi, sem varla gátu gengið örna sinna hjálparlaust. I tunglskininu á heimleiðinni var hann í besta skapi og hafði ekkert út á reiðingsjálkinn að setja. Hann góndi upp í stjörnu- bjart himinhvolfið og söng fjöl- breytt úrval af meistaralegum ferskeytlum um ástir og hjóna- I ‘ bönd, í staðinn fyrir að bölva eins og um morguninn. 3. Þegar heim kom var hann drjúgur á svip, en gaf konuefn- inu gætur í laumi. —■ Það bar lítinn árangur. Þessi þrjátíu og fimm ára gamla stúlka var hon- um jafn óútreiknanleg og vind- urinn, sem kemur og fer. Enda vissi hún ekki ennþá hvað hann hafði í fórum sínum. Ilann horfði með innilegri vel- þóknun á blárjótt andlit henn- ar, á þykkar, frjósamar lendarn- ar, og hugsaði til þess, glaður og ánægður, þegar hún færi að þvo sjer með þessari dýrindis Lúxu, sem átti að verða formálinn að gagnkvæmri ást í löngu og far- sælu hjónabandi. En hann gætti þess að rasa í engu um ráð fram, hafði sem sje hlotið í vöggugjöf hið ómet- anlega, jafnvægisfulla langlund- argeð. Það var orðið áliðið og ekki vænlegt að taka kvenmann- inn eintali strax í kvöld. En daginn eftir (á hinni heil- ögu Þorláksmessu) var hann sí- felt á varðbergi, og beið eftir heppilegu tækifæri til að tala við þá útvöldu. Hann lauk við gegningarnar í flýti, geymdi gjafaböggulinn í barminum og fann sjer hitt og þetta til dund- urs innanbæjar. En það var eng- in ástæða til að vera bjartsýnn um góðan árangur, því að kven- fólkið var önnum kafið við bakk- elsi undir stjórn sjálfrar hús- freyjunnar. Það hrærði, hnoðaði, steikti og brasaði, svo að allur bærinn angaði af jólaundirbún- ingi og fíniríi. — Hann bölvaði grimmilega, en afrjeð að gefast ekki upp fyr en í fulla hnefana. Hann murraði í hálfum hljóðum, gaut hornauga fram í eldhúsið og tvinnaði band sjer til afþreyingar. Og í rökk-‘ urbyrjun rann það loks upp hið langþráða augnablik: Sú útvalda var skvndilega send út í skemm- una, til að ná í eldivið. Hann ljet ekki standa á sjer, heldur tók viðbragð, eins og slunginn veiðimaður, sem alt í einu kemst í gott færi, og læddist strax á eftir henni. f fátinu og ósköp- unum fór hann ekki alla leið inn í skemmuna, heldur faldi sig í dimmu skoti út úr göngunum, kveikti í einni sígarettu úr hin- um merkilega fílpakka og púaði stórum. Svo beið hann með mikl- um hjartslætti, með gífurlegum taugaæsingi, og augnablikin voru ótrúlega lengi að líða. Hann heyrði hið rólega 0g reglu- bundna þrusk, þegar hún Ijet mó- köglana í pokann, og fór að titra. Svo fór hann að skjálfa, og loks skalf hann og titraði frá hvirfli til ilja. Ætti jeg að fara inn í skemm- una? hugsaði hann. Nei, það er best að bíða. Ætti jeg að hjálpa henni til að setja móinn í pok- ann? Nei, það er best að vera kyr. Ætti jeg að segja henni það strax? Nei, það liggur ekkert á. — En alt í einu mundi hann eftir því, að hann hafði fullkom- lega gleymt að taka saman bón- orðið í huganum, og stóð uppi orðlaus og ráðalaus. — Helvískur klaufinn, tautaði Gvendur vinnu- maður og sá fyrirfram, að þetta myndi alt lenda í handaskolum, því hann vissi sig málstirðan á þýðingarmiklum augnablikum. Helvískur asninn, endurtók hann nokkrum sinnum og tvísteig í skotinu meðan sú hugsun smó gegnum höfuð hans, hvort ekki væri skynsamlegast að fresta öllu saman og geyma gjafirnar og bónorðið þangað til einhverntíma seinna. — Þá gæti hann slöngvað fram kjarnyrtum ræðustúf, sem líklegur væri til mikilla og heillavænlegra áhrifa. Þá gæti hann vafið erindi sitt í fagurt málskrúð og talað um hjónaband- ið og tilgang lífsins, eins og prestur. En áður en honum gafst tími til að yfirvega nánar þessa nýju og merku tillögu, kom stúlkan skjögrandi fram göngin með full- an eldiviðarpokann í fanginu. Og í sama vetfangi hætti Gvendur vinnumaður að hlusta á raddir skynseminnar. Þessa stundina var hann algerlega á valdi for- laganna og snaraðist með ótrú- lega liprum tilburðum fram úr fylgsni sínu, ásamt skruðningi og eldglæringum, eins og erkidjöf- ullinn sjálfur væri á ferð. Stúlk- an rak upp pípandi hljóð, bað guð að hjálpa sjer og spurði hver þetta væri. — Það er jeg, hikstaði Gvend- ur vinnumaður. — Nú, sagði hún, dálítið mild- ari í máli og saug upp í nefið. Hvað ert þú að gera hjerna? spurði hún. — Jeg er með sendingu. Hann stakk höndinni í barminn og rjetti henni böggulinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.