Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1937, Page 7
Lesbók morgunblaðsins 423 — Frá hverjum? spurði hún. Hann ljet á sjer skilja, að þessi sending væri ekki frá nein- um óviðkomandi manni, hún væri frá honum sjálfum. Svo stóð hann grafkyr fyrir framan hana, eins og víggirðing, sem ilt er að kom- ast yfir. — Svo þú ert bara farinn að gefa mjer gjafir, hvíslaði hún. — Heyrðu, stamaði hann. — Já, hvað er það? spurði hún í áfjáðu hvísli. — Það er áríðandi, sagði hann. Mig hefir lengi langað til að segja þjer dálítið, að tala um dá- lítið við þig . . . Og honum vafð- ist tunga um tönn. 4. Seinna um kvöldið, þegar Gvendur vinnumaður <vatnaði kúnum, var hann í óvenju góðu skapi. Hann söng hástöfum, því að hátíðin var runnin upp í brjósti hans og mikil birta yfir lífinu. Svo liætti hann söngnum í miðju versi og brosti drýginda- lega framan í veturgamla kvígu. Hjónabandsmálið, sem búið var að liggja á honum eins og mara í tv%ö ár, hefði varla getað feng- ið öllu farsælli endalyktir. Eigin- lega vissi hann ekki, hvernig það atvikaðist, hann þurfti ekki einu sinni að berar upp erindið, því að áður en hann fjekk ráðrúm til að Ijúka við setninguna, voru ^ þau hnigin í faðmlög, og alt hitt^j kom af sjálfu sjer. Já, meira að segja andvarpaði konuefnið inn í rautt skeggið á honum, að hún hefði beðið eftir þessu svo óra- lengi. — En samt sem áður skygði eitthvað á gleði hans og ljet sál- ina ekki í friði. Mikill djeskot- ans glópur hafði hann verið, að sjá þetta ekki fyrir löngu. Hún var ekki einu sinni búin að líta í böggulinn, þegar alt var klapp- að og klárt. — Ekki svo að skilja, að hann sæi eftir þessum þremur krónum, (þótt það væru óneitanlega mikl- ir peningar). Því fór fjarri. En hann átti bágt með að verjast þeirri hugsun, að þetta hefði ver- ið óþarfa eyðsla, að hann hefði vel getað komist hjá því, að kaupa þessa horngrýtis Lúxu. Frá eiimpui nin heimsmeistaratitilinn. Skák nr. 5. Haag 14. okt. 1937. Móttekið drotningarbragð. Hvítt: Dr. Euwe. Svart: Dr. Aljechin. 1. d4, d5; 2. c4, dxc; (Aljec- hin hefir tvisvar áður leikið þannig á móti Euwe og í bæði skiftin með slæmum árangri. Leikurinn er ekki talinn góður. Svart getur ekki haldið peðinu og hvítt fær sterkari peðastöðu á miðborðinu.) 3. Rf3, a6; (í skák- inni EuAve—Aljeehin, Þýskal. 1937 ljek Aljechin hjer Rf6. Sjá Fálkann, skák nr. 31.) 4. e3, Rf6; (Teflandi og venjulegra er 4...... Bg4; 5. Bxp, e6; 6. Db3, BxR; 7. pxB, b6; 8. Be2, c5; o. s. frv.) 5. Bxp, e6; 6. 0—0, c5; 7. De2, (Framtíðin verður að skera úr hvort þessi leikur er betri en a4, segir Reschewsky* einhversstað- ar.) 7........ Rc6; (Sumir álíta betra að leika þegar b5 og síðan Bb7;) 8. Rc3, (Hdl virðist einn- ig góður leikur.) 8........... b5; (Be7 er talið betra.) 9. Bb3, Be7; (Sumir álíta betra að leika Bb7 og eftir 10. Hdl, Db6; og hróka síðan langt.) 10. pxp, Bxp; 11. e4, b4 ?; (Staðan var þegar orðin mjög erfið fyrir svart. Rd7 var e. t. v. best. En hvítt fær alt um það betri stöðu. T. d. 11...... Rd7; 12. e5, O-A); 13. Re4, h6; 14. Hdl, De7;) 12. e5! (Dc4 var ekki eins gott.) 12...... pxR; (Ef Rd5; þá 13. Dc4, pxR; 14. DxB og hvítt á ágæta stöðu.) 13. pxR, gxf; (Ef Dxp vinnur hvítt mann.) 14. Dc4, Db6; (Ef De7; þá Be3!) 15. Dxc3, Rd4; 16.R xR, BxR; 17. Ba4+!, Ke7; 18. Be3!!, (Eyðileggjandi fyrir svart. Ef 18......BxB; 19. pxB, e5; 20. Da3+ o. s. frv.) 18....... BxD; 19. BxD, Be5; (Ef Bxp; þá 20. Bc5+, Kd8; 21. Hfdl+, Kc7; 22. Bd6+,) 20. Iladl, Kf8; (f5 er engu betra. Ef Bd6; þá 21. HxB!, KxH; 22. Hdl+, Ke5; 23. Bc6, o. s. frv.) 21. f4, Bxb2; (Betra var að gefa, eða leika Bb8;) 22..HÍ3, Bb7; 23. Hg3, Ba3; (Að líkindum hefir annar eins leikur aldrei sjest í skák á milli stórmeistara.) 24. HxB, IIg8; 25. IIg3, HxH; 26. pxH, Bd5; 27.’ Bb3, BxB; 28. pxB, Ke8; 29. b4, Hb8; 30. Bc5, Hc8; 31. Hal, Hc6; 32. Kf2, f5; 33. Ke3, f6; 34. Kd4, Kf7; 35. Kc4, Kg6; 36. Hdl, Kli5; 37. Hd6, HxH; 38. BxH, Kg4; 39. Be7, Kxp; 40. Bxp, Kxf4; Hjer gerði Euwe blindleik (Ke5)v Skákin var aldrei tefld lengra. Svart - r=.-; gaf. -----►■»■■»--- Fróðárheiði. Frh. af bls. 418. •; j hungurmorða þarna á sillunni. Hann mældi í huga-sjer ieiðina r.iður, en hún var óralöng og á engra færi að komast hana ó- skemdur nema fuglinum fljúg- andi. Ótal hugsanir runnu um hug hans, en engar þeirra rjeðu úr þeim vanda, sem hann var staddur í. — Hann þreifaði á pjönkum sínum, er voru ljettar og fyrirferðarlitlar. Þar fánn hann pelaskömmina, sem hann hafði fengið sjer á í höndlun- inni í Ólafsvík. Pelanum varð . hann að ná, því að ekki var í önnur skjól að leita, úr því sem komið var. Hann hagræddi sjer varlega á sillunni, tók tappánn úr pelanum og fekk sjer góðan slurk. Ekki leið á lÖngu þar til birta tók í sál hans. Hann tók ofan húfuna og hafði yfir Faðir vorið. Síðan tók hann táppann úr pelanum á ný og tæmi hann í botn. Nú var leiðin ekki orðin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.